Fréttir

Olía losuð í Hvalfirði á tímum lágs olíuverðs

Eftirtektasamur félagsmaður á ferð um Hvalfjörðinn laust eftir miðnætti í fyrrakvöld tók eftir því að birgðarskip var að leggjast að olíubryggjunni í firðinum. Það vakti athygli félagsmannsins að sjá skipið leggjast að á þessum tímum þegar heimsmarkaðsverð á olíumörkuðum er í sögulegu lágmarki. Það vekur óneitanlega athygli að birgðarskip komi inn í Hvalfjörðinn og losi olíu sem almennt eru ekki birgðargeymslur olíufélaganna.

Framkvæmdir við Reykjanesbraut í fullum gangi

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir COVID-19. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl.

Kia framlengir ábyrgðartíma

Kia hefur framlengt ábyrgðartíma allra ökutækja með upphaflegri 7 ára ábyrgð frá Kia sem hefði runnið út milli 1. febrúar til og með 31. maí 2020. Þetta er gert vegna ástands sem skapast hefur vegna COVID 19.

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum í dag.

Askja innkallar A-Class vegna Takata loftpúða

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 93 Mercedes-Benz A-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að við ákveðin loftslagsskilyrði gætu loftpúðar frá Takata ekki virkað sem skyldi.

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni kom út í maí 2019. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi allra vegfarenda.

Svipaður samdráttur í umferðinni helst áfram

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var svipuð í nýlíðinni viku (viku 17) og vikunni þar áður (viku 16) en enn gerir mismunandi tímasetning páska samanburð á milli ára erfiðan. Samdrátturinn nemur tæpum 20 prósentum. Þessi vika mun segja betri sögu af samanburðinu við síðasta ár en þær tölur verða birtar eftir viku af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Tunnan á Norðursjávarolíu rétt undir 20 dollurum

Miklar sviptingar hafa verið á olíumörkuðum síðustu vikurnar sem að mestu er rakið til kórónuveirufaraldursins. Eftirspurnin hefur farið niður úr öllu valdi og hafa tölur í því sambandi ekki sést um árabil.

Nýskráningar fólksbíla alls 3.141 það sem af er á árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 3.141. Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru nýskráningar um 3.800. Sala á nýjum bílum i apríl var með rólegra móti.

Skráningar- og skoðunarskylda eftirvagna

amgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um að taka út ákvæði í nýjum umferðarlögum um skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna. Þetta virðist gert að undirlagi Samgöngustofu. FÍB telur það veigamikið öryggisatriði að skrá og hafa eftirlit með ástandi léttra eftirvagna.