Fréttir

Nýskráningar orðnar 8.879 – sem er 22,2% samdráttur

Þegar tæplega þrjár vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar 8.879 talsins. Það er um 22,2% samdráttur miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur í ljós að flestar nýskráningar á þessu ári voru í júlí, alls 1.480, en fæstar í apríl, alls 372.

Tækifæri gefast til að hreinsa götur í desembermánuði

Það viðraði vel til gatnahreinsunar í Reykjavík um helgina. Veðrið var sérlega gott á höfuðborgarsvæðinu, úrkomulítið, og hiti á bilinu 4 til 9 stig. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að hreinsa götur í desembermánuði.

Hlaut hæstu einkunn hjá Euro NCAP

Nýr Land Rover Defender 110 hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Meðal þátta í einkunninni má nefna 85 stig fyrir góða vernd fullorðinna og barna í farþegarýminu.

iRap veitt alþjóðleg umferðaröryggisverðlaun

Alþjóðlegu vegaöryggissamtökunum iRAP voru á dögunum veitt Prince Michael umferðaröryggisverðlaunin. Verðlaunin eru veitt þeim aðila sem hefur það að markmiði að berjast fyrir bættu umferðaröryggi um allan heim. Irap hefur orðið mjög ágengt í baráttu sinni og er vel þessu verðlaunum komið.

Volvo ætlar að hefja smíði á eigin rafmótorum

Sænski bílaframeiðandinn Volvo hefur ákveðið að fara í 700 milljóna sænskra króna fjárfestingu og hefja smíði á eigin rafmótorum. Nýju rafmótorarnir verða smíðaðir í verksmiðju fyrirtækisins í bænum Skövde og er markmiðið að framleiðslan verði kominn í fullan gang eftir fjögur ár. Hönnun og þróun fer fram í Gautaborg og Sjanghæ í Kína.

Toyota innkallar 149 Hilux

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 149 Toyota Hilux bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremskukerfi bifreiðanna virki ekki sem skyldi.

Reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar

Neytendastofa hefur birt nýjar reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar. Reglurnar koma í stað eldri reglna um verðmerkingar á eldsneyti fyrir bifreiðar. Auk þess sem þær innleiða tilskipun 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732 þar sem fjallað er um verðsamanburð og merkingar að því fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu.

Kia Sorento valinn bíll ársins hjá Carbuyer

Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílafjölmiðlinum Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda viðurkenningu því hann vann einnig flokkinn Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer.

Stór innköllun á Kia bílum í Bandaríkjunum

S-kóreski bílaframleiðandinn Kia hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla um 295 þúsund bifreiðar í Bandaríkjunum en komið hefur í ljós galli sem veldur eldhættu í vélarrými bílanna að sögn bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar.

Afkastameiri hraðhleðslustöð opnuð við Varmahlíð

Orka náttúrunnar hefur uppfært hraðhleðslustöð sína í Varmahlíð í nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva. Nýja stöðin mun geta boðið allt að 150 kW hleðslu og getur þjónað tveimur bílum í einu sem deila þá aflinu að hámarki 75kW á hvort tengi, en það fer eftir hleðslugetu bílsins.