18.11.2024
Haldin var falleg athöfn við Landspítalann í Fossvogi í gær til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð í umferðinni hér á landi hafa 1624 látið lífið. Dagurinn er jafnframt til að heiðra og færa viðbragðsaðilum hjartanlegar þakkir fyrir starf sitt.
16.11.2024
Ekkert verður af því að frumvarp til laga um kílómetragjald af ökutækjum verði að lögum fyrir áramót eins og stefnt hafði verið að. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið. Þörf sé á frekari greiningu á áhrifum frumvarpsins og auknu samráði.
13.11.2024
Almennt séð á hærra hráolíuverð á heimsmarkaði að leiða til hærra bensín- og dísilolíuverðs á íslenskum markaði og fræðilega ætti lægra heimsmarkaðsverð að skila ódýrara eldsneytisverði til íslenskra neytenda. En það eru fleiri breytur sem hafa áhrif á hvað við borgum þegar við fyllum á bílinn.
11.11.2024
Bílaframleiðendur standa frammi fyrir erfiðum tímum en bílasala hefur dregist mikið saman á þessu ári. Fram hafa komið erfiðleikar hjá Volkswagen sem hefur í hyggju að loka verksmiðjum í Þýskalandi.
11.11.2024
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember. Í ár verður kastljósi dagsins beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni.
08.11.2024
Tímamót urðu hjá lögreglu í síðustu viku þegar fyrsta rafræna ákæran var gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt á stafrænu Íslandi. Breytingar á lögum um meðferð sakamála í sumar gerði lögreglu kleift að fara af stað með þetta starfræna verkefni.
07.11.2024
egagerðin hefur opnað útboð um gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Brúin tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík með afgerandi hætti. Stytta ferðalengdir og stuðla að því að draga úr umferðarálagi á vegum.
06.11.2024
Snjóruðningur og viðbúnaður við neyðartilvikum á sænskum vegum á að virka mun betur í vetur að sögn umferðarstofnununar þar í landi. Ný aðgerðaáætlun hefur verið útbúin eftir harða gagnrýni frá síðasta vetri.
06.11.2024
Rannsóknir á tilraunaútlögn malbiks frá í sumar sýna að útlögn blönduð lífbindiefni uppfyllir allar kröfur um hemlunarviðnám. Að auki stóðst það bæði hjólfarapróf og prófanir á nagladekkjaáraun. Með því að blanda lífbindiefni í hefðbundið bik gæti heildarkolefnissparnaðurinn numið 4675 tonnum CO2eq. á ári (í meðalári)
30.10.2024
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hyggst loka að minnsta kosti þremur verksmiðjum í Þýskalandi. Þessi ráðstöfun hefði það í för með sér að tugþúsundum starfsmanna verður sagt upp störfum. Afkastageta verksmiðja sem eftir verða í stærsta hagkerfi Evrópu verður minnkuð til muna. Þetta er mun víðtækari endurskipulagning en búist var við.