Renault Captur PHEV

Fyrstu viðbrögðin við akstur á Renault Captur PHEV er hversu snöggur hann er og þægilegur í akstri. Eins og með marga aðra bíla var dráttur á því að þessi bíll kæmi á markað. Hann var biðarinnar virði og hefur vakið hvarvetna athygli og selst ágætlega í Evrópu. Margir biðu spenntir eftir því að berja hann augum og keyra en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn. Bíllinn býr yfir mörgum kostum sem prýðir jeppling og framleiðandanum hefur tekist að gera útlínur hans mun skarpari en áður. Fyrir vikið lítur hann betur út en fyrri kynslóðir, rýmið betra fyrir ökumann og farþega.

Renault Captur Front

Mikil vinna hefur verið lögð við hönnun bílsins á allan hátt og markmiðið mæta kröfum neytandans hvað varðar alla tækni varðar og öryggi. Enn fremur vekur eftirtekt C-laga LED ljósabúnaður sem setur sterkan svip á bílinn. Bíllinn hefur hlotið full hús öryggisstiga hjá Euro NCAP.

Renault Captur Back

Renault Captur tengitvinnbíllinn er með tækni sem kemur beint úr Formúlu 1. Hún kallast E–Tech og byggir á tveimur rafmótorum sem hjálpa 1,6 lítra bensínvél yfir sex gíra sjálfskiptingu. Bíllinn fer alltaf af stað á raforkunni einni saman og nær nægum hraða til að fá bensínvélina inn. Fjórar aksturstillingar eru í boði og er MySense einna athyglisverðust og krefst minnst af ökumanni. Þá er E–Save stillingin mestmegnis notuð til að spara rafmagn. Bíllinn er 160 hestöfl, búinn 1,6 lítra fjögurra strokka bensínvél og tveimur rafmóturum. Drægi bílsins er um 65 km við bestu akstursskilyrði á langkeyrslu. Rafhlaðan er 9,8 kWh.

Renault Captur Boot

Rými ökumanns er vel útfært, notendavænt og þægilegt

Rými ökumanns er vel útfært, notendavænt og þægilegt á allan hátt með 9,3" margmiðlunar- og snertiskjá og 10,2" stafrænt mælaborð, miðstokkurinn er með nýstárlegri „E-shift“ gírstöng. Rými fyrir ökumann og farþega er nokkuð gott en það getur stundum verið fulllítið í bílum en í Renault Captur fer ágætlega vel um fullorðna. Þetta er mikill kostur, sérstaklega í langkeyrslu. Aftursætin er hægt að leggja niður og renna til um allt að 16 cm, farangursrýmið er sérlega rúmgott (allt að 536 l) og fjöldi geymsluhólfa er til staðar (allt að 27 l geymslurými). Einn ókosturinn er að útsýni úr aftursætum mætti vera betra.

Renault Captur Dash

Álitlegur kostur í bifreiðakaupum

Heilt yfir má segja að Renault Captur sé vel hannaður bíll og mjög álitlegur kostur í bifreiðakaupum. Kaupandinn er að fá góðan bíl á ágætu verði, samanborið við margt annað sem markaðurinn býður upp á. Renault Captur hefur vakið athygli og selst víða vel. Þessi fyrsti tengitvinnbíll framleiðandans og eitt af flaggskipum síðustu ára hefur nú þegar vakið töluverða athygli og lyft bílnum á enn hærra plan. Fjárfesting í nýjum bíl er stór ákvörðun hjá mörgum eftir mikla yfirvegun. Nýorkubílar njóta vaxandi vinsælda og þar kemur Renault Captur sterkur inn.

Renault Captur Seat

Fyllilega samkeppnishæfur við aðra jepplinga á markaðnum

Renault Captur er fyllilega samkeppnishæfur við aðra jepplinga á markaðnum. Verðið er tiltölulega gott, frá 4.490.000 upp í 5.100.000. Intens+ bíllinn er vel útbúinn og býður upp á 360° myndavél, blindhornaviðvörun, leiðsögukerfi með Íslandskorti, Bose hljómkerfi, upplýsingaskjá í mæliborði og þráðlausa farsímahleðslu.

Jón Kristján Sigurðsson, ágúst 2021

Kostir: Drægi
Ókostir: Útsýni úr aftursætum

Grunnverð: 4.690.000 kr.
Afl: 160 hestöfl
Rúmtak: 1.598 cc
Upptak 0-100 km: 10,1 sek
Tog: 348 Newton–metrar
Drægi rafhlöðu: 65 km
Hámarkshraði: 172 km/klst.
Eyðsla bl. ak: 1,5 l/100 km
CO2: 34 g/km
Rafhlaða: 10 kWst
Farangursrými: 265 lítrar
L/B/H: 4.227/1.797/1.576 mm
Hjólhaf: 2.639 mm
Eigin þyngd: 1.564 kg