20.08.2024
Umfangsmikil könnun á vegum European Alternative Fuels Observatory, EAFO, sem heyrir undir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sjá nánar hér: https://alternative-fuels-observatory.ec.europa.eu/consumer-portal/consumer-monitor, var kynnt í sumar. Könnunin var framkvæmd í 12 aðildarríkjum Evrópusambandsins og leiðir í ljós að Evrópubúar eru almennt jákvæðir gagnvart því að skipta yfir í rafbíl. Um 19.000 neytendur svöruðu könnuninni sem gerir hana að einni umfangsmestu viðhorfskönnun veraldar um rafbílavæðingu.
20.08.2024
Í endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins kemur fram að framkvæmdartíminn verður lengdur um sjö ár. Þetta kom fram í gær þegar endurskoðaður sáttmáli var kynntur þinflokkum stjórnarflokkanna. Þetta hefði það í för með sér að framkvæmdartíminn verði lengdur, hann stæði yfir í 22 ár í stað 15 ára í undirritun sem gerð var 2019.
19.08.2024
Nýr holuviðgerðarbíll af tegundinni Archway Roadmaster var nýverið tekinn í notkun hjá Vegagerðinni. Aðeins einn starfsmann þarf til að stjórna bílnum og er holuviðgerðum stjórnað af ökumanni með stýripinna úr ökumannssætinu.
19.08.2024
Fjórða kynslóð af hinum vinsæla sportjeppa Porsche Cayenne verður 100% rafknúin. Prófanir á fyrstu frumgerðunum eru þegar vel á veg komnar. Porsche mun þó einnig halda áfram að þróa og bjóða uppá tengiltvinn- og bensínútfærslur af Cayenne.
19.08.2024
Skoðanir ökutækja fara fram hjá faggiltum skoðunarstofum á Íslandi. Hugverkastofan hefur með höndum allar tegundir faggildinga, m.a. á skoðunarstofum ökutækja.
19.08.2024
Orka náttúrunnar hefur opnað stórglæsilegan Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir Orku náttúrunnar hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.
09.08.2024
Í nýrri úttekt Eyjunnar á DV.is sem m.a. byggir á gögnum frá FÍB er niðurstaðan sú að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa svikið þjóðina um eðlilega uppbyggingu innviða í áraraðir. Bíleigendur hafa verið skattlagðir langt umfram útgjöld ríkisins til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins. Einungis um þriðjungur skatttekna ríkissjóðs af bílum og umferð hefur runnið til vega á liðnum árum.
29.07.2024
Sjö fimm stjörnu bílar en tveir með þrjár stjörnur
19.07.2024
FÍB er fylgjandi þeirri meginhugsun að bíleigendur greiði í samræmi við afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald er einföld leið til þess. Aftur á móti telur FÍB ekki sanngjarnt að sama gjald sé tekið af léttum sem þungum fólks- og sendibílum, þ.e. bílum undir 3,5 tonnum.
09.07.2024
Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.