Fréttir

Útlit fyrir að hálendisvegir opni mánuði fyrr en venjulega

Mjög snjólétt er á hálendinu og bendir flest til þess að hálendisvegir opni mánuði fyrr en venjulega. Haft er eftir yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni að þetta sé óvenjulegt, og grípa þurfi til ýmissa ráðstafanna þar sem umferð verður um vegina mun lengur en alla jafna. Einhverjir vegir ættu að vera opnaðir í næstu viku. Það kemur fram á www.ruv.is

Sportbílasýning Porsche

Það er fátt sem jafnast á við ferðalag í Porsche á íslenskum sumardegi en Bílabúð Benna ætlar að framkalla þá tilfinningu á Sportbílasýningu Porsche laugardaginn 27. maí. Aðalnúmerið er frumsýning á 718 Cayman.

Costco lækkar lítrann af díselolíu um þrjár krónur

Costco hefur lækkað lítrinn á díselolíu um þrjár krónur. Við opnunina í byrjun vikunnar kostaði lítrinn 164,9 krónur en í dag er verðið 161,9 krónur. Þegar verðið er skoðað hjá íslensku olíufélögunum er lítrinn ódýrastur hjá hjá sérstökum X-stöðvum Orkunnar. Þar kostar hann 170,6 krónur sem er 8,7 krónum hærra en hjá Costco.

Sláandi verðmunur - ódýrast í Costco þegar verð á ákveðnum bílavörum er skoðað

Vöruúrval fyrir bifreiðaeigendur er þó nokkuð í Costco í Kauptúni í Garðabæ en verslunin opnaði sl. mánudag. Sama dag vann FÍB verðkönnun á dekkjum sem vakti mikla athygli en í þeirri athugun kom í ljós að verð á Michelin dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. FÍB heldur verðkönnunni áfram bifreiðaeigendum til leiðbeiningar og upplýsinga og kannar verð á mótorolíum, rafgeymum og á gluggahreini. Sú athugun leiðir í ljós að þessar vörur eru mun ódýrari í Costco en hjá öðrum söluaðilum þegar nákvæmlega sömu vörur eru bornar saman í könnunni.

Góð sala í nýjum bifreiðum

Ekkert lát er á góðri sölu á nýjum bílum en á fyrstu þremur vikum maímánaðar seldust alls 2.551 nýjar bifreiðar. Á sama tíma í fyrra seldust alls 3.392 bifreiðar en hafa verður í huga að þá voru 20 dagar virkir í mánuðinum en 14 í ár.

Costco með mun ódýrari dekk - verðkönnun

Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar fjórtán þúsund fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ á morgun. Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi og í versluninni verður mikið vöruúrval, allt frá matvöru yfir í dekk og bensín. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að sala á eldsneyti hófst í gær þar sem bifreiðaeigendum býðst lítraverð á bensíni á 169,9 krónur sem er mun lægra verð en í boði hefur verið hér á landi.

Hér hefur ríkt klassískur fákeppnismarkaður í mörg ár

Áhrifa Costco með innkomu sinni á bensínmarkaðinn um helgina gæti eflaust haft þau áhrif á næstu dögum að íslensku olíufyrirtækin sæju sig knúin til að lækka verðið. Á mbl.is kemur fram að hlutabréf olíufélaganna hafa lækkað frá opnum markaða í morgun.

Bensínstöð Costco selur lítrann á 169,9 krónur

Costco hóf í dag sölu á bensíni en verslunin í Kauptúni verður opnuð á þriðjudaginn kemur. Lítrinn hjá Costco kostar 169,9 krónur sem er verulega ódýrara en hjá íslensku olíufélögunum. Lítrinn af díselolíu er á 164,9 krónur.

Tafirnar á Miklubraut í beinni á Google Traffic

Útgáfur í upphafi af Google-kortum veittu notendum m.a. upplýsingar um hversu lengi það myndi taka að ferðast um ákveðna vegi. Voru þessar upplýsingar byggðar á umferðargögnum á þeim tíma. Þetta voru straumhvörf og hafa reynst vegafarendum vel í gegnum tíðina.

BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016.