Fréttir

Misráðið að fella niður leyfin – færir okkur aftur um 30 ár

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) og Bíl­greinasa­mbandið (BGS) gagn­rýna áform at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins að fella niður skil­yrði um leyf­is­veit­ing­ar fyr­ir sölu notaðra öku­tækja, þ.m.t. kröfu um nám­skeið og próf fyr­ir bíla­sal a í sam­eig­in­legri um­sögn.

Vel sóttur fundur um umferðaröryggi í þéttbýli

Vegagerðin hélt fyrir helgina morgunverðarfund undir yfirskriftinni Umferðaröryggi í þéttbýli. Áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir en fundurinn var afar vel sóttur. Fyrirlesarar voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri, Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu.

Bíll sem getur myndað tilfinningasamband ökumanns og bíls

Á bílasýningunni sem hefst í Tokyo í vikunni mun Toyota frumsýna nýjan bíl af gerðinni LQ en hann er sagður þeim kostum gæddur að geta myndað tilfinningasamband ökumanns og bílsins sjálfs.Umræddur bíll hefur yfir að ráða tækni til sjálfaksturs og gervigreindarbúnaði sem á að auka meiri samvinnu við ökumanninn.

BL innkallar 587 Subaru Forester

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 587 Subaru Forester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018. Ástæða innköllunarinnar er að skynjari í farþegasæti getur bilað. Ef slík er raunin þá getur verið að loftpúðakerfi virki ekki sem skyldi. Viðgerð felst í því að skipt verður um skynjara í farþegasæti.

Fjölmörgum framkvæmdum flýtt í endurskoðaðri samgönguáætlun

Gjald­taka verður í til­tek­inn tíma fyr­ir akst­ur um Sunda­braut, á nýrri brú yfir Ölfus­fljót, um tvö­föld Hval­fjarðargöng, um jarðgöng um Reyn­is­fjall og Ax­ar­veg. Um verður að ræða svo­kölluð sam­vinnu­verk­efni einkaaðila og rík­is þar sem gjald­taka verður í af­markaðan tíma en síðan verður eign­ar­hald innviða af­hent rík­inu í lok samn­ings­tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi ráðuneytisins sem haldinn var í Norræna húsinu í morgun.

Jaguar I-Pace bíll ársins 2020 á Íslandi

Jaguar I- Pace var valinn bíll ársins 2020 á Íslandi í gærkvöldi en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Átta blaðamenn tóku þátt í að dæma bílanna að þessu sinni og var því hæstu heildarstig sem hver bíll gat fengið 960 stig.

Forseti ASÍ segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn

Alþýðusambandið myndi ekki samþykkja veggjöldin án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Veggjöldin væru algerlega óútfærð og því erfitt að vera með þeim eða á móti. Þetta kom fram í ræðu Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í ræðu hennar á formannafundi ASÍ í dag. Þetta kemur fram á eyjan.is

Ökumenn frá 21 þjóðlandi kærðir fyrir hraðakstur

70 ökumenn frá 21 landi voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Hraðast ók íslenskur karlmaður fæddur 1975 en bifreið hans mældist á 157 km/klst hraða á Suðurlandsvegi til móts við Oddgeirshóla.

Toyota innkallar Landcruiser, Avensis, C-HR og Auris

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 20 Toyota Landcruiser bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að innspýtingarkerfi fyrir olíuverk sé ekki fest nægilega vel og gæti losnað. Viðgerð felst í því að skipt er um rör og klemmur.

Réttu hand­tökin að skipta um dekk

Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að það fyrsta sem ökumaður ætti að gera þegar dekk springur sé að huga að aðstæðum. „Ef springur á bíl á erfiðum stað, t.d. Reykjanesbrautinni, þá þarf að tryggja að aðstæður séu sem öruggastar,“ segir Hjörtur og minnir á að það er lögboðin skylda að hafa viðvörunarþríhyrning í bílnum.