Fréttir

Kröfur í öryggisprófunum Euro NCAP mun meiri en áður

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, birti á dögunum lista yfir hvaða bílar fengu hæstu öryggiseinkunn í hverjum bílaflokki. Stofnunin birtir árlega lista sem þennan en aldrei áður hafa bílarnir verið fleiri sem gengust undir prófið.

Íbúar á Borgarfirði eystra mótmæla ástandi vega

Hópur íbúa á Borgarfirði eystra kom saman til fundar í Njarðvíkurskriðum í gær til að mótmæla ástandi vegarins til Borgarfjarðar. Í yfirlýsingu segjast Borgfirðingar orðnir hundleiðir á að ekkert gerist í samgöngumálum fyrir staðinn.

Enn eitt dísilvélasvindlið

Bandaríski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur verið ákærður af yfirvöldum þar í landi en fyrirtækið var staðið að dísilvélasvindli. Ekki eru nema rúmlega þrjú ár síðan að Volkswagen var staðið að dísilsvindli og urðu fjölmargir bíleigendur víða um allan heim fyrir barðinu á þessu stóra útblásturs hneyksli.

Aksturspeningar upp á margar milljónir algjör undantekning

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir það heyra til algjöra undantekninga að fólk fái aksturspeninga upp á margar milljónir á ári. Þetta kom fram í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun þar sem rætt var m.a.um útreikninga á aksturskostnaði og ástæður þess að þingmenn geti fengið meira endurgreitt fyrir ferðakostnað en þeirra leggja út.

Reksturskostnaður bifreiða 2018

Reksturskostnaður bifreiða 2018 er kominn út. Kostnaður við rekstur og eign fólksbifreiðar miðast við eitt ár. Við útreikningana er stuðst við þrjá verðflokka nýrra bifreiða, sem annars vegar er ekið 15.000 km og hins vegar 30.000 km á ári.

Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir á ári

Morgunútvarpið á Rás 2 fékk Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, til að reikna hvað það kostaði að reka bíl sömu tegundar sem Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, á í eitt ár. Samkvæmt útreikningi FÍB þá kostar það rúmar tvær milljónir á ári að reka Kia Sportage þingmannsins miðað við notkun hans á bílnum í fyrra. Við þann útreikning er miðað við áætlað endursöluverð (3.8 m.kr.) sambærilegs bíls á markaði í dag. Ásmundur fékk í fyrra 4,6 milljónir króna í aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi.

Nýjasta hlaða ON á Minni Borg

Tuttugasta og sjöunda hlaða Orku náttúrunnar fyrir rafbílaeigendur er komin í gagnið. Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps hlóð fyrsta rafbílinn í nýrri hlöðu við Minni-Borg nú í vikunni. Smáforrit ON – ON Hleðsla – hefur verið uppfært og þjónar rafbílaeigendum nú enn betur en áður.

Hagnaðurinn hjá Volvo aldrei meiri

Mikill uppgangur hefur verið hjá Volvo sænska bílaframleiðandanum hin síðustu ár. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.

Tesla stendur frammi fyrir erfiðleikum

Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri ætlar bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ekkert að gefa eftir í rekstrinum og hyggst framleiða 2500 bíla af gerðinni Model 3 í viku hverri. Þegar líður tekur á árið er stefnt að því að framleiða 5000 bíla í viku.

Góður gangur í verksmiðju Nissan í Sunderland

Þrjár milljónir Nissan Qashqai bifreiðar hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Sunderland á Bretlandseyjum. Þessum merka áfanga náði bílaverksmiðjan skömmu fyrir áramót en þessi sportjeppi hefur verið á markaði í Evrópu í tíu ár. Þessi bíll kom fyrst á markað 2007 og hefur síðan verið afar vinsæll og unnið til fjölda verlauna.