Fréttir

Jaguar Land Rover prófar nýstárlegt endurvinnsluferli

Gert er ráð fyrir að árið 2050 nemi plastúrgangur heimsins um tólf milljónum tonna. Jaguar Land Rover hefur nú ákveðið að prófa nýstárlegt endurvinnsluferli í samvinnu við efnavöruframleiðandann BASF og er markmiðið að endurvinna plastúrgang frá breskum heimilum, sem annars væri brennt eða urðað, í hina ýmsu íhluti sem nú eru úr áli, koltrefjum eða stáli í bílaframleiðslu Jaguar Land Rover.

Ný stöðubrotsgjöld með nýjum umferðarlögum

Bílastæðasjóður vill vekja athygli á því að ný umferðarlög tóku gildi um áramótin. Helsta breytingin í nýjum lögum hvað varðar eftirlit stöðuvarða og lögreglu er sú að við ákvæðum sem áður voru sektir við skal nú setja setja stöðubrotsgjald.

Sundurliðun ábótavant við tilboðsgerð tryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2019 athugun á því hvernig vátryggingafélög („félögin“ hér eftir) sundurliða kostnað og afslætti vátrygginga við tilboðsgerð til einstaklinga vegna ökutækjatrygginga og eignatrygginga (þ.e. bruna- og innbústrygginga). Niðurstöður lágu fyrir í nóvember 2019 og birt hefur verið á vef Seðlabanka Íslands.

Fleiri tilvik um kílómetrasvindl hafa komið upp

Í dag er ár síðan bílaleigan Procar viðurkenndi að hafa lækkað kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir. Það var eftir að Kveikur fjallaði um gögn sem sönnuðu mælasvindlið yfir fimm ára tímabil. Eftir það hafa komið upp níu sambærileg dæmi, ótengd Procar.

Fleiri Evrópulönd að banna reykingar í bílum

Frá og með árinu 2021 tekur í gildi reglugerð í Belgíu er varðar reykingar í bílum. Reglugerðin lítur að því að með öllu verði óheimilt að reykja í bílnum þar sem í eru ófrískar konur og börn undir 18 ára aldri. Svipaðar reglugerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum Evrópulöndum eins og í Frakklandi, Ítalíu og Austurríki.

Samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í nýliðnum janúarmánuði dróst saman um 1,6 prósent frá sama mánuði fyrir árið síðan. Þetta er þó mun minni samdráttur en á Hringveginum í janúar. Líklegt er að veður hafi mun minni áhrif á höfuðborgarsvæðinu enda var vegum lokað víða á Hringvegi um skemmri og lengri tíma í mánuðinum.

Suzuki bílar ehf innkalla 275 Suzuki Grand Vitara

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999.

Þema dagsins er öryggi fólks í umferðinni

112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag, þriðjudaginn 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi fólks í umferðinni.

Yfir 16% hærra bensínverð hjá sama félagi - álagning eykst

Töluverð sveifla hefur verið á olíuverði á heimsmarkaði frá síðustu áramótum. Heimsmarkaðsverð á bensíni var nú í byrjun febrúar komið niður um ríflega 11% miðað við áramótaverðið. Að teknu tilliti til veikingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal þá er lækkunin um 10%.

Mikill samdráttur í umferð á Hringvegi í janúar

Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.