Fréttir

ADAC stóð Nokian að fúski

Það var ADAC í Þýskalandi, systurfélag FÍB sem fletti ofan af fúski Nokian. Fúskið fólst í því að Nokian útvegaði óháðum hjólbarðaprófunaraðilum hjólbarða í gæðaprófanir og laumaði til þeirra hágæðadekkjum og lét í veðri vaka að þetta væru þau dekki sem í boði væru á almennum markaði.

Opel Astra er bíll ársins í Evrópu 2016

Rétt í þessu var það tilkynnt við opnun bílasýningarinnar í Genf í Sviss að Opel Astra hefði verið valinn bíll ársins í Evrópu af 58 manna hópi evrópskra bílablaðamanna frá 22 ríkjum. Bein útsending var á Netinu frá athöfninni og það var forsmaður valhópsins, sænski blaðamaðurinn Hakan Matson frá Dagens Industri, sem tilkynnti um valið. Volvo XC-90 varð í öðru sæti.

Vegaaðstoð á rafmagnsreiðhjólum

Vegaaðstoð hins austurríska systurfélags FÍB ÖAMTC, hefur bætt rafmagnsreiðhjólum í ökutækja- og verkfæraflota sinn um sumartímann. Fyrir eru í flotanum fólks- og sendibílar og dráttarbílar. „Þetta er vegaaðstoð sem er einstök og sú fyrsta í heiminum sem sögur fara af,“ segir Oliver Schmerold framkvæmdastjóri ÖAMTC.

Ökuljós allan sólarhringinn eru lögboðin

Samgöngustofa og lögregla hafa nú hnykkt á því að það sé lagaskylda á Íslandi að hafa ökuljósin kveikt á bílum í akstri allan sólarhringinn. Eftir að Evrópusambandið gaf út tilskipun um sérstök orkusparandi dagljós í bílum árið 2011 hefur þeim bílum farið fjölgandi í umferð sem kveikja sjálfvirkt á þessum dagljósum framan á bílnum en ekki á afturljósum.

VÍS hækkar tryggingagjöld vegna slæmrar afkomu – vill nú greiða út 5 milljarða arð

Í gær, 24. febrúar samþykkti stjórn VÍS ársreikninga félagsins fyrir 2015. Samkv. þeim skilaði reksturinn 2.076 m.kr. hagnaði samanborið við 1.240 m.kr. hagnað 2014. Stjórn lagði til að greiddur yrði arður til hluthafa upp á fimm milljarða króna. Reikningarnir og arðgreiðslutillagan verða lögð fyrir hluthafafund í mars nk.

Tífalt hættulegra að aka reiður en í góðu skapi

Niðurstaða bandarískrar rannsóknar á slysahættuþáttum í umferðinni er m.a. sú að reiðir ökumenn séu tífalt háskalegri í umferðinni en ökumenn sem eru í góðu skapi.

Varasöm þakbox geta slasað fólk

Mörg af þeim þakboxum sem bjóðast eru varasöm og standast ekki árekstrarpróf. Skiði, skíðastafir og skíðaklossar fljúga út úr þeim við árekstur. Skíðin gætu stungist í gegn um framrúðu mótakandi bíls í árekstri og valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða að sögn yfirmanns slysarannsókna hjá sænska tryggingafélagin Folksam í samtali Dagens Nyheter.

Glænýr Hilux í Genf

Evrópufrumsýning á nýrri kynslóð hins langlífa og vel metna pallbíls Toyota Hilux verður á bílasýningunni í Genf sem opnuð verður almenningi á þriðjudaginn kemur kemur, 1. mars.

6 metanólbílum reynsluekið á Íslandi í eitt ár


Tívolí-Musso?

SsangYong Musso frá S. Kóreu var talsvert vinsæll jeppi hér á landi um skeið. Nú er kominn fram nýr bíll frá SsangYong. Það er jepplingur sem hefur gerðarheiti sem minnir á Kaupmannahöfn – Tivoli. SsangYong hefur átt í rekstrarörðugleikum undanfarin ár en er nú komið í eigu indverska bílaframleiðandans Mahindra.