Fréttir

Olían heldur áfram að lækka

Olíuverð heldur áfram að lækka en í morgun fór verð á hráolíu á Asíumarkaði í 14,80 dollara tunnan. Ekki svona lágt verð hefur verið á heimsmarkaði í yfir 20 ár. Brent Noðursjávarolía lækkaði á sama tíma um þrjá dollara tunnan og kostar nú 27 dollara.

Fjárskortur afsakar ekki vanrækslu veghaldara

Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins sem tengist skorti á fjárveitingum frá stjórnvöldum er ástæða slæms ástands vega víða um land. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegum. Auknar fjárheimildir til uppbyggingar og viðhalds duga ekki til að mæta vanrækslu liðinna ára.

Hreinsun gatna og stíga

Vinna við hreinsun á götum og stígum er komin á fullan skrið í Reykjavík. Byrjað var nokkru fyrir páska, en veður setti strik í reikninginn því götusópar geta ekki unnið þegar hitastig er við frostmark. Unnið var á skírdag og annan í páskum til að vinna upp daga sem féllu út af því kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg

Þýskar bílaverksmiðjur fara hægt af stað

Þýskir bílaframleiðendur, þar á meðal Volkswagen og Mercedes Benz, munu að hluta til opna verksmiðjur sínar í Þýskalandi í næstu viku. Í byrjun verður aðeins unnið á einni vakt og farið eftir ströngustu fyrirmælum stjórnvalda. Stjórnvöld segir baráttuna við kórónaveiruna halda áfram, ekki megi sofna á verðinum en ákveðið hefði verið að verlanir opni í næstu viku og skólar 4. maí.

Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Samkvæmt laganabókstaf eru nagladekk eru bönnuð frá og með deginum í dag, 15. apríl, nema aðstæður gefi tilefni til annars.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við FÍB í morgun að ökumenn gætu verið rólegir í byrjun og fyrst um sinn yrði engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun.

Enn dregur úr umferð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 15 var heldur minni en í vikunni áður og heldur því áfram að dragast saman í samkomubanninu. Mismunandi tímasetning páska spilar líka eflaust inní, en umferðin þar sem hún hefur dregist mest saman, á Hafnarfjarðarveginum, en innan við helmingur þess sem hann var í sömu viku fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Renault hættir sölu fólksbíla í Kína

Þegar bílaverksmiðjur í Kína eru smám saman að hefja starfsemi að nýju hefur franski bílaframleiðandinn Renault ákveðið að hætta sölu fólksbíla í landinu. Þess í stað á að fara af meira krafti í framleiðslu á rafbílum og minni atvinnubílum.

Annar áfangi af breikkun milli Hveragerðis og Selfoss

Vegagerðin og Íslenskir Aðalaverktakar skrifuðu í dag undir verksamning vegna annars áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið er unnið í beinu framhaldi af fyrsta áfanga sem lauk í fyrra og er um að ræða ríflega 7 km kafla.

Hlutdeild einstaklinga í nýskráningum hefur vaxið

Í marsmánuði voru alls 1.165 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 5,3% færri en í sama mánuði 2019. Hafa nú alls 2.784 bílar verið nýskráðir frá áramótum, 317 færri en á sama tímabili í fyrra og nemur samdrátturinn 10,2 prósentum.

Sami samdráttur í umferðinni tvær vikur í röð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti verið búin að ná einhverskonar jafnvægi í kjölfar afleiðinga kórónuveiru faraldurins með tilheyrandi fækkun ferðamanna og samdrætti almennt í efnahagslífinu. Umferðin hefur dregist gríðarlega saman en samdrátturinn í viku 14 er eigi að síður nú sá sami eða nánast sá sami og vikunni á undan, viku 13.