Fréttir

Askja innkallar Kia Optima

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 11 Kia Optima bifreiðar af árgerðum 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að hugbúnaðarvilla í MFC myndavél sem getur valdið truflunum á öryggisbúnaði bifreiðanna.

Nýtt öryggiskerfi í Subaru fær viðurkenningu

Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, útnefndi nú í sumar nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði (Best Safety Innovation for 2019). Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.

Meðalaldur fólksbílaflotans er rúmlega 12 ár

Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.

Eftirlit um verslunarmannahelgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með töluvert eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri.

Ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan og mikill umferðarþungi því samfara á vegum landsins. Lögð er þung áhersla á að ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina.

Langflestir ökumenn til mikillar fyrirmyndar

Umferðareftirlit er viðamikill hluti af starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvergi hefur verið slakað á í þeim efnum í sumar. Umferðin hefur almennt gengið vel fyrir sig í umdæminu og vonandi verður svo áfram.

Hringvegurinn allur með bundnu slitslagi

Vegagerðin hefur hleypt umferð á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Þarna er um að ræða 4,9 km langan vegarkafla sem nú er með bundið slitslag. Þetta eru tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn allur er með bundnu slitslagi.

Dregur úr umferðaraukningunni

Umferðin í nýliðnum júlí á Hringvegi jókst um 1,4 prósent. Þetta er minnsta aukning í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Útlit er fyrir að aukning umferðar í ár í heild gæti numið 2,7 prósentum sem að sama skapi væri minnsta aukning síðan árið 2012. Samdráttur í umferð mælist á Austurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

ON eflir þjónustu við rafbílaeigendur um verslunarmannahelgina

Orka náttúrunnar mun leggja kapp á að rafbílaeigendur geti nýtt sér hlöður fyrirtækisins vítt og breitt um landið. Til dæmis er unnið að endurnýjun á hraðhleðslum við Glerártorg á Akureyri og í Búðardal.

BL ehf. innkallar Renault Traffic III

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 25 Renault Traffic III bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa virki ekki sem skildi.