Fréttir

Einungis tveir af tíu með endurskin

Unglingar standa sig betur en þeir fullorðnu í notkun á endurskinsmerkjum en þetta kemur fram í könnun hjá VÍS sem unnin var í unglingadeild í grunnskóla og á vinnustað.Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu og munaði þar mestu um endurskin á töskum.

Reglur hertar um hámarkslosun nýrra bíla hjá ESB

Nú stendur fyrir dyrum að settar verði hertari reglur sem lítur hámarkslosun nýrra bíla en Evrópusambandið hefur unnið að reglugerð í þessu efnum í þó nokkurn tíma. Markmiðið með þessum hertari reglum er að draga úr útblæstri koltvísýrings innan aðildarþjóða sambandsins.

Veggjöld ekki heppileg fjármögnunarleið

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu um síðustu helgi undir yfirskriftinni ,,Stórátak í vegaframkvæmdum – Fjármögnun“ segir greinahöfundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur, að hans mati eru veggjöld í þeirri útfærslu og tilgangi sem nú er rætt um ekki heppileg leið og ekki til þess fallin að viðtæk sátt náist um hana.

BMW afhenti yfir 140 þúsund bíla með rafmótor á síðasta ári

Á síðasta ári afhentu umboðsaðilar BMW og Mini um allan heim 142.617 hreina raf- og tengil tvinnbíla, 38,4% fleiri en 2017. Samstæðan áætlar að í lok þessa árs verði bílar með rafmótor frá fyrirtækinu að minnsta kosti hálf milljón talsins í umferðinni, en BMW er í fremstu röð framleiðenda rafvæddra bíla í lúxusflokki.

BL Hyundai innkallar 66 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai Kauptúni 1 í Garðabæ, að innkalla þurfi 66 Hyundai KONA EV bifreiðar sem framleiddar voru árið 2018. Ástæða innköllunar er forritunargalli í loftpúðaheila. Viðgerð felst í því að endurforrita loftpúðaheilann.

Skattar af bílum og umferð skila nú þegar miklum tekjum í ríkissjóð

Bílar og umferð standa nú þegar undir allri uppbyggingu og rekstri vegakerfisins og gott betur. Engin þörf er á aukinni skattheimtu með vegtollum til að standa undir því. Hér eru 10 staðreyndir og ábendingar.

Vegtollar meingölluð innheimtuaðferð

„Það er ekk­ert laun­unga­mál að við telj­um vegtolla vera meingallaða inn­heimtuaðferð og við rök­styðjum það með þess­um liðum,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf á mbl.is um viðbót­ar­um­sögn fé­lags­ins við sam­göngu­áætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Telur upplýsingar um verð ekki samræmast lögum

Formaður Neytendasamtakanna telur gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum ekki standast lög en verð hækkar um 67% ef ökumaður borgar ekki innan þriggja tíma. Ábendingar hafa þegar borist til Neytendasamtakanna vegna gjaldtökunnar.

Betra vegakerfi borgar sig sjálft

Engin þörf er á sérstakri skattheimtu eða vegtollum til að borga uppbyggingu vegakerfisins. Úrbæturnar borga sig sjálfar og rúmlega það. Hér eru 10 atriði sem renna stoðum undir þessa niðurstöðu.

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.