04.05.2023
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins eru alls 5.126. Á sama tíma í fyrra voru þær 4.620 þannig að aukningin nemur um 11%. Nýskráningar til almennra notkunar eru 53% og til bílaleiga 46,4%.
03.05.2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.
02.05.2023
Frá og með 8. maí nk. þarf að greiða bifreiðagjöld án milligöngu Samgöngustofu. Ganga þarf frá greiðslu þeirra áður en hægt er að ljúka skráningu eigendaskipta hjá Samgöngustofu.
28.04.2023
FÍB hefur löngum kvartað yfir því að eldsneytisverðs til íslenskra neytenda sé óeðlilega hátt. Vissulega borgum við háa skatta af bensíndropanum. Það eru fáar aðrar neysluvörur hér á landi þar sem um helmingur útsöluverðsins er skattur í ríkissjóð.
28.04.2023
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst fyrrihluta mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum að því fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
27.04.2023
Í fyrra (2022) seldust meira en 10 milljón rafbílar og tengiltvinnbílar í heiminum. Um 60% voru seldir í Kína. Söluaukningin miðað við 2021 var 55%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA). Alls var 14% allra seldra nýrra bíla rafknúnir árið 2022, um 9% árið 2021 og innan við 5% árið 2020.
27.04.2023
Í dag hratt Samgöngustofa með stuðningi VÍS af stað herferðinni „Ekki skúta upp á bak”. Herferðinni er ætlað að á djarfan og skemmtilegan hátt að efla vitund fólks fyrir ábyrgð sinni við akstur rafhlaupahjóla eða rafskúta eins og þær eru kallaðar í herferðinni. Herferðin verður keyrð næstu vikur í ýmsum útgáfum og á margskonar miðlum.
26.04.2023
Nýskráningar fólksbifreiða eru 318 bílum fleiri það sem af er árinu í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá Bílgreinasambandinu.
26.04.2023
Kia Niro Plug-in Hybrid hlaut Red Dot-hönnunarverðlaun í flokknum „Vöruhönnun“. Kia hefur þar með unnið til 28 Red Dot-verðlauna frá árinu 2009.
Red Dot-hönnunarverðlaunin eru ein af eftirsóttustu viðurkenningunum fyrir hönnun. Á hverju ári skoðar dómnefnd sem skipuð er alþjóðlegum sérfræðingum innsendar vörur og metur hönnunargæði og nýstárleika þeirra.
25.04.2023
Fimm vilja taka þátt í samkeppnisútboði Vegagerðarinnar vegna byggingar nýrra brúar yfir Ölfusá. Um er að ræða fimm verktaka, þrjá erlenda, íslenskan í samvinnu við erlendan verktaka og einn íslenskan. Þetta er upphaf útboðsferlisins og í kjölfarið fer fram hæfismat og þeim sem metnir eru hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári.