Fréttir

Tesla Model 3 mest seldi rafbíllinn þriðja árið í röð

Tesla Model 3 var söluhæsti rafbíllinn á síðasta ári en þessi tegund seldist í 370 þúsund eintökum. Þetta er þriðja árið í röð sem Tesla Model 3 trónir í efsta sætinu og er uppgangur fyrirtækisins einstakur.Kínverskir rafbílaframleiðendur eru að verða mjög umfangsmiklir á þessum markaði.

Ökumenn sektaðir fyrir nagladekkjanotkun frá og með 11. maí

Í tilkynningu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fljótlega verði farið að sekta ökumenn bifreiða sem eru búnar nagladekkjum.

Umferðin frá áramótum á Hringvegi hefur aukist um nærri 14 prósent

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl mánuði jókst um 37,2 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent frá því í fyrra en dregist saman um tæp sjö prósent frá því sem hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Daimler og Volvo í samstarf um framleiðslu á eldsneytiskerfi

Daimler Truck AG og Volvo Group hafa hafið samstarf um framleiðslu á eldsneytiskerfi fyrir ökutæki sem nota vetni sem eldsneyti. Eldsneytiskerfið er fyrst og fremst hugsað fyrir stóra vetnisknúna atvinnubíla sem ætlaðir eru til lengri ferðalaga. Þessir tveir stóru bílaframleiðendur hafa stofnað til samstarfs sem kallast cellcentric í kringum þessa þróunarvinnu.

BL innkallar Hyundai Kona EV vegna mögulegrar hitamyndunar í háspennurafhlöðu

Hyundai Motor Company hefur tilkynnt BL, umboðsaðila framleiðandans hér á landi, að fyrirhugað sé að skipta um háspennurafhlöður í tilteknum fjölda rafbíla af gerðinni Kona EV sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2018 til mars 2020 í verksmiðjunni í Ulsan í S-Kóreu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Þriðjungi meira ekið í apríl á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum apríl mánuði reyndist nærri þriðjungi meiri en í sama mánuði fyrir ári. Aukningin skýrist af Covid-faraldrinum. Frá áramótum hefur umferðin aukist um ríflega tíu prósent miðað við árið 2020 en dregist saman um tæp fjögur prósent sé tekið mið af árinu 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Jafnvægi að náðst í nýskráningum

Nú liggja sölutölur fyrir í nýskráningum fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins og kemur í ljós að markaðurinn virðist vera að ná jafnvægi. Á fyrstu fjórum mánuðunum ársins voru nýskráningar alls 2.870 en á sama tímabili í fyrra voru þær 2.853 og er það samdráttur sem nemur 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Askja innkallar 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.

Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður

Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Aðeins tók tvo daga að ryðja í gegnum skaflana sem á köflum voru tveir og hálfur metri á hæð. Í fyrra tók verkið fjóra daga og stálið víða fimm metra þykkt.

Úrskurðanefnd Bílgreina

Á síðasta ári var formlega kynnt að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði samþykkt formlega Úrskurðarnefnd bílgreina samkvæmt lögum um frjálsa úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Nú hefur nefndin formlega hafið störf. Úrskurðarnefnd bílgreina tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem samþykktir gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.