Toyota Yaris Hybrid 2021
Undir niðri ríkti spenna að fá að reynsluaka bíl sem hefur vakið verðskulduga athygli. Ekki nóg með því þessi bíll var fyrir valinu sem bíll ársins af bílablaðamönnum í Evrópu. Hér er um ræða Toyota Yaris Hybrid Style og er óhætt að segja að hann hafi margt til brunns að brenna. Bíll fær mikið hrós víðast hvar fyrir lágt kolefnisspor og vel útfærða hybrid tækni og það var nokkuð sem skipti sköpum í niðurstöðu dómnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að Toyota Yaris yrði fyrir valinu á bíl ársins í Evrópu 2021.
Toyota Yaris hefur verið í hópi söluhæstu bíla víða um heim um áraraðir. Forsvarsmenn Toyota binda miklar vonir við Toyota Yaris hybrid-bílinn en hér á ferð mjög athyglisverður bíll. Fyrstu viðbrögð í Evrópu benda strax til þess að bíllinn eigi eftir að seljast vel. Hvað sem öðru líður var mjög spennadi að setjast undir stýri og fá loksins tækifæri að kynnast þessum bíl að eigin raun. Maður vissi nákvæmlega ekkert hvað biði manns í raun og því var tilhlökkunin fyrir vikið enn meiri. Það fylgir því alltaf ákveðinn spenna að setjast undir stýri sem hefur umtal og ekki síst fyrir þær sakir að þetta bíll sem orðið hefur fyrir valinu sem bíll ársins. Góður kostur bílsins er að hann sérlega þægilegur í bæjar- og borgarakstri. Á malarvegaakstri reyndist hann mjúkur og þá kom góð fjöðrun bersýnilega vel í ljós.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Toyota Yaris vinnur þessi verðlaun en þegar fyrsta kynslóð bílsins kom á markað 2000 áskotnaðist þessi bíll þessi eftirsóttu verðluan. Síðan þá hafa bæst við þrjár kynslóðir þessa bifreiðategundar á markaðinn. Í valinu að þessu sinni kom reyndar mörgum á óvart að hreinn rafbíll yrði ekki ofan á valinu. Rafbílar hafa á síðustu misserum verið að sanka að sér ýmsum viðurkenningum. Það varð ekki reyndin og fyrir því eru ýmsar aðstæður. Aksturseiginleikar þessa bíls eru ótvíræðir og hönnunin sérlega vel útfærð sem gerir hann enn sportlegri en áður. Bíllinn hefur ennfremur fengið mikið hrós í mörgum tímaritum fyrir einstaka vel heppnaða tvinnaflrás sem gerir hann sparneytnari. Nýjasta aflrás Yaris Hybrid er byggð í kringum 1,5 lítra þriggja strokka bensínvél og rafmótor.
Yaris hefur verið fáanlegur með samsetningu brennsluvélar og rafmótora síðan 2012. Í nýju kynslóðinni sem nú er fáanleg hefur kerfið verið bætt enn frekar. Í fyrsta skipti er notuð þriggja strokka bensínvél sem vinnur samkvæmt skilvirkri Atkinson meginreglu. Gömlu nikkelmálmhýdríð rafhlöðunni hefur verið skipt út fyrir léttari, hraðari endurhlaðanlega, öflugri litíumjónarafhlöðu. Framleiðandinn hefur einnig enduruppbyggt stjórnbúnað með góðum árangri. Aksturinn er liprari og jafnvel er hægt að stjórna vegalengdum allt að þremur kílómetrum með rafmagni. Drifið passar einnig við nýju stýrið, sem virkar miklu beint, og undirvagninn, sem er næstum of þéttur. Bremsurnar vinna líka gott starf. Að auki er áberandi betri vinnubrögð með minna hörðu plasti að innan og hinn rausnarlegi staðlaði öryggisbúnaður Toyota Safety Sense. Rýmið frammi er gott en Yaris er áfram nokkuð mjór lítill bíll að aftan. Þyndarpunkturinn er lægri en áður, fjöðrunin einkar þægileg og í beygjum er öryggiskenndin notanleg og örugg.
Þess má geta að Toyota Yaris 2020 hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófinu sem er hámarkseinkunn. Akstursupplifunin í reynsluakstrinum var sérlega góð og notaleg. Fram kemur að hönnun bílsins er byggð á nýrri TNGA-B-grunn¬plötu, en hönnun hennar leiðir m.a. af sér að yfirbyggingin er 37% stífari en í fyrri kynslóð Sjálfskiptingin hefur vekur athygli en hún er stiglaus – CVT-skipting. Þrjár akstursstillingar eru í boði, sparnaðarstilling, kraftstilling og venjulega stillingu. Svo er ennig í boði neðst á stönginni, svonefnd B-stilling, sem á að endurnýta orku frá hemlun.
Það fer ekki á milli mála að Toyota hefur tekist að koma með bíl á markað sem er mjög áhugaverður kostur fyrir magar sakir. Framleiðandinn lagði mikla vinnu í þennan bíl sem á endanum skilar því að kaupendur staldra við og sjá þetta sem áhugaverðan kost. Yaris hefur alla tíð verið eitt af faggskipum Toyota og verður það áfram með innkoma þessa nýja bíls.
Af smábíl að vera er rýmið í bílnum fyrir ökumann og farþega í framsæti tiltölulega gott. Það ætti að fara vel um börn í aftursæti. Bíllinn er aftur móti 50 mm breiðari og 40 mm lægri en fyrirrennari hans. Þessi bíll er sérlega álitslegur kostur sem annar heimilisbíll.
Jón Kristján Sigurðsson, maí 2021
Kostir: Tvinndrif, búnaður, hönnun, eyðsla Grunnverð: 4.370.000 kr. |