18.02.2019
„Í samgönguáætlun er ekki áætluð króna til framkvæmda við þessa helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu sem eru hættulegustu leiðir landsins,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Með þessum samgöngubótum gætu fengjust 25 milljarðar króna á ári í arð inn í samfélagið. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á morgunvakt Rásar 2 í morgun.
16.02.2019
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór Jónsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að full ástæða er til að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og fleiri þingmönnum fyrir stórhuga áform um löngu tímabærar úrbætur á umferðarmestu þjóðvegum landsins til og frá höfuðborgarsvæðinu. Það er rétt hjá Sigurði Inga að við getum ekki beðið lengur eftir því að auka öryggi á þessum leiðum og bæta afkastagetu þeirra. Fullyrða má að allir séu því sammála.
15.02.2019
Bílasölur- og umboð sem átt hafa í viðskiptum við Procar eða haft milligöngu um sölu bíla fyrirtækisins,hafa þegar hafist handa í því að losa sig við bílana og afhenda þá aftur forsvarsmönnum Procar. Fram kemur að bílasali sem Kveikur ræddi við segist þegar byrjaður að aka bílum frá fyrirtækinu af bílaplani sölunnar og að skrifstofu Procar.
15.02.2019
"Við teljum mjög mikilvægt á þessu stigi að einhver opinber aðili stígi fram. Þarna þurfi ljóslega einhver slíkur aðili að grípa inn í. Það þurfi að tryggja það að þetta athæfi hafi ekki átt sér stað í tilfelli annarra bifreiða sem Procar hafi selt. Fyrir liggi aðeins orð forsvarsmanna fyrirtækisins um að þessi iðja hafi aðeins verið stunduð á ákveðnu tímabili og hafi verið hætt. Til þess þurfi einhver aðili að fara þarna inn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB í samtali við mbl.is. þegar málefni bílaleigunnar Procar voru borin undir hann.
14.02.2019
Kaupendur bíla sem áttu viðskipti við bílaleiguna Procar þar sem búið var að eiga við kílómetramælinn hafa miklar áhyggjur af endursöluverðmæti bílana. Þeir telja sig með svikna vöru undir höndum eftir viðskipti við Procar en eins og kom fram í gærkvöldi hefur Procar verið vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar.
13.02.2019
Samtök ferðaþjónustunnar fara fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin voru að senda frá sér. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sjónvarpað var á RÚV í gærkvöld kom fram að bílaleigan ProCar ehf. hafi átt við kílómetrastöðu á bílaleigubílum áður en þeir voru seldir á almennum markaði. Forsvarsmenn umræddrar bílaleigu hafa þegar gengist við brotunum í yfirlýsingu. Er ljóst að um víðtæk brot er að ræða sem snúa að fjölda bíla um nokkurra ára bil.
13.02.2019
Lögregla hefur fengið inn á sitt borð mál bílaleigunnar Procar sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sem er grunuð um að hafa átt við kílómetramæli bíla áður en þeir eru seldir. Samgöngustofa bíður eftir að fá ábendingar frá lögreglu til að skoða málið. Einstaklingur sem tengdist rekstri bílaleigunnar aflaði þessara gagna, og afhenti Kveik. Í umfjölluninni kom einnig fram að gögn sem þessi sami maður útvegaði og afhenti Kveik, sýni að tugir þúsunda kílómetra hafi verið teknir af akstursmælum í tugum bíla.
13.02.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6 prósent í nýliðnum janúarmánuði sem er heldur minni aukning en að jafnaði í janúar. Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri ökutæki ekið um mælisnið Vegagerðarinnar í janúar.
12.02.2019
Hvað eru bifreiðaeigendur hér á landi að borga mikið í skatt árlega. Hvernig er það sundurliðað og hversu há upphæð fer beint til vegamála og uppbyggingar í vegkerfinu. Þetta var umræðu efni í Býtinu á útvarpsstöðunni Bylgjunni fyrir helgina og var Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þar til svara.
12.02.2019
Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.