Fréttir

FÍB blaðið komið út – stiklað er á stóru í 90 ára sögu félagsins

Þriðja tölublað FÍB 2022 er komið út og er fjölbreytt að vanda. Stendur dreifing yfir þessa dagana til félagsmanna. Blaðið er að venju stútfullt af fréttum, fræðandi og spennandi efni. Veigamikill hluti blaðsins er helgað 90 ára afmæli FÍB.

Smart#1 fékk hæstu einkunn í öryggisprófum Euro NCAP

Smart#1, sem kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes Benz, var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Nýlega fór bíllinn í gegnum öryggisprófanir fyrir Evrópumarkað af evrópsku öryggisstofnunarinnar,Euro NCAP, og hlaut fimm stjörnur hvað öryggi varðar.

Brimborg sækir um heimild til að reisa háhraða rafhleðslustöð

Brimborg hefur sótt um heimild til byggingarfulltrúans í Reykjanesbæ að reisa háhraða rafhleðslustöð við Flugvelli 8 í Reykjanesbæ fyrir allar gerðir rafknúinna ökutækja. Um er að ræða háhraða stöð af nýrri og stærri gerð en áður hefur sést á Íslandi.

Hámarkshraði lækkaður í Reykjavík

Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavík á næsta ári í annaðhvort 30 eða 40 km/klst á götum þar sem hámarkshraði var áður 50 km/klst. Þetta verður gert í þriðja og fjórða áfanga á innleiðinguáhámarkshraðaáætlun borgarinnar sem samþykkt var í apríl 2021.

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu í nóvember

Umferðin í nóvember á höfuðborgarsvæðinu jókst um nærri fimm prósent sem leiddi til þess að met var slegið að því er fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umfeðrin hefur aldrei verið meiri í nóvember en ekki er útlit samt fyrir að met verði slegið í ár en umferðin verður líklegast rétt undir því sem hún var árið 2019 þegar allt 2022 verður gert upp.

Skref í átt að auknu umferðaröryggi

Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega í gær eftir endurbætur og breikkun. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn. Vígðir voru tveir áfangar, tæpir 2 kílómetrar frá Skarhólabraut að Reykjavegi, en framkvæmdirnar eru hluti af verkefnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem gerður var í september 2019.

Hlutfallslega meiri hækkun á minna mengandi ökutæki

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði á dögunum fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Í ákvæði til bráðabirgða í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Umræðan um frumvarpið fer fram þessa dagana á alþingi. Ef frumvarp um fjáraukalög fær að standa óbreytt munu nýir bílar sem menga meira kosta minna um áramót, en umhverfisvænni bílar hækka í verði.

Kia framleiðandi ársins hjá Top Gear

Kia var valinn Framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni og lýkur bílaframleiðandinn þannig árinu á sannkölluðum hápunkti. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.

Umferðarmet á Hringvegi í nóvember

Umferðin á Hringvegi í nóvember jókst um ríflega 11 prósent frá sama mánuði fyrir ári. Umferðin hefur aldrei verið meiri í nóvember. Líklegt er að gott veðurfar hafi leitt til aukinnar umferðar. Útlit er fyrir að umferðin í ár verði um fjórum prósentum meiri en hún var í fyrra samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Ríflega helmingur landsmanna á ónegldum vetrardekkjum

Niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu sýna að ríflega 54% aðspurðra aka á ónegldum vetrardekkjum yfir veturinn og hefur þeim fjölgað um 6 prósentustig á milli ára.