Fréttir

Ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault

Nú er orðið ljóst að ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault. Umræður um sameiningu hafa verið í gangi um nokkra hríð en í morgun ákvað Fiat Chrysler að slíta viðræðum. Ótryggt stjórnmálaástand í Frakklandi er talin aðal ástæðan fyrir því að ekkert verði af samrunanum. Í kölfarið féllu hlutabréf í Renault um 7%.

Markviss uppbygging innviða vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar, þeirra Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar starfsleyfi

Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar starfsleyfi. Tillögur fyrirtækisins að úrbótum voru taldar fullnægjandi. Lögreglurannsókn á málinu er komin til héraðssaksóknara vegna umfangs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Lækkun á heimsmarkaðsverði ætti að fara að skila sér til Íslands

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að lækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti ætti að fara skila sér til Íslands. Hann segir að samkeppni sé að aukast á eldsneytismarkaði. Atlantsolía, Dælan, Orkan og ÓB hafa lækkað bensínverð á sumum stöðvum að undanförnu og fært það nær verðinu í Costco. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Umferðin eykst á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi í maí jókst um 6,5 prósent sem er meiri aukning en á sama tíma í fyrra. Eigi að síður dróst umferðin á Austurlandi saman í maí. Aukningin í umferðinni fyrstu fimm mánuði ársins er töluverð en eigi að síður minnsta aukningin síðan árið 2015. Reikna má með að heildaraukning á árinu gæti orðið um tvö prósent á Hringvegi. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Já­kvæð tákn á lofti fyr­ir neyt­end­ur á eldsneyt­is­markaði

Eins og flestir urðu varir við skall á eldsneytisverðstríð olíufélagana í gær á höfuðborgarsvæðinu. Verðið var tæpum tuttugu krónum lægra á lítrann en á þeim bensínstöðvum sem bjóða upp á næstlægasta verðið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,seg­ir að heims­markaðsverð á olíu hafi verið að gefa aðeins eft­ir að und­an­förnu og því komi verðstríðið á heppi­leg­um tíma.

Bensínstríð skollið á á höfuðborgarsvæðinu

Verð á eldsneyti hefur lækkað mikið á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í morgun reið Atlantsolía á vaðið og lækkaði eldsneyti í rúmlega 211 krónur lítrann á stöð sinni á Sprengisandi í Reykjavík.

Subaru fær gott mat fyrir þróun öryggisbúnaðar

Samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar helsta greiningarfyrirtækis Bretlands á bílamarkaði, Driver Power Survey, er það mat bíleigenda á Bretlandsmarkaði sem tóku þátt í könnuninni að Subaru sé besti bílaframleiðandi ársins þegar kemur að þróun öryggisbúnaðar fyrir bíla. Þá er Subaru jafnframt í 6. sæti yfir tíu bestu bílaframleiðendur heims.

Sala á rafbílum á eftir að taka kipp

Viðbúið er að rafbílum muni fjölga töluvert á næstu misserum, en frá og með 1. janúar 2020 taka gildi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu um hámark meðallosunar allra seldra bíla frá hverjum framleiðanda á koltvísýringi, sem ekki má fara yfir 95 grömm á hvern ekinn kílómeter. Þetta kemur fram í umfjöllun í Viðskiptablaðinu.

Varasamt að aka á vetrardekkjum yfir sumarið

Könnun Infact fyrir hönd Dekkmann í Noregi fyrir nokkrum misserum síðan sýndi að flestir Norðmenn hafa ekki hugmynd um það hversu hættulegt það er að aka á vetrardekkjum yfir sumarið. Könnunin leiddi í ljós að fimmti hver bíleigandi hefur ekið á ónegldum vetrardekkjum yfir sumarið. Einnig var spurt um hemlunarvegalengd bíls á vetrardekkjum við sumarhita á blautum vegi. Svörin voru langt frá raunveruleikanum.