Fréttir

Vel gengur með mislæg vegamót á Reykjanesbraut

Líkt og vegfarendur um Reykjanesbraut um Hafnarfjörð hafa tekið eftir þá hefur verið unnið af kappi við mislæg vegamót brautarinnar og Krýsuvíkurvegar þessi dægrin. Vel gengur og framkvæmdin á áætlun en að mestu er lokið 1. áfanga sem felst í því að færa heilan lagnaskóg svo mögulegt verði að byggja brúna fyrir hin mislægu vegamót annars vegar og hinsvegar að opna framhjáhlaup svo vinna megi við nefnda brú.

Skattur á nagladekk - aðför að öryggi!

Í tengslum við fréttir m.a. hér á FÍB vefnum um vilja Reykjavíkurborgar að leggja gjald á nagladekk þá er rétt að rifja upp skoðun FÍB á skattlagningu sem getur dregið úr umferðaröryggi. FÍB leggur sem fyrr megin áherslu á mikilvægi fræðslu og tekur undir það að margir bíleigendur hafa litla þörf fyrir nagladekk.

Árlegi Volkswagen dagurinn

Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.

Nýr og breyttur GLA frumsýndur

Nýr og breyttur Mercedes-Benz GLA verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Um er að ræða einn mest spennandi smájeppann á markaðnum í dag.

Borgarlína – markmiðið að auka vægi almenningssamgangna

Þáttaskil urðu í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu, voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi í gær.

Borgin vill leggja gjald á nagladekk

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um fræðsluátak og gjaldtökuheimild vegna notkunar nagladekkja var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær, 7. júní. Sviðinu er jafnframt falið að koma tillögu að lagabreytingu á framfæri við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Alþingi. Endurskoðun umferðarlaga hefur verið á dagskrá Alþingis í nokkur ár en ekki náð fram að ganga. Sveitarfélög hafa ekki heimild eins og stendur til að leggja gjald á notkun nagladekkja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Vetrarfærð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum

Þótt komið sé fram í júnímánuð varar Vegagerðin við vetrarfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, krapi á vegi og hálka. Það er hálka á Dettifossvegi en krapi á Hólssandi og eins á Hófaskarði.

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.

Bílamarkaðurinn stækkar töluvert fyrstu fimm mánuðina

Í maímánuði voru nýskráðir alls 4.107 fólks- og sendibílar hér á landi. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016.

Gögn ber að meðhöndla sem persónuupplýsingar

Fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd hefur verið af FIA, Alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda, sýna að hægt sé að rekja flest gögn úr bílum til notanda og eigi því að meðhöndla sem persónuleg gögn.