28.01.2019
Peugeot 208 var mest seldi bíllinn í Danmörku 2018 en alls seldust 8.776 bifreiðar af þessari tegund. Annar mest seldi bíllinn var Nissan Qashqai, alls 7.638 bifreiðar, og 6.145 bifreiðar af Volkswagen Golf seldust sem kom í þriðja sætinu. Í sætum þar á eftir komu VW Polo, Citroen C3, Toyota Yaris, VW Up og Renault Clio.
28.01.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018 . Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að suða fyrir höfuðpúðafestingar í aftursæti séu ekki eins og hún á að vera.
25.01.2019
Árið 2018 var sérlega hagstætt bílaframleiðandanum Dacia, sem seldi alls 700.798 bíla á mörkuðum heimsins, 7% fleiri en 2017. Sölumet var sett á Evrópumarkaði, þar sem 10,3% aukning varð á árinu og 511.622 bílar nýskráðir.
24.01.2019
FÍB hefur fengið sterk viðbrögð frá félagsmönnum í kjölfar viðtalsins við vegamálastjóra í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Það vekur athygli að forstjóri ríkistofnunar leggi til nýja skatta á íslenska vegfarendur vegna aukins álgas frá erlendum ferðamönnum.Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segist hlynnt því að teknir verði upp vegtollar eða veggjöld. Hún segir vegakerfið sprungið enda sé það byggt upp fyrir fámenna þjóð en við það bætist svo tvær og hálf milljón ferðamanna.
23.01.2019
Meirihluti landsmanna, eða 56,1% aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum.
23.01.2019
Í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs kemur fram að svarendur telja hverskonar notkun farsíma á meðan á akstri stendur hættulega. Í könnuninni kemur einnig fram að 53% aðspurðra telja sig sem ökumenn verða fyrir mestri truflun í umferðinni af völdum farsímanotkunar annarra ökumanna. Þótt allir aðspurðir segi það hættulegt að skrifa skilaboð á farsíma á meðan á akstri stendur viðurkenna um 25% að þeir viðhafi slíka hegðun. Það er þó gleðiefni að þetta eru umtalsvert færri en mældist árið á undan en þá sögðust 33% vera sek um þetta.
23.01.2019
Mikill þungi var lagður í umferðaröryggismál hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra á liðnu ári. Sérstök umferðardeild var sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Nú liggur niðurstaða ársins fyrir og er ánægjulegt frá því að segja að mjög vel tókst til, mikil fjölgun í kærðum umferðalagabrotum og veruleg fækkun umferðarslysa sem hvorugt á sér fordæmi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
22.01.2019
Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða ólympíuhreyfingin, IOC, hafa undirritað samstarfssamning sem lítur að því að hægt verði að nálgast efni FIA, svo sem á mótorsporti og vegaöryggi. Ólympíska stöðin verður aðgengileg á heimasíðu IOC, í gegnum snjallforrit og á sjónvarpsstöð hreyfingarinnar. Samningurinn er talinn geta ýtt undir meira áhorf og fleiri styrktaraðila til framtíðar litið.
22.01.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að einsleitni á eldsneytismarkaði hér á landi kosti neytendur mörg hundruð milljónir á hverju ári. Olíufélögin sjái ekki hag í því að keppa um viðskiptavini. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í kvöldfréttum RÚV.
21.01.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2245 bifreiðar af gerðunum Yaris árg 2015 -2018 (1556 eintök), Hilux árg 2015 til 2018 (176 eintök), Auris árg 2003 til 2008 (317 eintök) og Corolla árg 2003 til 2008(23 eintök).