20.03.2017
Fjölmargir lögðu leið sína í Suzuki-umboðið um helgina þegar frumsýndur var Suzuki Ignis. Bíllinn er fjórhjóladrifinn örjeppi sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stenst nútímakröfur um sparneytni og þægindi í akstri.
19.03.2017
Á alþjóðlegu bílasýningunni sem lauk í Genf um helgina kynnti Renault nokkrar spennandi nýjungar. Þar á meðal er hugmynd að sérstakri sportútgáfu á rafmagnsbílnum ZOE sem brúa á bilið milli götuútfærslu ZOE og rafknúna kappakstursbílsins Renault Formula E.
17.03.2017
Í skýrslu um Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016 og birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram áhugaverð notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hér á landi á síðasta ári. Greinagerðin er unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf með stuðningi rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar. Spurningar voru lagðar fyrir ferðamenn þegar þeir yfirgáfu landið í Leifsstöð og var hlutfall karla og kvenna í könnunni nær jafnt.
16.03.2017
Bílasýningunni í Genf í Sviss lýkur um helgina en hún hefur staðið yfir frá 9. febrúar. Þetta var í 87. skipti sem þessi bílasýning er haldin og vekur hún ávallt geysilega mikla athygli.
15.03.2017
Sænskir ökumenn koma einna verst út í Evrópu þegar notkun á farsíma undir stýri er skoðuð. Nýleg könnun leiddi í ljós að fjórir af hverjum tíu ökumönnum í Svíþjóð nota símann í akstri.
14.03.2017
Í tilefni af 10 ára afmæli Qashqai á Evrópumarkaði fagnar Nissan áfanganum með kynningu á uppfærðri og afar vel útbúinni útáfu á þessum mest selda sportjeppa álfunnar. Afmælisútgáfan var kynnt á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir.
13.03.2017
Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi samkvæmt opinberum tölum og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 og fyrstu tvo mánuði ársins 2017.
13.03.2017
Á fjölmennri ráðstefnu um rafbílavæðinguna sem Samtök rafverktaka og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á Grand Hótel fyrir helgina kom fram að mjög spennandi hlutir eru að gerast tengdri rafbílavæðingunni á næstu árum.
12.03.2017
BL kynnti um helgina nýjan kost í flóru rafbíla hjá umboðinu og lagði fjöldi fólks leið sína á kynninguna. Bíllinn vakti mikla athygli og margir lögðu inn pantanir.
10.03.2017
Stjórnendur Volkswagen verksmiðjanna hafa gefið út að fyrir árið 2025 verði einn af hverjum sex bíla í þeirra framleiðslu eingöngu rafknúnir. Það samsvarar um einni milljóna bíla í sölu á ári. Þar mun Volkswagen I.D. fara fremstur í flokki. Rafbílar er engin nýjung hjá Volkswagen en fyrirtækið bjó fyrstu rafbílana til fyrir meira en 30 árum síðan.