Fréttir

Ný bílastæðakerfi sett upp í borginni

Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu. Öryggismiðstöðin setur upp kerfin en um er að ræða myndavélar, bómur, greiðsluvélar og fleira sem tengist tæknibúnaði við bílastæðakerfin. Bílastæðasjóður valdi lausnir frá Öryggismiðstöðinni í þetta stóra og umfangsmikla verkefni.

Olíufyrirtækin standa frammi fyrir miklum breytingum

ámarks olíuframleiðslu hefur verið náð að mati olíufyrirtækisins Shell. Fram kemur í fréttamiðlum að hámarkinu hafi reyndar verið náð 2019 og eins og staðan er í dag verður annað eins magn ekki framleitt aftur. Í umfjöllun kemur ennfremur fram að losun koltvísýrings hafi náð hámarki árið 2018, þar sem 1.7 gígatonnum af koltvísýringi var sleppt út í andrúmsloftið.

Umferðin eykst hlutfallslega

Umferðin í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu reyndist 2,6 prósentum meiri en í sömu viku í fyrra, aukningin er hlutfallsleg og markast af því að fyrir ári var óvenju lítil umferð þá vikuna. Umferðin í síðustu viku er minni en í vikunni á undan, þ.e.a.s. fyrir tveimur vikum.

Innheimta umhverfisgjalda yrði íþyngjandi fyrir heimilin í landinu

Þingsályktunartillaga tveggja þingmanna Vinstri grænna um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld yrði íþyngjandi fyrir heimilin, næði hún fram að ganga. Þetta kemur fram í umsögnum Hveragerðisbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags íslenskra bifreiðaeigenda um tillöguna. Hornafjörður varar við hækkunum á gjöld á einkabíla í sinni umsögn, Vestfjarðarstofa segir að tillagan sé miðuð við höfuðborgarsvæðið en Samband íslenskra sveitarfélaga telur sjálfsagt að þessi möguleiki sé metinn.

BMW i8 rúmlega tvöfaldaði paranir karla á Tinder

Til að ganga vel á á samskiptaforritinu Tinder virðist sem svo að bakgrunnur mynda þinna þar skipti miklu máli. Þetta var meðal þess sem kom fram í könnun sem snjalla fólkið á Click4reg vann og var birt á norska vefmiðlinum BilNorge.no en samkvæmt þeim getur þú aukið líkurnar að fá stefnumót umtalsvert ef þú ert með rétta bílinn í bakgrunni. Þess má geta að Click4reg sérhæfir sig meðal annars í sölu á gömlum bílnúmerum.

Markmið ESB að fjölga hleðslustöðum til muna

Evrópusambandið telur það raunhæf markmið að fjölga aðgengi að hleðslöðvum um eina milljón fyrir árið 2024 og þrjár milljónir til viðbótar fyrir árið 2029. Þetta eru nauðsynleg og brýn markmið og myndi skapa neytendum aukið sjálfstraust að skipta yfir í nýorkubíla. Áætlun er einnig um að fjölga vetnisstöðvum til muna fyrir 2029.

Honda og Nissan þurfa að draga úr framleiðslunni tímabundið

Japönsku bílaframleiðendirnir Honda og Nissa standa frammi fyrir því að selja yfir 200 þúsund færri bifreiðar á yfirstandi fjárhagsári vegna skorts á hlutum til framleiðslunnar. Ástæðuna fyrir þessu má að einhverju leyti rekja til Covid-19 og eins hafa refsiaðgerðir fyrrverandi stjónvalda í Bandaríkjunum gegn Kínverjum sett strik í reikningin þaðan sem koma hlutir í framleiðsluna hjá Honda og Nissan.

Hyundai Nexo nýorkubíll ársins að mati GQ

Hyundai Nexo er nýorkubíll ársins 2021 að mati breska tímaritsins GQ en þetta var kunngert á verðlaunahátið tímaritsins í London í vikunni. Bíllinn hefur víða fengið góða dóma fyrir frábæra hönnun. Hann er fimm manna vetnisknúinn rafbíll sem búinn er efnarafal sem umbreytir vetni af eldsneytistanki bílsins yfir í rafmagn sem bæði er veitt beint inn á rafmótor bílsins og inn á rafhlöðu hans, þaðan sem rafmótorinn fær einnig nauðsynlega orku til stjórnbúnaðar og aksturs.

Ökunám verður stafrænt frá upphafi til enda

Ákveðið hefur verið að fyrir árslok verði umgjörð fyrir almennt ökunám orðin stafræn frá upphafi til enda. Tekur það til umsókna, ökunámsbóka, upplýsingagáttar fyrir nemendur og ökukennara, ökuskóla, prófa og útgáfu ökuskírteina. Markmiðið er að einfalda ökunámsferlið, fækka snertiflötum milli stofnana og bæta til muna þjónustu við nemendur og ökukennara. Gert er ráð fyrir því að annað ökunám og ökunám til aukinna ökuréttinda fylgi síðan í kjölfarið.

Umferðin að verða svipuð að umfangi

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis þremur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Aukning mældist í einu af þremur mælisniðum en svo virðist sem umferðin á höfuðborgarsvæðinu sé að verða svipuð að umfangi og undanfarin ár þrátt fyrir Covid-19 og fækkun ferðamanna.