Fréttir

Fyrstu myndir af Model 3 líta dagsins ljós

Um helgina urðu merk tímamót þegar hulunni var svipt af rafbílnum Model 3 sem rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að setja á almennan markað síðar í sumar.

Toyota innkallar Toyota Proace bifreiða

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017.

Gríðarleg aukning umferðar á Hringveginum í júní

Umferðin á Hringveginum í júní jókst um tæp 13 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og sú mesta milli júnímánaða. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar.

Umferðaröryggi, nagladekk og 27 ára gömul rannsókn.

Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins fjallaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær um mögulegt bann við nagladekkjum í Reykjavík.

Kannið olíustöðuna á 1.000 km fresti

Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.

Innkoma Costco dregur úr álagningu íslensku olíufélaganna

- Vilja fjölga eldsneytisdælum

Vel útbúin hópferðabifreið

Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum.

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016.

Costco lækkar eldsneytisverð

Costco í Kauptúni í Garðabæ lækkaði í dag verð á bensíni og dísel. Lítrinn af bensíni kostar 166,90 krónur en fyrir lækkunina kostaði hann 169,30 krónur. Lítrinn af dísel kostar í dag 158,9 krónur en var 161,90 krónur fyrir lækkunina.

Opnunin er mun fyrr en undanfarin ár

Vegur 208 sem liggur í Landmannalaugar í friðlandinu Fjallabaki var opnaður fyrir helgina. Opnunin er mun fyrr en undanfarin ár, en snjólétt er á þessum hluta friðlandsins.