Fréttir

Ferðamenn þurfa nú að taka öku­próf

Í gær var kynnt sam­starfs­verk­efni Hertz, Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar og Sjóvá um sér­hannað öku­próf fyrir ferðafólk. Verk­efnið gengur út á að allir sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á mynd­band og taka í kjöl­farið ra­f­rænt próf og er bíla­leigu­bíll ekki af­hentur fyrr en leigutaki hefur staðist prófið.

BL ehf. innkallar 109 BMW bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi BMW bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2003. Um er að ræða 109 bifreiðar af 3 series E39 og 5 series E53. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata. Við innköllun eru loftpúðar skoðaðir og skipt um ef þurfa þykir .

Bensíndælum í þéttbýli fækkar á næstu árum

Bensíndælum í Reykjavík verður fækkað um helming til ársins 2030 og árið 2040 verða þær að mestu horfnar, gangi loftslagsáætlun borgarinnar eftir. Olíufyrirtækin hafa breytt áherslum í rekstri, meðal annars til að búa sig undir orkuskiptin. Umfjöllun um þetta málefni kemur fram á vefsíðu ruv.is.

Brimborg innkallar Ford Mustang og Ford GT

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Mustang og Ford GT bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 44 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.

Það var þörf fyrir léttskoðun á markaðnum

Aðalskoðun býður bifreiðaeigendum upp á léttskoðun fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl og vilja ganga úr skugga um að hann sé í góðu standi áður en gengið er frá kaupum. Einnig er hægt að nýta skoðunina til að láta yfirfara bílinn, óháð því hvort verið sé að kaupa eða selja. Skoðunin tekur skamman tíma og er farið yfir stýrisbúnað, hjólabúnað, aflrás og hemlabúnað.

Töluverð andstaða er við innheimtu veggjalda í Noregi

Það er ekki einungis hér á landi að mikil umræðan fer fram gegn veggjöldum heldur eru Norðmenn í sömu málum. Segja má að frændur vorir séu komnir lengra á veg í þeim efnum því að nú bendir flest til þess að samtök sem berjast gegn veggöldum í Noregi bjóði fram víða um land í sveitastjórnarkosningum sem fara þar fram á næsta ári.

Rafbíllinn Jauguar I-Pace heimsbíll ársins

Rafbíllinn sportjeppinn Jaguar I-Pace var kjörinn „Heimsbíll ársins 2019“ (World Car of the Year) við upphaf bílasýningarinnar í New York sem hófst í síðustu viku og stendur til sunnudags. Auk aðalverðlaunanna hlaut I-Pace hönnunarverðlaun ársins, (World Car Design of the Year) og umhverfisverðlaun ársins sem Grænasti bíll ársins 2019 (World Green Car of the Year). Árið 2017 var Jaguar F-Pace kjörinn Heimsbíll ársins.

Erum að svara kallinu um orkuskipti í samgöngum

Nýjasta hlaða ON var opnuð var tekin í notkun á dögunum í Búðardal. Þrátt fyrir ausandi rigningu var Jón Markússon, rafvirki og rafbílaeigandi í Búðardal mættur til að vígja hlöðuna og ganga úr skugga um að allt virkaði eins og það á að gera.

BL innkallar Isuzu og Qashqai

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að fjaðrablöð af aftan brotni við festingar.

Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt með farsímanotkun ökumanna

Eins og kunnugt er tók ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot gildi 1. maí fyrir tæpu ári síðan. Fram að því höfðu sektir fyrir umferðarlagabrot verið óbreyttar í rúm tíu ár. Mörgum fannst þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi.