Fréttir

Veggjöld – margir óljósir þættir og útfærsla liggur enn ekki fyrir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að það skipti ekki öllu máli hvort frumvarp um veggjöld komi fram í mars, apríl eða maí. Það sé mest um vert að ná utan um málaflokkinn. Fram kom í máli hans í Kastljósi í gærkvöldi að aldrei meira fjármagn verði sett í samgönguáætlun sem sé fullfjármögnuð til næstu fimm ára.

Honda innkallar 576 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf um að innkalla þurfi Honda bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2015. Um er að ræða 576 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz og CR-V.k.

Umferðin á Hringvegi eykst

Umferðin í janúarmánuði reyndist 5,4 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og því hefur umferðin á Hringvegi í þessum mánuði aldrei verið meiri. Umferðin jókst mest um Vesturland. Mest er ekið á föstudögum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hámarkshraði í 40 km á Hringbrautarkafla

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að lækka hámarkshraða á nokkrum götum í Vesturbæ, þar á meðal á Hringbraut á milli Ánanausta og Sæmundagötu, í 40 km/klst.

Nýskráning bíla fer ekki eftir framleiðsluári

Nýskráning bíla hérlendis miðast við þegar bíllinn fer á götuna, en ekki við framleiðsluár. Félag Íslenskra bifreiðaeigenda telur að neytendur séu ekki alltaf meðvitaðir um þetta. Skráningin geti haft áhrif á endursöluverð bílsins.

Veggjöld koma harðast niður á þeim tekjuminni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurna tíma um samgönguáætlanir á Alþingi í gær þar sem hann sakaði forsætisráðherra og flokk hennar um stefnubreytingu og sagði að búið væri að veikja tekjustofna ríkisins. Þetta kom fram á mbl.is Þar fullyrti Logi að auðlindagjöld hefðu verið lækkuð og ríki ráði ekki við uppbyggingu innviða. Fremur er gripið til þess ráðs að fjármagna þarfar framkvæmdir eins og samgöngumál með nýrri skattlagningu sem kæmi niður á fólki með lægstu launin.

Dýrafjarðargöng - nýtt met í gangagreftri

Nýtt met var slegið í gangagreftri í vikunni sem leið þegar göngin lengdust um 111,0 metra og er það einnig nýtt íslandsmet. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 796,8 m og samanlögð lengd ganga 4.454,4 m sem er 84,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 846,6 m.

Ökuréttindi atvinnubílstjóra án endurmenntunar ekki afturkölluð

Samkvæmt tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu munu lögregluembætti ekki afturkalla gild skírteini gefin út fyrir 10. september 2018 með ökuréttindum fyrir bílstjóra til aksturs ökutækja í flokkum C, C1, D1 og D í atvinnuskyni, sem ekki hafa lokið lögbundinni endurmenntun. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Breikkun Vesturlandsvegar lýkur 2022

Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka.

Hvert fara allir þeir peningar sem innheimtir eru af bifreiðaeigendum?

Í áhugaveðri aðsendri grein til Stundarinnar fjallar Sigríður Arna Arnþórsdóttir, landfræðingur, um vegtolla. Í upphafi greinarinnar segir greinarhöfundur. Vegtollar! Hið ætlaða samþykki þjóðarinnar sem ráðamenn gera ráð fyrir er bara alls ekki til staðar. Þeir þingmenn og sú stjórn sem nú sitja við völd voru ekki kosin af þjóðinni til að fjölga hér skattstofnum og innheimtuleiðum. Það er mikill misskilningur að svo sé og því þarf að hvetja stjórnvöld til að snúa sér að öðrum leiðum til fjáröflunar.