Fréttir

Aukinn kraftur í orkuskiptin

Á næstu misserum stefnir í að Orka náttúrunnar setji upp um 40 hleðslur fyrir rafbíla víðsvegar um land, þar af sautján 150kW hraðhleðslur. Þetta varð ljóst eftir að niðurstaða Orkusjóðs um styrkveitingar til uppbyggingar umhverfisvænna innviða lá fyrir.

Kvartmilljarður króna af hraðasektum ferðamanna afskrifaðar á ári

Tölurnar varðandi niðurfelldar sektir vegna hraðabrota í hraðamyndavélum eru sláandi. Stjórnvöld hafa látið líðast í 95% tilvika (meðaltal tíu ára) að fella sektir niður vegna hraðabrota sem skráð eru á bíla í eigu fyrirtækja. Að meðaltali yfir áratug hefur um 6% hraðabrota einstaklinga lokið án greiðslu sektar en þessi tala var komin niður í 1% í fyrra.

Ungt fólk vill taka þátt í stefnumótun um samgöngumál

Málþing sem bar yfirskriftina Börn og samgöngur var haldið í þessari viku í Garðabæ. Það var samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem stóð að málþinginu í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. Á málþinginu tóku bæði ungir sem aldnir til máls og ræddu stöðu barna í samgöngum í víðu samhengi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flutti ávarp á þinginu.

Allar bílgerðir Jaguar Land Rover með rafmótor frá áramótum

Í samræmi við stefnu sína um að bjóða alla bílgerðir Jaguar Land Rover með rafmótor frá og með 2020 hefur verksmiðja fyrirtækisins í Castle Bromwich í Bretlandi nú verið undirbúin fyrir breytingarnar því 2021 kemur flaggskip Jaguar, stóri lúxusbíllinn XJ, á markað sem 100% rafbíll, en framleiðslu sama bíls með núverandi drifrás hefur verið hætt.

Innbrot í bíla í Bretlandi færist í vöxt

Það sem af er árinu hefur innbrotum í nýja og nýlega bíla færst í vöxt í Bretlandi. Bíleigendur hafa raunar víða orðið fyrir barðinu á þessum þjófum sem láta greipar sópa sem aldrei fyrr. Algengt er að fólk sjái þess merki að farið hefur verið inn í bíla þess á bílastæðum og stolið úr þeim töskum, myndavélum og öðrum farangri.

Green NCAP metur Nissan Leaf grænasta bílinn

Ný kynslóð rafbílsins Nissan Leaf hlaut á haustmánuðum fullt hús stiga, fimm stjörnur, hjá óháðu evrópustofnunni Green NCAP fyrir framúrskarandi orkunýtni við mismunandi aðstæður. Við prófanirnar var bílnum bæði ekið í miklum hita og miklum kulda til að mæla orkunýtnina og einnig á evrópskum hraðbrautum.

BL ehf. innkallar 587 Subaru Forrester

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 587 Subaru Forrester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skynjari í farþegasæti virki ekki sem skyldi.

Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið í Þýskalandi

Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976.

Eldur kviknaði í bíl á Gylfaflöt

Bifreið er gerónýt eftir að eldur kom upp í henni við bensínstöð Orkunnar við Gylfaflöt í Grafarvogi sl. föstudag. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum og lokaði lögreglan svæðinu þarna í kring. Engin slys urðu á fólki.

Fórnarlamba umferðarslysa minnst víða um land

Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldinn í gær en þetta var í áttunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Það eru Samgöngustofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum.