09.01.2019
Að sjálfsögðu fagnar FÍB áformum stjórnvalda um úrbætur á helstu þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti er FÍB alfarið á móti því að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar með vegtollum. Hér eru 10 ástæður fyrir afstöðu FÍB til vegtolla.
09.01.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum desembermánuði jókst um 0,5 prósent sem er lítil aukning. Í heild jókst umferðin á svæðinu á árinu 2018 um 2,8 prósent og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu umferðar á einu á ári.
09.01.2019
Í gær var búið að senda inn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 576 umsagnir frá einstaklingum vegna samgönguáætlunar 2019- 2034. Flestir eru að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðna um mögulega vegatolla á helstu akstursleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu.
09.01.2019
Bílaframleiðandinn Hyundai hefur vakið athygli fyrir tækniþróun á ýmsum sviðum. Hyundai gefur ekkert eftir á þessu sviði en nú hefur fyrirtækið þróað tækni, þá fyrstu sinnar tegundir í bílaiðnaði sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína á fingralesara. Santa Fe verður fyrsti bíll Hyundai með búnaðinum og væntanlegur síðar á þessu ári.
09.01.2019
Umferðin í desember sl. á Hringveginum jókst um 3,4 prósent. Umferðin árið 2018 jókst þá í heild um 4,6 prósent á Hringveginum en fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára, aukning var mun meiri árin 2016 og 2017. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni.
08.01.2019
Þarftu að láta gera við bílinn þinn? Það á alltaf að borga sig að gera við hluti og ef útlit er fyrir að viðgerð sé óhagkvæm á fagmaður að upplýsa neytandann um það. Ákvæði um þetta er að finna í þjónustukaupalögum. Lögin eru um margt matskennd og til dæmis óljóst hvað nákvæmlega felst í „óhagkvæmri viðgerð“. Þetta er m.a. það sem fram kemur í umfjöllun um málefnið á ruv.is.
04.01.2019
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur fengið sterk viðbrögð frá félagsmönnum við auknum sköttum á suðvesturhorninu sem fylgja hugmyndum um veggjöld sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur verið með til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram hefur mikill fjöldi umsagna borist nefndinni þar sem hugmyndum um veggjöld er andmælt. Vel á þriðja hundrað umsagnir eru skráðar til nefndarinnar vegna málsins og mæla yfirgnæfandi þeirra gegn veggjöldum.
03.01.2019
Mikill fjöldi umsagna frá almenningi hefur borist umhverfis- og samgöngunefndar þar sem hugmyndum um veggjöld er andmælt. Síðdegis í gær voru skráðar 239 umsagnir til nefndarinnar vegna málsins, 218 sem mæla gegn veggjöldum og 18 sem mæla með slíkri gjaldtöku. Þetta kom fram á mbl.is.
03.01.2019
Í gær hófst innheimta veggjalda í Vaðlaheiðargöngunum og búast rekstraraðilar við að hátt í tvö þúsund bílar fari um göngin á sólarhring. Samkvæmt upplýsingum hafa verið keyptir miðar fyrir um 30 milljónir króna. Fram hefur komið að eftir sem áður verður hægt að fara um Víkurskarð en þar getur færð spillst yfir vetrartímann.
02.01.2019
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra birti hugleiðingu um vegamál á facebook heimasvæði sínu 29. desember 2018. Fram kom hjá Sigurði að vegakerfið væri víða laskað og illa undirbúið fyrir stóraukinn umferðarþunga síðustu ára. Sigurður sagði að framlög til vegagerðar hefðu verið of lág og ekki haldist í hendur við aukið álag.