Fréttir

Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir níu þúsund það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 9.105 talsins það sem af er þessu ári af því kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 6.536 og nemur fjölgunin tæplega 40%. Þegar rýnt er í tölur voru flestar nýskráningar í júní, alls 1833 og næstflestar í júlí, 1730.

Meðalgildi CO2-losunar frá bílum lækkar áfram

Í nýrri skýrslu EEA European Environment Agency) kemur fram að meðalútblástur CO2 frá nýjum fólksbílum heldur áfram að minnka. Árið 2020 var hann að meðaltali 108 grömm á ekinn kílómetra og hafði þá minnkað um 14 grömm miðað við árið á undan.

Fjórar nýjar brýr sunnan Vatnajökuls leysa einbreiðar brýr af hólmi

Fjórar nýar brýr á Hringveginum sunnan Vantajökuls voru opnaður með formlegum hætti fyrir helgina. Þetta eru brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná en með tilkomu þeirra leggjast af fjórar einbreiðar brýr á Hringveginum og fækkar úr 36 brúm í 32. Bygging brúanna var boðin út árið 2019 en framkvæmdum lauk í ár.

Toyota innkallar 284 Toyota bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 284 Toyota bifreiðar af ýmsum gerðum af árgerð 2020 til 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að DCM kerfið virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.

FÍB svarar máls­vara trygginga­fé­laganna

FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja brást við á sama vettvangi. Hún tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur sem sögð eru starfa á samkeppnismarkaði. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni og töluverðrar ónákvæmni gætir í tölum sem þar eru settar fram. Að ógleymdu því að hún minnist ekki á fílinn í herberginu.

Nýr bifreiðatöluvefur tekinn í notkun

Opnaður hefur verið nýr og betri bifreiðatöluvefur Samgöngustofu. Með nýjum vef er aðgengi að tölfræði um ökutæki á Íslandi stórbætt og framsetningin býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru áður til staðar. Með nýja vefnum er m.a. fjölmiðlum auðveldað aðgengi að upplýsingum vegna umfjöllunar um ökutæki á Íslandi.

Fölsuð kílómetrastaða í notuðum bílum

ADAC; systurfélag FÍB í Þýskalandi hefur birt niðurstöður athugunar á hvort og hversu algengt er að skrúfaðir séu niður kílómetrateljarar bíla til að láta líta út fyrir að þeir séu minna eknir en raunin er og gera þá þannig söluvænni og verðmeiri í sölu.

Langflestir nota einkabílinn til og frá vinnu

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg 3.- 30. júní í sumar kemur í ljós að 78,7% höfuðborgarbúa ferðast til og frá vinnu á einkabíl. Til samaburðar var einkabíllinn notaður af 71,5% árið 2020 og 2019 nýttu sér 76,9% einkabílinn. Könnunin leiðir ótvírætt í ljós að höfuðborgarbúar kjósa einkabílinn fram yfir aðra kosti.

Hætt við 100% hækkun vanrækslugjalds

Ákveðið hefur verið að fella niður ákvæði um að vanrækslugjald skuli hækka um 100% að liðnum tveimur mánuðum frá álagningu þess. Mun þessi hækkun því ekki koma til framkvæmda og hámarksfjárhæð vanrækslugjalds af almennum ökutækjum verða 20.000 kr. en af ökutækjum yfir 3,5 tonn og bílum fyrir 9 farþega eða fleiri 40.000 kr. eins og áður hafði verið ákveðið.

Þotubíllinn Fiat Turbina 1954

Fiat hefur löngum verið meðal frægustu bílaframleiðenda fyrir hugmyndaauðgi og dirfsku bæði í tæknilegu tilliti en ekki síst hvað varðar hönnun og er viðburðurinn á akstursbrautinni á þaki Fiat bílaverksmiðjunnar í Torino þann 14. april 1954 til vitnis um það: