Fréttir

Nýr Skodajeppi

Skoda í Tékklandi hefur tilkynnt að með haustinu sé væntanlegur nýr stór fjórhjóladrifinn Skoda jeppi. Reikna má með að þessi nýi bíll verði fáanlegur á Íslandi á fyrri helmingi næsta árs.

Milljarður evra í að fjölga rafbílum

Þýska ríkið ætlar að setja milljarð evra eða 141 milljarð ísl. kr. í það að fjölga rafbílum í þessu mikla bílaríki. Af þessum 141 milljarði verður kaupendum nýrra rafbíla greidd meðgjöf sem nemur um 563 þús. ísl. kr. upp í kaupverðið. Með sama hætti fá kaupendur tengiltvinnbíla 422 þús. kr. styrk.

Suzuki Swift yfir 5 milljóna markið

amanlögð sala Suzuki Swift, sem kom fyrst á markað í nóvember 2004, fór yfir fimm milljónir eintaka í byrjun apríl 2016. Það þykja jafnan nokkur tímamót þegar bílgerðir hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka en það gerði Swift ellefu árum og fimm mánuðum eftir markaðssetningu.

Hjól í huga - Hann er nakinn, óvarinn! Myndband

Nú er vorið komið og börnum og fullorðnum á reiðhjólum fjölgar mjög í umferðinni. Umferðin er samvinnuverkefni allra og okkur ber að gæta að eigin öryggi og allra annarra vegfarenda. FÍB stendur um þessar mundir að mikilvægu umferðaröryggisátaki, Hjól í huga. Markmiðið er að efla vitund ökumanna um hjólreiðafólk í umferðinni. Myndband.

Hið lífsnauðsynlega veggrip

Árleg sumarhjólbarðakönnun FÍB og NAF í Noregi er komin á heimasíðu FÍB.

42% Svía geta hugsað sér að skipta í rafbíl

Sænski bílasöluvefurinn KVD hefur látið kanna viðhorf sænskra neytenda og áhuga þeirra á því að eignast og nota rafbíla. 1160 manns svöruðu könnuninni og niðurstaðan er sú að 42 prósent aðspurðra gátu vel hugsað sér það að næsti bíll þeirra yrði rafbíll.

Sænskt hugvit að baki knastáslausri bílvél

Á bílasýningunni í Bejing (Peking) í Kína nýlega gaf að líta bíl frá kínversk-, israelsk-, sænska bílaframleiðandanum Qoros með bensínvél sem er merkileg nýjung að því leyti að í henni er enginn knastás sem opnar innsogs- og útblástursventlana þegar vélin er í gangi.

Nýi bíllinn vaktar þig - en hver á gögnin?

Nýjustu bílar eru mjög tölvuvæddir og margir þeirra eru líka netttengdir og í stöðugu netsambandi við framleiðendur sína og þjónustuaðila þeirra. Bílarnir safna upplýsingum um ástand sitt, hvernig þeir eru notaðir og hvernig þeim er ekið og hvar og miðla þessum upplýsingum áfram til framleiðandans og/eða þjónustuaðila hans án þess að eigandi, umráðamaður eða notandi bílsins hafi sérstaka vitneskju um það.

Haraldur Noregskóngur fær nýjan Audi

Haraldur Noregskonungur hefur fengið nýjan sérbyggðan Audi A8 afhentan. Bíllinn er sá fyrsti af nokkrum svipuðum sem ýmis stórmenni hafa pantað. Bíll Noregskonungs er hvorki meira né minna en 6,36 m langur og lengd milli öxla er 4,22 m.

Fiat Chrysler innkallar 1.1 milljón bíla

Fiat Chrysler innkallar bílana vegna galla í sjálfskiptingum þeirra sem veldur því að þeir geta verið kviklæstir í P-læsingunni eða “parkinu” og runnið af stað þótt ökumenn hafi talið sig hafa skilið við þá í “parkinu.” Hundruð óhappa vegna þessa hafa verið skráð, þar af 41 þar sem meiðsli hafa orðið á fólki að því sem segir í Reutersfrét