Fréttir

Renault sækir um aðstoð í rekstrarvanda

Bílaframleiðendur eiga við mikinn rekstrarvanda að stríða um þessar mundir sökum kórónaveirufaraldursins. Samdráttur í sölu nýrra bíla er mikill og alveg ljóst að bílaframleiðendur verða í langan tíma að rétta úr kútnum.

Reglugerð sem heimilar stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Útgáfa stafrænna ökuskírteina verður heimiluð samkvæmt drögum að breytingum á reglugerð um ökuskírteini sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 25. maí nk.

Standa þarf rétt að málum þegar gefa á start

Eftir því sem bílar verða fjölbreytanlegri verður öðruvísi að gefa eða þiggja start en það var áður, sumt má og annað ekki. Bílar eru flóknari og þetta er stundum orðinn frumskógur að eiga við. Fyrirspurnir um þetta og því tengdu berast í æ meira mæli inn á skrifstofu FÍB. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali við Björn Kristjánsson, tæknimann hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Heimilt að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða

Búið er að heimila það að einstaklingar geti sótt um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við viðgerðir á fólksbifreiðum. Mun þetta eingöngu eiga við um vinnulið reikninga en ekki um varahluti og aðra íhluti sem notaðir eru í viðgerðina.

Umferðin smám saman að færast í fyrra horf

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 20, er farin að nálgast mjög þá umferð sem var í sömu viku fyrir ári síðan og virðist því sem rýmkun á samkomubanni vegna Covid-19 leiði hratt til aukningar á umferðinni frá því hún varð minnst.

Lögreglan beitir viðurlögum frá 20. maí séu ökutæki á negldum dekkjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun um miðja næstu viku eða frá og með 20. maí beita viðurlögum séu ökutæki enn á negldum dekkjum í umferðinni.

Veggjald lækkar í Vaðlaheiðargöngum

Frá og með 1. júní 2020 verður gerð einföldun og lækkun á innheimtu veggjalds fyrir þá sem keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá ökutækin sín af því fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðilum ganganna.

Mikill samdráttur hjá bílaframleiðendum að koma í ljós

Margir bílaframleiðendur hafa nú í vikunni verið að birta afkomutölur og spár fyrir næstu mánuði. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að búist er við miklum samdrætti. Hans er orðið þegar vart en ljóst er að það mun taka bílaiðnaðinn almenn nokkurn tíma að rétta úr kútnum.

Askja innkallar 115 Mercedes -Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin. Komi það fyrir er hætta á því að bremsuslöngurnar rofni og fari að leka.

Kia stórhuga á rafbílamarkaði á næstu árum

Bílaframleiðandinn Kia ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaðnum á næstu árum. S-Kóreska fyrirtækið upplýsti framtíðaráform sín á þessum markaði í vikunni og kom ennfremur fram að bílaframleiðandinn ætlar að taka sér leiðandi stöðu á þessum vettvangi.