Fréttir

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af C-Class, CLK, E-Class og CLS gerð. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líming á topplúgu sé ófullnægjandi.

Eldsneytissala dregst verulega saman

Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. Samkomubann var sett á 4. mars 2020, en í aðdraganda þess var sala eldsneytis um 8% hærri en meðal salan í mars 2019. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

FÍB-Aðstoð - gott að komast af verkstæðinu og hjálpa fólki

Á annan áratug hefur Erlingur Gíslason sinnt FÍB Aðstoð á Hellu og á svæðinu þar um kring. Erlingur segir starfið vera skemmtilegt og gefandi í hinum ýmsu aðstæðum sem koma upp. Flest útköll fara í að aðstoða erlenda ferðamenn yfir sumartímann og þá aðallega í bilunum sem upp koma. Gríðarleg umferð ferðamanna fer um Hellu.

Tímabundið fjárfestingarátak samþykkt

Þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak var samþykkt á Alþingi um síðustu mánðarmót Heildarfjárheimild til átaksins er alls 17.936 milljónir sem skiptist á nokkra verkefnaflokka. Til samgöngumannvirkja á að verja 6.506 milljónum kr. og af þeim fara 5.660 milljónir króna í verkefni hjá Vegagerðinni.

Eldsneytisverð lækkar lítilega hér á landi

N1 lækkaði um kl. 10:00 í morgun algengasta lítraverðið á bensíni um 3 krónur eða í 213,90 krónur. N1 lækkaði einnig ódýrasta verðið á stöðinni við Skógarlind í Kópavogi niður í 187 krónur. Dísilolíuverðið lækkaði á sama tíma hjá N1 um tvær krónur á lítra. Algengasta verðið er 212,40 krónur en ódýrast við Skógarlind, 186 krónur á lítra. Það munar því 26.90 krónum á algengasta bensínverðinu og 26,40 krónum á algengasta dísilverðinu hjá N1 og besta verðinu sem félagið býður viðskiptavinum sínum.

Miklar hræringar á olíumarkaði

Verð á banda­rískri hrá­ol­íu, West Texas In­ter­media­te, sem af­henda á í næsta mánuði lækkaði umtalsvert í gær. Ekki er um að ræða Brent-olíu sem notuð er á evr­ópsk­um mörkuðum. Ástæðuna má rekja til minni notkunar á olíu í flugi almennt og ennfremur í siglingum og í akstri vegna kórónafaraldursins. Verð á tunnunni var komin undir tíu dollara.

Lítilsháttar aukning í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku

Umferðin um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 16, var svipuð og umferðin fyrir tveimur vikum. Lítilsháttar aukning er frá síðustu viku en breytileg tímasetning páska á milli ára gerir samanburð erfiðan. Fróðlegt verður að sjá hvort að umferðin næstu tvær vikur haldi áfram að aukast þótt lítið sé og þá einnig hvað gerist eftir 4. maí. Þetta er þess sem m.a. kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hrun í bílasölu í Evrópu

Hvert sem litið er hefur bílasala í Evrópu dregist gífurlega saman. Bara í mars einum drógst bílasala saman um 85% á Ítalíu og í Frakklandi um 72% og þessi samdráttur er allur rakinn til kórónafaraldursins. Nýskráningar í Frakklandi numu rúmlega 60 þúsund bíla og hafa aðrar eins tölur ekki sést.

Olían heldur áfram að lækka

Olíuverð heldur áfram að lækka en í morgun fór verð á hráolíu á Asíumarkaði í 14,80 dollara tunnan. Ekki svona lágt verð hefur verið á heimsmarkaði í yfir 20 ár. Brent Noðursjávarolía lækkaði á sama tíma um þrjá dollara tunnan og kostar nú 27 dollara.

Fjárskortur afsakar ekki vanrækslu veghaldara

Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins sem tengist skorti á fjárveitingum frá stjórnvöldum er ástæða slæms ástands vega víða um land. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegum. Auknar fjárheimildir til uppbyggingar og viðhalds duga ekki til að mæta vanrækslu liðinna ára.