Fréttir

Vegfarendur sýni tillitsemi og þolinmæði

Í dag verður áfram unnið við að fræsa og malbika í borginni og viðbúið að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi af því fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Askja og ON í samstarf

Bílaumboðið Askja hélt fræðslufyrirlestur á dögunum um rafmagnaða framtíð Mercedes-Benz. Sérfræðingur frá Mercedes-Benz kynnti EQC og spennandi framtíð Mercedes-Benz rafbíla. Fjallað var um framtíð rafbílavæðingarinnar á Íslandi og sérfræðingar frá ON og hlada.is héldu stutt erindi um hleðslulausnir og þjónustu fyrir rafbíla. Rúmlega 100 manns mættu á viðburðinn sem fékk góðar undirtektir hjá gestum og greinilega mikill áhugi fyrir framtíð rafbíla á Íslandi.

Neytendur borga uppbyggingu og rekstur bensínstöðva í formi hærri álagningar

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðvum um helming á næstu árum.Runólfur telur að fækkunin hafi í för með sér lægra eldsneytisverð. Þetta kom fram í máli hans á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra

Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni hefur verið gerður. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys, því mikilvægast af öllu er að tryggja öryggi allra vegfarenda.

Askja innkallar 132 Kia Niro bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi KIA Niro bifreiðar. Um er að ræða 132 bifreiðar af undirtegundunum DE, HEV og PHEV

Nýr búnaður notaður til umferðargreiningar

Síðastliðið haust fékk EFLA verkfræðistofa nýjan búnað til að gera ítarlegar greiningar á umferð. Búnaðurinn var notaður í rannsókn þar sem umferð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar var skoðuð. Meðal þess sem kom fram var að 24 af hverjum 10.000 bílum reyndust aka gegn rauðu ljósi.

Ætlar að ljúka hnattferð föður síns á Hyundai

Á Kanaríeyjum býr ungur byggingarverkfræðingur, ættaður frá hafnarborginni Busan í Suður-Kóreu, sem hyggst „klára heimsreisu“ föður síns sem sigldi frá Busan einn síns liðs til Spánar fyrir um fjörutíu árum og ílengdist þar þótt ætlunin hefði verið að sigla umhverfis jörðina aftur heim til Busan.

Samdráttur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl dróst saman um 2,6 prósent og hefur það ekki gerst síðan árið 2014. Umferðin á svokölluðum gráum degi - þegar búist var við miklu svifryki og frítt var í strætó - reyndist tíu prósentum meiri en að meðaltali á mánudögum í apríl. Grái dagurinn bar upp á mánudag. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

41,9% hlynntur hóflegri gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja

Dagana 3. til 13. maí sl. vann Gallup skoðanakönnun að beiðni Samgöngufélagsins þar sem spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú hóflegri gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu? Af þeim 818 sem tóku afstöðu voru örlitlu fleiri sem voru (alfarið, mjög eða frekar) hlynntir heimild til gjaldtöku eða 41.9% en þeir sem voru (alfarið, mjög eða frekar) andvígir en það voru 39,9%. 18,2% þátttakenda var hvorki með eða móti.

Byrjað að sekta fyrir nagladekk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í gær að sekta þá ökumenn sem enn eru á nagladekkjum. Eitthvað er um það að bílar séu á nagladekkjum og í eftirliti lögreglunnar í gær voru einhverjir sektaðir.