Fréttir

Bílaprófun FÍB - Hyundai Tucson 2016

Þessi nýja týpa er mun laglegri en miður fallegi forverinn. Farið er samankreppta, vandræðalega andlistfall IX35 og inn kemur tignarlegra og heilsteyptara útlit. Satt að segja er nýi Tucsoninn einn myndarlegasti smájeppinn á markaðnum í dag að mati greinarhöfundar.

Rafmagnið sækir á í bílunum

Hlutdeild rafmagnsins sem orkugjafa fyrir bíla stækkar stöðugt í Evrópu og hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla í nýskráningum vex hratt og um leið lækka meðalgildi CO2 útblásturs. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá norskum umferðaryfirvöldum er Noregur ekki bara fremsta rafbílaland heimsins heldur líka orðið það land sem nýskráði hlutfallslega fleiri tengiltvinnbíla fyrstu þrjá mánuði ársins en nokkurt annað ríki.

Isavia svarar loks - ofurhækkanirnar standa

Isavia hefur loksins svarað mótmælum FÍB við fyrirhuguðum ofurhækkunum bílastæðagjalda við Leifsstöð. Svarið er undirritað af forstjóranum; Birni Óla Haukssyni og er efnislega samhljóða því sem áður hefur komið fram, m.a. á heimasíðu Isavia og í viðtölum fjölmiðla við fréttafulltrúa ríkisfyrirtækisins um að tekjur af einstökum rekstrarþáttum Keflavíkurflugvallar skuli standa undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er

Taka ofurhækkanirnar við Leifsstöð gildi á föstudag?

Svo virðist sem ofurhækkanir Isavia á bílastæðagöldum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eigi að taka gildi á föstudaginn kemur, þann 1.apríl. Stjórn FÍB hefur mótmælt hækkununum í bréfi sem sent var stjórn og forstjóra Isavia, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra 12. febrúar sl. Hvorki Isavia né fjármála- og innanríkisráðherra hafa virt FÍB svars.

Nýr Subaru Impreza

Subaru frumsýndi framleiðsluútgáfu nýrrar kynslóðar hinnar vinsælu Impreza-gerðar á bílasýningunni í New York um páskana. Sala í USA er að hefjast á nýja bílnum en á Evrópumarkað kemur nýja Imprezan í fyrsta lagi undir lok árs 2017.

Könnun FÍB staðfestir að neytendur ná árangri með aðgerðum gegn tryggingafélögunum

Könnun FÍB dagana fyrir páska staðfestir jákvæða neytendahegðun gegn tryggingafélögunum. Rúmlega eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni og sögðust 43% hafa leitað tilboða í tryggingar sínar nýlega og flestir fengið lækkun iðgjalda. 45% sögðust eiga eftir að leita tilboða í því skyni að fá betri kjör á tryggingunum.

FBI varar við hættu á árásum tölvuhakkara á bíla

Bandaríska leyniþjónustan FBI og umferðaröryggisstofnunin NHTSA sent út viðvörun til bíleigenda og bílaframleiðenda. Í henni er varað við því að bílar séu stöðugt að verða tölvu- og netvæddari og þar með viðkvæmari fyrir árásum tölvuhakkara.

Ford jepplingur frá Rúmeníu

Ford Motor Co ætlar að endurbæta bílaverksmiðju sína í Suður-Rúmeníu fyrir 200 milljón evrur og framleiða þar síðan nýjan jeppling; Ford EcoSport.

BMW ber að greiða viðgerðir á gölluðum tímakeðjubúnaði

Nokkrar undirgerðir svonefndra N47 dísilvéla í BMW bílum (alls ekki allar) geta haft þann galla að slaki kemur á tímakeðjuna í vélinni. Þegar það gerist getur það endað með því að keðjan fer útaf tannhjólum sínum og vélarnar eyðileggjast gersamlega.

Stærri rafhlöður og lengra drægi Nissan Leaf

Ný uppfærsla Nissan Leaf með 30 kWst. rafhlöðum í stað 24 kWst. er kominn á Evrópumarkað. Með nýju rafhlöðunum hefur drægið aukist úr ca 200 km í 250 km.