Fréttir

Askja og Brimborg innkalla 42 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni. Viðgerð er fólgin í uppfærslu á stjórnkerfi og útskiptum á handbók.

Mikil aukning í sölu á rafbílum hjá Brimborg

Brimborg hefur það sem af er ári afhent og forselt 92 Peugeot rafbíla eða tengiltvinn rafbíla en á sama tíma í fyrra var enginn rafmagnaður bíll í boði frá Peugeot. Árið 2020 er vendiár í framboði og sölu Peugeot rafbíla.

Hyundai vann til tvennra verðlauna

Á verðlaunahátíð Future Mobility of the Year (FMOTY) sem fram fór í Seol í Kóreu í lok júlí hlaut Hyundai tvenn verðlaun fyrir hugmyndir sínar á sviði framtíðarsamgangna; annars vegar fyrir vetnisknúna flutningbílinn Neptúnus og hins vegar rafknúna hlaupahjólið e-Scooter sem Hyundai veltir fyrir sér að bjóða með öllum nýjum fólksbílum fyrirtækisins.

Tæplega sex þúsund nýskráningar

Það sem af er þessu ári eru nýskráningar alls 5.954 sem er um 33% færri skráningar en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild bensíbíla er um 26%, dísilbíla um 22,5% og rafmagnsbíla 20,3%. Hybrid og tengiltvinnbílar koma síðan í sætum þar á eftir.

Aukning í sölu á rafmagni á hleðslustöðvum


Kia bætir við rafbílum

Kia Motors ætlar sér áfram sér stóra hluti í rafbílavæðingunni. Kia mun bæta við rafbíl og tengiltvinnbílum í bílaflotann á næstunni.

Brimborg innkallar nokkrar tegundir Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017.

Ábendingar til ökumanna áður en haldið er út í umferðina

Verslunarmannahelgin hefur í gegnum árin verið ein mesta ferðahelgi ársins. Kórónuveiran og veðurspá fyrir helgina í ár mun sennilega draga verulega úr umferðarþunga á vegum landsins. Tilmælin frá almannavörnum um að fara sér hægt yfir helgina munu draga úr umferð og flestir verða heima í rólegheitum í faðmi fjölskyldu og vina. Líkt og alltaf beinir FÍB því til ökumanna sem ætla að vera á ferðinni að gefa sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina. Munið að taka enga áhættu með framúrakstri, stillið hraðanum í hóf og spennið beltin. Markmiðið er að njóta ferðalagsins og tryggja að allir komi frískir á áfangastað.

Oddný Harðardóttir greiddi atkvæði gegn veggjaldafrumvarpi samgönguráðherra

Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir voru samþykkt sem lög frá Alþingi 29. júní sl. Alls greiddu 55.6% þingmanna atkvæði með frumvarpinu, 30,2% greiddu ekki atkvæði, 8 þingmenn voru fjarverandi en aðeins einn þingmaður, Oddný Harðardóttir 6. þingmaður Suðurkjördæmis, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.

Sjálfkeyrandi bílar, raunveruleiki eða fjarlægur draumur?

Í nýjasta FÍB blaðinu er áhugaverð grein um sjálfkeyrandi bíla eftir Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur vélaverkfræðing sem vinnur hjá Bosch í Þýskalandi við hugbúnaðarþróun fyrir sjálfkeyrandi bíla. Það er ánægjulegt að ungur íslenskur verkfræðingur sé hluti af einu fremsta sérfræðingateymi veraldar við nýsköpun og þróun sjálkeyrandi bíla.