Fréttir

Vegmerkingum víða ábótavant

Á Íslandi má finna víða dæmi um óviðunandi vegmerkingar. Það virðist eiga bæði við um skilti og yfirborðsmerkingar vanti, þær séu ónákvæmar eða orðnar óskýrar. Stundum virðist sem ekki sé hreinlega vandað nægilega til verka eða vegmerkingar látnar mæta afgangi. Þetta kemur fram í umfjöllun bílablaðs Morgunblaðsins þar sem fjallað er um vegmerkingar hér á landi

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní töluvert undir væntingum

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní var töluvert undir væntingum og eru tekjur það sem af er sumrinu um 35% minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áætlunum var gert ráð fyrir að um 90% af umferðinni myndu nota göngin en staðreyndin er sú að hlutfallið er um 70%.

Hraðaskilti virka vel til að stemma stigu við hraðakstri

Vinna að fyrsta áfanga tvöföldunar Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss eru nokkurn veginn á áætlun. Þrátt fyrir einhverjar tafir er stefnt að því að klára verkefnið um miðjan október. Þetta kemur fram í samtali við Águst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóra hjá Íslenskum aðalverktökum á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Hægt að fylgjast með umferðarþunga á stofnbrautum borgarinnar

Lifandi gögn um umferðarþunga á helstu stofnbrautum borgarinnar eru nú aðgengileg í Borgarvefsjá – borgarvefsja.is. Gögnin eru sótt úr umferðarskynjurum á 90 sekúndna fresti, en þeir eru hluti af miðlægri stýringu umferðarljósa í borginni. Alls eru 88 teljarar í götum borgarinnar.

Löng leit að bílastæðum veldur umferðartöfum

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir viðamiklar framkvæmdir og löng leit ökumanna að bílastæðum valdi umferðartöfum í miðborginni að því er Fréttablaðið fjallar um.

Tucson vinsælasti erlendi fjölskyldubíllinn í Þýskalandi

Að mati lesenda Bild am Sontag í Þýskalandi er jepplingurinn Hyundai Tucson fjölskylduvænsti innflutti bíllinn í ár (most family-friendly import car 2019). Þetta er í annað sinn sem lesendur velja Tucson þann besta en að þessu sinni hafði hann betur í samkeppni við sextán aðrar bíltegundir í kosningunni.

Kia frumsýndi nýjan XCeed

Kia frumsýndi á dögunum nýjan bíl sem ber heitið Kia XCeed. Bíllinn er crossover bíll, sem er flokkur á milli fólksbíls og jepplings, með coupe lagi og afar sportlegur í útliti. XCeed hefur verið beðið með eftirvæntingu frá því Kia tilkynnti að hann væri á leiðinni. Von er á bílnum á markað seinni part haustsins.

Tesla, Mercedes og Skoda skora hátt í nýjustu Euro NCAP öryggisúttektinni

Í dag birti Euro NCAP niðurstöður öryggisprófana samtakanna á sex nýjum bílum. Fjórir þeirra ná 5 stjörnum: Tesla Model 3, Skoda Scala, Mercedes-Benz B-class og M-Benz GLE. Nýi Kia Ceed og DS3 (dýrara merki frá Citroën) Crossback sportjeppinn fengu 4 stjörnur með staðalbúnaði en ná 5 stjörnum með auka öryggispakka sem hægt er að panta og borga aukalega fyrir.

Ísland hentar vel fyrir rafbílavæðingu

Rannsókn Orku náttúrunnar á kolefnisfótspori rafbíla við íslenskar aðstæður er komin út. Á Íslandi höfum við hreina raforku en hátt olíuverð auk þess sem íbúar eru nógu fáir til að hægt sé að mæta eftirspurn. Landið hentar því afar vel fyrir rafbílavæðingu. Rannsóknin og niðurstaða skýrslunnar var tilkynnt í dag en hún getur varpað ljósi á margt það sem fólk er að velta fyrir sér í þessum efnum.

Jarðgöng og lágbrú áhugaverðir kostir fyrir Sundabraut

Í skýrslu starfshóps um Sundabraut sem hefur verið skilað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eru tveir valkostir sagðir koma til greina fyrir fyrirhugaða Sundabraut. Annars vegar jarðgöng yfir í Gufunes og hins vegar lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru talin fýsilegir kostir.