Fréttir

Menn hljóta að hlusta á sam­tök 18.000 fjöl­skyldu­bif­reiðaeig­enda

,,Við leggj­um áherslu á það að stíga mjög var­lega til jarðar varðandi hug­mynd­ir um vegtolla sem eru því miður allt of kostnaðarsam­ar hug­mynd­ir og þetta renn­ur jú allt upp úr sama vas­an­um. Það er eðli­legt að um­ferðin borgi þann kostnað sem af henni hlýst en við höf­um lagt áherslu á það að það er verið að inn­heimta í skött­um og gjöld­um af bíl­um um það bil 80 millj­arða á ári af hálfu hins op­in­bera,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í viðtali við Morgunblaðið um helgina.

Ný sjálfsafgreiðslustöð opnuð í Vík

Ný ÓB sjálfsafgreiðslustöð var opnuð í Vík í Mýrdal um helgina. Stöðin hentar vel bæði fólksbílum sem og atvinnubílum þar sem gott pláss er á stöðinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins kynntur

Sáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sáttmálann.

Það tekur aðeins tvær sekúndur!

Truflun og afvegaleiðing einbeitingar við akstur er alvarlegt umferðaröryggismál. Það þarf ekki nema 2 sekúndna truflun til að valda slysi. Allt að 25% af árekstrum í umferðinni tengjast truflun. Um 25-30% af heildar tíma við akstur er varið í athafnir sem geta truflað eða afvegaleitt.

Álag á vegi landsins hefur margfaldast

Fimmtán sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku á bílaleigubílum yfir vetrarmánuðina í fyrra en 2010. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn fyrirtækisins Rannsókn & ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem birt er á vef Vegagerðarinnar .Heiti greinargerðarinnar er: Erlendir ferðamenn og hringvegurinn 2010-2018 , og er unnin af Rögnvaldi Guðmundssyni.

Vinna við Dýrafjarðargöng gengur vel

Vinna heldur áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði. Að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðningarnar.

160 myndatökustaði og 380 myndavélar þarf fyrir vegtolla á höfuðborgarsvæðinu

FÍB hefur reiknað lauslega út að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á myndatökuvélar á 160 gatnamótum stofnbrauta ef gjaldtakan á að verða sanngjörn og skilvirk.

Bílar og umferð standa nú þegar undir allri uppbyggingu og rekstri vegakerfisins

Drög að samkomulagi milli ríkis- og höfuðborgarsvæðisins um stórfellda uppbyggingu í samgöngum til að greiða fyrir umferð í borginni voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Vegagerðar appið aflagt

Vegagerðarappið verður lagt niður þar sem notkun þess stóðst engan vegin væntingar og kostnaður er töluverður. Bæði er nokkur kostnaður við rekstur appsins og einnig við óhjákvæmilega áframhaldandi þróun til að viðhalda því. Notendur kjósa frekar að nota vef Vegagerðarinnar fyrir þessar upplýsingar.

BL ehf. innkallar 144 Nissan Micra

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 144 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2016 - 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðabelgir farþegamegin virki ekki sem skyldi.