Fréttir

Barátta fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum skilaði árangri

Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum lækkaði í vikunni eldneytisverð á Fitjum um 5 kr. á lítrann og með lykli frá fyrirtækinu fást 10 kr. Í viðbót. Skömmu eftir lækkunina í morgun svaraði Olís með sömu lækkun. Orkan svaraði aftur með aðeins meiri lækkun í kjölfarið að því fram kemur á vefmiðli Víkurfrétta.

Samdráttur í nýskráningum 9,4% það sem af er árinu

Þegar 14 vikur eru liðnar af árinu eru nýskráningar orðnar 2.408. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 2.658 og er þetta samdráttur upp á 9,4%. Er þetta töluvert minni samdráttur en vikunum þar á á undan sem gefur kannski fyrirheit um að bílasala er að rétta úr kútnum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort það verði reyndin. Bílagreinasambandið tók þessar tölur saman.

Gjaldskylda á bílastæðum tekin upp í miðbæ Akureyrar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars. Tvö gjaldsvæði verða þar sem nú eru gjaldfrjáls klukkustæði, verkefnahópur sem vann að undirbúningi breytinganna leggur til að 200 krónur muni kosta að leggja í klukkustund á öðru svæðinu en 100 krónur á hinu. Embættismönnum bæjarins hefur verið falið að útfæra tillögur, m.a. um gjaldskrá.

Gríðarleg gosumferð á Suðurstrandarvegi

Umferðin um Suðurstrandarveg eftir að hann opnaði eftir að gos hófst í Geldingadölum 19. mars jókst um nærri 500 prósent. Einnig hefur veirð mikil aukning á umferð um Grindavíkurveg og Reykjanesbraut þær fjórar vikur sem gosið hefur staðið og skýrist af gríðarlegur áhuga á að heimsækja gosstöðvarnar.

Sjö manna rafknúinn jepplingur frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz heimsfrumsýndi hinn nýja rafbíl EQB um helgina. EQB er hreinn rafbíll og fimmti bíllinn sem Mercedes-Benz kynnir á stuttum tíma undir merkjum Mercedes-EQ. Nú á dögunum voru bæði EQA og EQS frumsýndir. Fyrsti rafbíll Mercedes-Benz var EQC, þá kom fjölnotabíllinn EQV og enn fleiri bílar undir merkjum EQ eru væntanlegir á næstunni m.a. EQE, sem og jeppaútfærslur af EQE og EQS.

Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Tími nagladekkjanna er liðin en samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími runninn upp að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Umferðin á Hringveginum að aukast

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.

Færð og veður - beint í bílinn

Færð og veður – beint í bílinn var heiti morgunfundar Vegagerðarinnar sem var í beinu streymi í morgun. Þar var kynnt hvernig upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum en Vegagerðin hefur nú hafið útgáfu þessara upplýsinga á DATEXII (Datex2) staðli Evrópusambandsins.

Eðlilegast að bera lækkun umferðarhraða undir í kosningum svo fólk hefði val

Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Fram kemur í fréttabréfi borgarstjórans að þetta séu mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera.

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu mun meiri en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars var miklu meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan, eða nærri 25 prósentum meiri. En hinsvegar rúmu prósenti minni en árið 2019. Heldur meiri takmarkanir voru í gangi stærstan hluta mars í fyrra en í ár. Draga má þá ályktun að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því, meiri en í byrjun faraldurs en heldur minni en fyrir hann að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.