Fréttir

Fyrsti 100% rafbíllinn frá Mazda með 5 stjörnur í öryggisprófun EURO NCAP

Nýi hreini rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP. Öryggisstofnunin kynnti nýverið til sögunnar nýjar prófunaraðferðir þar sem auknar kröfur eru gerðar til öryggisbúnaðar og aðstoðarkerfa bíla. Mazda MX-30 rafbíllinn undirgekkst nýjasta prófið og hlaut frábæra einkunn eða 91 stig fyrir öryggi bílstjóra og farþega þegar kemur að öryggi í árekstri að framan og á hlið.

Iðgjaldaokrið á bara eftir að aukast

Íslensku tryggingafélögin hafa löngum okrað á bílatryggingum, sérstaklega ábyrgðartryggingum ökutækja. Samanburðarkönnun FÍB á iðgjöldum bílatrygginga á Norðurlöndunum staðfestir þetta. Íslensku iðgjöldin eru 50-100% hærri en hjá norrænum frændum vorum.

Að lækka hraðann í 30 km kallar á tímatafir og meiri mengun

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, hefur lagt til að há­marks­hraði í þétt­býli verði lækkaður niður í 30 kíló­metra á klukku­stund. Þingmaðurinn segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Í þéttbýli er hámarkshraði 50 km/klst nema skilti gefi annað til kynna. Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, hefur lagt til að há­marks­hraði í þétt­býli verði lækkaður niður í 30 kíló­metra á klukku­stund. Þingmaðurinn segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur, sagði á sídegisþættinum á Bylgjunni, að þetta væri einhver vanhugsaðasta tillaga sem hafi heyrt lengi.

Er einhver munur á bílatryggingum milli Norðurlandanna annar en iðgjöldin?

Eins og fram hefur komið gerði FÍB samanburðarkönnun á iðgjöldum bílatrygginga hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Til að fá sem nákvæmastan samanburð var miðað við sams konar bíla og fjölskyldustærðir í öllum löndunum. Leitað var eftir iðgjöldum ábyrgðartrygginga og kaskótrygginga og var haft samband við stærstu tryggingafélögin í hverju landi. Könnuð voru iðgjöld í fjórum stórborgum og svo Reykjavík.

Aukin umferð á milli vikna

Umferðin í síðustu viku reyndist næri fjórum prósentum meiri en í vikunni þar á undan á höfuðborgarsvæðinu og virðast því áhrif sóttvarnaraðgerða minnka eftir því sem frá líður, a.m.k. hvað umferð varðar. Umferðin er eigi að síður mun minni er í sömu viku fyrir ári og munar þar 16,5 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut - fjórar akreinar í gegnum Hafnarfjörð

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019.

Spikfeit tryggingafélögin fá aldrei nóg af peningum bíleigenda

Samanburður FÍB á iðgjöldum bílatrygginga á Norðurlöndunum sýnir svart á hvítu hversu langt íslensku tryggingafélögin ganga í iðgjaldaokrinu. Nánar er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.

Verum bjartsýn og sýnileg í skammdeginu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land.

Bílatryggingar mun dýrari á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Bílatryggingar eru 50-100% dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt samanburði sem FÍB gerði í október. Ítarlega er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.

Raf- og tengiltvinn bílar vinna mikið á

Þegar um fimm vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 8.369 sem gerir um 24% færri skráningar miðað við sama tímabil á síðasta ári. Um 75% sölunnar er til almennra notkunar og til bílaleiga rúmlega 23%. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru nýskráningar 361. Þetta kemur fram í gögnum frá Bílagreinasambandinu.