16.05.2024
Brimborg Bílorka opnaði nýlega tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið.
16.05.2024
Af um 2,8 milljónum fólksbíla á norskum vegum er fjórðungur nú rafknúinn. Það gerir Noreg einstakt í heimssamhengi. Ekkert land í heiminum er með jafn hátt hlutfall rafknúinna ökutækja. Alls eru rafbílar um 715.000, aðeins fimmtíu þúsund færri en skráðir bensínbílar í Noregi.
14.05.2024
Vodafone á Íslandi hefur náð samning við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með því að nota hlutanetstækni (IoT). Þeir markaðir sem að hafa náð samningum við Vodafone Group um að bjóða viðskiptavinum að tengjast interneti í bílum eru Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Monakó, Slóvenía og Ísland.
13.05.2024
Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Búið er að stinga í gegnum skaflana sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra háir. Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.
08.05.2024
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum aprílmánuði reyndist ríflega tólf prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári síðan. Aldrei hafa fleiri ökutæki farið um mælisnið Vegagerðarinnar í apríl. Nýtt met hefur þannig verið slegið. Umferðin frá áramótum hefur aukist um fimm prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
08.05.2024
Um síðustu áramót voru samþykkt lög um kílómetragjald sem kveða á um að af bíl sem knúinn er rafmagni eða vetni verði greitt kílómetragjald að fjárhæð sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra, en kílómetragjald af tengilbifreið verður tvær krónur á kílómetra. Á sama tíma voru felldar úr gildi skattaívilnanir vegna rafbíla. Það sem af er árinu hefur nýskráningum fólksbíla fallið um helming og þá alveg sérstaklega í rafbílum.
07.05.2024
Í ársskýrslu slysaskráningar umferðaslysa sem Samgöngustofa gefur út kemur fram að átta létust í umferðarslysum árið 2023. 229 slösuðust í alvarlegum umferðarslysum á síðasta ári en árið 2022 voru þeir 195. Samanlagður fjöldi látinna og alvarlega slasaðra er 237 og hefur aldrei verið meiri á þessari öld að því er fram kemur í skýrslunni. Áætlaður kostnaður við öll umferðarslys á síðasta ári er að mati Samgöngustofu 78,3 milljarðar króna.
07.05.2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur þá ökumenn, sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.
07.05.2024
Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl jókst um 1,8 prósent sem er heldur minni aukning en mánuðina þar á undan. Eigi að síður hefur aldrei mælst meiri umferð á Hringveginum í aprílmánuði. Frá áramótum hefur umferðin aukist um nærri sjö prósent sem er mikil aukning að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
06.05.2024
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir það hafa aukist undanfarið að tryggingafélög sæki á nýja bílaeigendur vegna skulda fyrri eiganda. Óformlegt samkomulag hafi verið gert árið 2020 en það sé ekki virt lengur. Þetta kom fram í máli Runólfs í samtali við fréttastofu ríkissjónvarpsins.