Fréttir

Gömlum mengandi bílum beint frá miðborgum víða í Evrópu

Til að stemma stigu við aukna mengun í mörgum stórborgum Evrópa hefur verið gripið til margs konar ráða. Ein þeirra er að útiloka gamlar bifreiðar sem menga meira en eðlilegt getur talist frá svæðum í og við miðborgir . Borgaryfirvöld í París, London og Stokkhólmi tóku ákvörðun um þetta fyrir tveimur árum og er árangurinn þegar farinn að koma í ljós. Nú hafa borgaryfirvöld í Madríd ákveðið að grípa til sömu aðgerða til að sporna við aukinni mengun sem er töluverð nú þegar.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fimmtudaginn 11. apríl nk. og hefst kl. 15.00. Fundarsalur: Hylur, 1. hæð.

Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði; Hringtorg Flatahraun / Fjarðarhraun / Bæjarhraun, hringtorg Reykjanesbraut / Lækjargata og gatnamót við Kaplakrika (Reykjanesbraut / Fjarðarhraun). Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018.

Reglur um hraðakstur í Evrópu koma til framkvæmda 2022

Reglugerð sem lítur að hraðakstri í Evrópu mun koma til framkvæmda 2022. Evrópusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í vikunni. Málið hefur verið lengi til umræðu í Brussel en skiptar skoðanir hafa verið um þetta mál í samgöngudeild bandalagsins.Allir bílar sem koma á götuna frá 2022 verða útbúnir ákveðnum tæknibúnaði sem koma á í veg fyrir hraðakstur. Um bráðabirgðareglugerð er að ræða til 2024.

Rafbílar hvergi vinsælli en í Noregi

Sala á rafbílum gengur hvergi betur en í Noregi og slagar fjöldi þeirra nú hátt í 150 þúsund talsins. Fyrsti Nissan Leaf kom á götuna í Noregi 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Undir lok síðasta árs náði Nissan þar merkum áfanga en nú hafa fimmtíu þúsund Nissan Leaf verið seldir þar í landi, þar af yfir 15 þúsund á síðasta ári. Langflestir Nissan Leaf bílar seldust í mars það ár, hátt á þriðja þúsund.

Árið 2018 var að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi

Árið 2018 var að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi. Flestir mælikvarðar batna frá árinu áður sem aftur var að mestu leyti betra en árið 2016. Árið 2016 var hins vegar sérstaklega slæmt ár í umferðinni og samanburður við árin þar á undan er ekki sérlega hagstæður fyrir árið 2018. Fjöldi látinna árið 2018 var 18 manns og eru nú komin fjögur ár í röð þar sem fjöldi látinna er 16-18 en árin þar á undan var fjöldi látinna iðulega minni. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi 2018.

Bættar upplýsingar úr ökutækjaskrá

Bílgreinasambandið (BGS) á og rekur vefsíðuna www.raunverd.is, en hún veitir almenningi aðgang að upplýsingum úr annars vegar gagnagrunni BGS yfir raunskráningar á söluverðum notaðra bifreiða og hins vegar að upplýsingum úr ökutækjaskrá.

Að ýmsu að hyggja við kaup á nýjum eða notuðum bíl

Eins og flestir hafa reynt eru töluverðar fjárhæðir í húfi þegar þegar ákvörðun hefur verið tekin um kaup á nýjum bíl. Í þessum viðskiptum er mikilvægt að vanda bæði valið og reyna að komast að samkomulagi um sem best kjör. Ef kaupandinn tekur sér góðan tíma og skoðar þá möguleika sem í boði eru er oft hægt að fá afslátt eða kaupauka.

Áróður fyrir Borgarlínunni hefur gengið út í hreinar öfgar

Í aðsendri grein um umferðarskipulag, borgarlínu og alþjóðlegar fyrirmyndir sem birtist Kjarnanum segir Þórarinn Hjaltason, umhverfisverkfræðingur, að í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sé gert ráð fyrir allt of dýru hraðvagnakerfi (Borgarlínan). Áróður fyrir Borgarlínunni hefur gengið út í hreinar öfgar. Í stjórnmálum eru þekkt ýmis áróðursbrögð, s.s. takmarkaðar upplýsingar, hálfsannleikur, villandi upplýsingar eða jafnvel hreinar rangfærslur.

Volkswagen stórhuga í framleiðslu á rafbílum

Rafbílar eru í æ meira mæli að ryðja sér til rúms og leggja bílaframleiðendur allt í sölurnar í framleiðslu á þeim á næstu árum. Volkswagen hefur verið ábarendi á þessum markaði á síðustu árum og í yfirlýsingu frá þeim á dögunum ætla Þjóðverjarnir ekkert að gefa eftir á þessu sviði. Öðru nær því þýski bílaframleiðandinn er stórhuga í áætlunum sínum að auk framleiðsluna til muna.