21.09.2022
Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 12.539. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.353 og nemur aukningin um 34.1%. Bílaleigur eru með 52,5% í nýkráningum á markaðnum og bílar til almennra notkunar er 46,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.
20.09.2022
Hæsti hraði sem mældist með sjálfvirku hraðaeftirliti árið 2021 var 166 km/klst. Yfir fjörutíu þúsund hraðabrot voru skráð það ár og þar af um 19 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Átta nýjar meðalhraðamyndavélar voru teknar í notkun við árið 2021. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar.
20.09.2022
Þegar horft er til heildarfjölda þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni í fyrra hefur „óvörðum vegfarendum“ fjölgað mjög mikið. Óvarðir vegfarendur er samheiti yfir þá vegfarendur sem eru gangandi og hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum.
16.09.2022
Natalie Robyn hefur verið ráðin í nýja stöðu sem leiðandi alþjóðlegur framkvæmdastjóri Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, og mun hún hefja störf á næstunni. Natalie á að baki 15 ára reynslu í bíla- og viðskiptum tengdum bílaiðnaðinum. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum hjá Nissan, Volvo og DaimlerChrysler.
15.09.2022
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir fyrirhugaðar skattahækkanir á rafbíla munu hafa mikil áhrif á eftirspurn. Þegar svona breytingum er slengt fram með litlum fyrirvara skapast einhvers konar gullgrafaratilfinning hjá mörgum að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
14.09.2022
Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng.
13.09.2022
Bifreiðakostnaður landsmanna hækkar verulega á næsta ári þegar bensín- og kolefnisgjöld hækka, bifreiðagjald hækkar, nýtt gjald verður sett á rafmagnsbíla og vegtollar koma til framkvæmda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB segir þetta alltof langt gengið
13.09.2022
Áætlað er að verð á rafbílum hækki á bilinu 600 þúsund til milljónar á næsta ári. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gangrýnir harðlega óform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum.
12.09.2022
Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á fundi í dag kom m.a. fram að nýtt 5% lágmarksvörugjald verður sett á bifreiðar á næsta ári og mun þá fullur afsláttur vegna rafmagnsbíla vera úr sögunni
12.09.2022
Rafbílar eru nú vinsælasti kostur kaupenda þegar sala á nýjum bílum er skoðuð á síðustu átta mánuðum ársins. Ef horft er til seldra fólksbíla þá er Kia söluhæsti rafbíll ársins en alls hafa 356 Kia rafbílar selst á árinu. Tesla er í öðru sæti með 354 selda bíla og Hyundai í því þriðja með 261. Í næstu sætum eru Skoda með 244 bíla selda og Polestar með 228. Þegar talað er um rafbíla er átt við bíla sem aka 100% af sínum akstri á rafmagni.