Fréttir

Gatnaþrif ganga hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir

Húsagötur í borginni verða sópaðar og þvegnar á næstu vikum. Farið er hverfaskipt um borgina og breytilegt milli ára í hvaða hverfi vinnan hefst. Undir lok síðustu viku var unnið á Kjalarnesi og í þessari viku verður sópað og þvegið í Leitum, Vesturbæ, Árbæ, Selási og Ártúnsholti. Íbúar eru hvattir til að færa bíla úr almennum stæðum til að hreinsunin gangi sem best fyrir sig.

Ýmsar endurbætur standa fyrir dyrum í Hvalfjarðargöngum

Ráðist hefur verið í ýmsar endurbætur í Hvalfjarðargöngum upp á síðkastið en Vegagerðin tók við rekstri ganganna í október 2018. Á næstunni stendur til að að skipta út stikum fyrir LED kantljós, og setja upp nýtt myndbandsvöktunarkerfi.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl var 28 prósentum minni en í apríl í fyrra og hefur aldrei mælst svo mikill samdráttur á svæðinu. Þetta er þó heldur minna en samdrátturinn var á Hringveginum í sama mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi

Óskatak ehf. átti lægsta tilboð í tvöföldun Hringvegar (1) Suðurlandsvegar, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við verktakann. Tilboðið hljóðaði það upp á rétt rúmar 402 milljónir króna og nam 81,9 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Samkvæmt verkáætlun skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020.

Samdrátturinn í umferð á Hringveginum slær öll met

Samdrátturinn í umferð á Hringvegi í apríl slær öll met. Umferðin í mánuðinum drógst saman um nærri 35 prósent sem í sögulegu samhengi er gríðarlega mikill samdráttur. Nú hefur umferðin dregist saman um nærri 18 prósent á Hringveginum frá áramótum sem er líka met. Mest hefur umferðin dregist saman á Mýrdalssandi eða um tæp 80 prósent og verður að leiða lýkur að því að þar muni mestu um ferðamennina af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráningar fyrstu fjóra mánuði ársins 3.268

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins voru alls 3.268 og er um 27% samdrátt að ræða miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þess má geta að nýkráningar í apríl mánuði einum nam alls 372 bifreiðum.

Álagningin enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal

Álagning olíufélaganna er enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal. Í apríl í heild sé álagningin um tíu krónum yfir sögulegri meðalálagningu félaganna. Lækkun olíuverðs skila sér hægt til neytenda og það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum. Þetta er þess sem meðal kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, í Viðskiptablaðinu og bætir við að það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum.

Stór breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá

Ekkert tjón varð þegar tveggja metra djúp og 1,5 metra breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá í vikunni. Snör viðbrögð vegfarenda, Vegagerðarstarfsmanna og verktaka skiptu þar miklu. Vegfarandi kom að holunni og tilkynnti um hana klukkan 15. Búið var að laga veginn sex tímum síðar.

Hyundai Kona EV fékk viðurkenningu frá TopGear

TopGear, bílaþáttur bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, veitti á dögunum rafbílnum Hyundai Kona EV viðurkenningu fyrir besta minni fjölskyldubílinn. Í einkunnagjöfinni var stuðst við reynslu þáttastjórnenda TopGear af 1.600 km ferðalagi á bílnum um fjölmörg Evrópulönd.

Starfshópur geri tillögu að framtíðarlegu Sundabrautar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Vegagerðinni að leiða vinnu starfshóps til að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum munu sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 31. ágúst 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.