Fréttir

Veggjöld koma harðast niður á þeim tekjuminni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurna tíma um samgönguáætlanir á Alþingi í gær þar sem hann sakaði forsætisráðherra og flokk hennar um stefnubreytingu og sagði að búið væri að veikja tekjustofna ríkisins. Þetta kom fram á mbl.is Þar fullyrti Logi að auðlindagjöld hefðu verið lækkuð og ríki ráði ekki við uppbyggingu innviða. Fremur er gripið til þess ráðs að fjármagna þarfar framkvæmdir eins og samgöngumál með nýrri skattlagningu sem kæmi niður á fólki með lægstu launin.

Dýrafjarðargöng - nýtt met í gangagreftri

Nýtt met var slegið í gangagreftri í vikunni sem leið þegar göngin lengdust um 111,0 metra og er það einnig nýtt íslandsmet. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 796,8 m og samanlögð lengd ganga 4.454,4 m sem er 84,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 846,6 m.

Ökuréttindi atvinnubílstjóra án endurmenntunar ekki afturkölluð

Samkvæmt tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu munu lögregluembætti ekki afturkalla gild skírteini gefin út fyrir 10. september 2018 með ökuréttindum fyrir bílstjóra til aksturs ökutækja í flokkum C, C1, D1 og D í atvinnuskyni, sem ekki hafa lokið lögbundinni endurmenntun. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Breikkun Vesturlandsvegar lýkur 2022

Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka.

Hvert fara allir þeir peningar sem innheimtir eru af bifreiðaeigendum?

Í áhugaveðri aðsendri grein til Stundarinnar fjallar Sigríður Arna Arnþórsdóttir, landfræðingur, um vegtolla. Í upphafi greinarinnar segir greinarhöfundur. Vegtollar! Hið ætlaða samþykki þjóðarinnar sem ráðamenn gera ráð fyrir er bara alls ekki til staðar. Þeir þingmenn og sú stjórn sem nú sitja við völd voru ekki kosin af þjóðinni til að fjölga hér skattstofnum og innheimtuleiðum. Það er mikill misskilningur að svo sé og því þarf að hvetja stjórnvöld til að snúa sér að öðrum leiðum til fjáröflunar.

Langur vegur fram undan þrátt fyrir afgreiðslu samgöngunefndar

Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var afgreidd í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið.

Forstjóri Vegagerðarinnar er á villigötum

Hinn nýi forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, talar fyrir því að auka enn frekar álögur á bíla og umferð. Í viðtali á Rás 2 þann 24. janúar lýsti hún sig hlynnta vegtollum til að fjármagna nauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, sem hún sagði sprungið.

Mitsubishi Outlander vinsælasti bíllinn á Íslandi en Toyota vinsælasti framleiðandinn 2018

Samgöngustofa hefur tekið saman gögn um nýskráningu 20 mest seldu nýju fólksbílanna eftir undirtegundum árið 2018. Um er að ræða nýskráningar sem falla ekki undir notkunarflokkinn ,,ökutækjaleiga”. Mitsubishi Outlander var lang vinsælasti bíllinn með 778 nýskráningar. Toyota RAV4 var í öðru sæti með 354 nýskráningar og Volkswagen Golf númer þrjú með 346 nýskráningar. Toyota Land Cruiser naut mikilla vinsælda með 345 nýskráningar og Nissan Leaf fór einnig yfir 300 bíla markið með 323 nýskráningar. Röð 20 vinsælustu fólksbílanna má sjá í töflu 1 hér undir.

Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Danmörku

Peugeot 208 var mest seldi bíllinn í Danmörku 2018 en alls seldust 8.776 bifreiðar af þessari tegund. Annar mest seldi bíllinn var Nissan Qashqai, alls 7.638 bifreiðar, og 6.145 bifreiðar af Volkswagen Golf seldust sem kom í þriðja sætinu. Í sætum þar á eftir komu VW Polo, Citroen C3, Toyota Yaris, VW Up og Renault Clio.

Hekla innkallar Volkswagen

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018 . Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að suða fyrir höfuðpúðafestingar í aftursæti séu ekki eins og hún á að vera.