18.12.2019
Ríkisstjórnin hefur samþykkt á fundi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal þess sem finna má í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
17.12.2019
Eins og fram hefur komið taka ný umferðarlög gildi um áramótin en þau voru afgreidd á Alþingi í byrjun júní. Góð sátt ríkti um frumvarpið og enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn því. Margar breytingar verða gerðar á núverandi löggjöf, skerpt á ýmsu og annað hert.
16.12.2019
Nú um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.
16.12.2019
Opnað hefur verið fyrir umferð um Óðinsgötu og Spítalastíg, en þær götur hafa verið endurgerðar og hefur snjóbræðslan virkjuð þar sem og á Freyjutorgi og Týsgötu. Nokkurn tíma tekur fyrir snjóbræðsluna að ná yfirhöndinni í gegnfrosinni jörðinni í þessari kuldatíð og því er notast við salt og sand til að tryggja gönguleiðir.
13.12.2019
Japanski bílaframleiðandinn Subaru er mjög bjartsýnn um góða sölu í Bandaríkjunum á næsta ári. Hægt hefur almennt á sölu bíla á bandarískum mörkuðum en engu að síður er Subaru vinsæll þar í landi. Bandaríkin hafa um nokkrt skeið verið stærsta markaðssvæði fyrirtækisins. Áætlanir gera ráð fyrir að Subaru selji yfir 700 þúsund bíla í Bandaríkjunum á næsta ári.
10.12.2019
Þjónustunet FÍB Aðstoðar á landinu hefur stækkað og þést. Nú njóta FÍB félagar aðstoðar í samræmi við skilmála á þeim svæðum sem sjá má á Íslandskortinu hér undir. Innifalið í FÍB aðstoð er eftirfarandi þjónusta:
10.12.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af undirgerðinni E-class, sem framleiddar voru milli 29. september 2016 og 23. maí 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vindskeð á afturhlera gæti losnað sökum þess að rær séu ekki nægilega fastar.
10.12.2019
Franska sporttímaritið Echappement magazine kaus nýlega nýjasta Megane R.S. TROPHY-R frá Renault sportbíl ársins 2020. Þetta er í sjöunda sinn frá 1982, þegar ritstjórn tímaritsins byrjaði með verðlaunin, sem Renault hlýtur fyrstu verðlaun Echappement. Þau féllu einnig í skaut Megane R.S. á árunum 2007, 2008 og 2014.
09.12.2019
Drög að nýrri reglugerð um sektir vegna umferðarlagabrota hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að sekt fyrir akstur gegn rauðu ljósi hækki úr 30.000 krónum í 50.000 krónur, auk þess sem sekt fyrir vanrækslu á skyldum vegfarenda við tilkynningu umferðaróhapps hækki í 30.000 krónur, en í núgildandi reglugerð eru þær 20.000-30.000 krónur.
09.12.2019
Veðurstofan hefur nú varað við slæmu veðri um allt land á morgun en appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir þriðjudag og miðvikudag. Vegagerðin hefur að auki tilkynnt víðtækar lokanir um land allt næstu daga en búast má við að veðrið verði sem verst annað kvöld. Ekki útilokað að gefin verði út rauð veðurviðvörun