26.04.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
26.04.2017
Um miðjan maí verður athöfn í Arnarfirði þar sem fyrsta skóflustunga ganganna verður tekin að viðstöddum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóra, sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum og verður hún jafnframt opin almenningi. Fyrsta skóflustungan fer fram við gangamunnann í Arnarfirði og jafnframt verður dagskrá á Hrafnseyri þar sem flutt verða stutt erindi um vegagerð á Vestfjörðum og fleira auk þess sem boðnar verða kaffiveitingar.
25.04.2017
Rafbílaeigendur komu saman á Sumardaginn fyrsta og tóku þátt í hópakstri frá Hyundai umboðinu í Kauptúni að höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi. Á þriðja tug rafbíla óku í bílalest frá Garðabænum upp í Árbæ. Við höfuðstöðvar ON var rafbílaeigendunum boðið í léttar veitingar og Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdarstjóri ON, hélt stuttan fyrirlestur um rafbílavæðinguna og næstu skref ON varðandi hana.
24.04.2017
Á alþjóðlegu bílaverðlaunahátíðinni World Car Award 2017 (WCA) sem fram fór í New York fyrr í mánuðinum hreppti sportjeppinn Jaguar F-Pace tvenn mikilvæg verðlaun því bæði kaus 75 manna dómnefnd tuttugu og fjögurra landa F-Pace bíl ársins; 2017 World Car of the Year, og best hannaða bílinn á árinu; World Car Design of the Year. Opinberlega er P-Face því bæði besti og fallegastasti bíllinn á markaðnum í dag!
23.04.2017
Kappaksturs- og hönnunarliðið Team Spark, sem skipað er nemendum við Háskóla Íslands, afhjúpaði rafknúna kappakstursbílinn TS17 (Laka) með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi. Liðið tekur þátt í kappaksturs- og hönnunarkeppnum stúdenta bæði á Ítalíu og í Austurríki í sumar.
21.04.2017
Nýr, gjörbreyttur og glæsilegur Nissan Micra verður kynntur formlega hjá BL nk. laugardag, 22. apríl, milli kl. 12 og 16.
21.04.2017
Sýning á Mercedes-Benz trukkum verður haldin í höfuðstöðvum Mercedes-Benz atvinnubíla að Fosshálsi 1 laugardaginn 22. apríl nk. kl 12-16.
19.04.2017
Miðvikudaginn 19. apríl kannaði FÍB verð á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu vori.
18.04.2017
Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Fjöldi látinna jókst úr 16 í 18 og hefur ekki verið meiri frá árinu 2006. Þó skal halda því til haga að síðastliðin tíu (2007-2016) ár hafa 126 manns látist í umferðinni á Íslandi. Síðustu tíu ár þar á undan (1997-2006) létust 244 og því ljóst að mikið hefur áunnist í umferðaröryggismálum síðastliðinn áratug. Þetta er m.a. sem sjá má í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016.
18.04.2017
Eigendur bifreiða á nöglum í Reykjavík huga að því að lokinni páskahátíðinni að skipta um dekk. Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október.