Fréttir

Sjóvá lækkar arðgreiðslur úr 3,1 milljarði í 657 milljónir kr.

Stjórn tryggingafélagsins Sjóvár ákvað fyrr í dag að lækka arðgreiðslur úr félaginu úr 3,1 milljarði í 657 milljónir króna. Breytingartillaga við fyrri tillöguna um 3,1 milljarðs arðgreiðslu verður lögð fyrir aðalfund félagsins á morgun, föstudaginn 11. mars

Skoðanakönnun FÍB

Fjármálaeftirlitið hefur sagt að fólk geti bara skipt um tryggingafélag sé það ósátt við framgöngu síns félags. Ert þú tilbúin(n) núna til að skipta um tryggingafélag?

Höfnun bótakröfu stenst ekki

Reykjavíkurborg og tryggingafélag borgarinnar hafa hafnað bótakröfu félagsmanns FÍB sem varð fyrir því að bíll hans stórskemmdist í holu á Hverfisgötu 28. febrúar sl. Meginrök fyrir höfnuninni eru þau að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi ekki vitað af því að aðstæður á óhappastað hefðu verið eins og þær voru. Nú er komið í ljós að þau rök standast ekki.

Fjármálaeftirlitið skilur ekki hlutverk sitt

Athugasemd frá FÍB vegna yfirlýsingar FME

FME biður FÍB blessunar í hagsmunabaráttu félagsins en.....

FÍB hefur undanfarið gagnrýnt Fjármálaeftirlitið (FME) fyrir hversu tregt það er að gæta hagsmuna almennings gagnvart sjálftökufyrirætlunum eigenda tryggingafélaganna. Nú hefur Fjármálaeftirlitið svarað þessari gagnrýni og ber svarið þess skýran vott að ríkisstofnuninni telur ekki hagsmuni neytenda innan síns verkahrings.

Danskt tryggingafélag endurgreiðir vátryggjendum 14,2 milljarða

Danska tryggingafélagið Tryg skilaði rekstrarhagnaði á síðasta ári og ætlar að láta viðskiptavini sína njóta góðs af og endurgreiða þeim 14,2 milljarða ísl. kr. eða um átta prósent af greiddum iðgjöldum sl. árs

FÍB sakar Fjármálaeftirlitið um vanrækslu

- fjármálaráðherra hvattur til að taka í taumana áður en tryggingafélögin tæma bótasjóðina á næstu dögum Þrjú tryggingafélög hafa kynnt fyrirætlanir um samtals 8,5 milljarða króna arðgreiðslur á næstu dögum. Fjármunina á að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafa safnað með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum.

Bíll stórskemmist í torfærum Hverfisgötunnar

Viðar Heimir Jónsson félagsmaður í FÍB varð fyrir því óhappi að aka ofaní djúpar holur við krappa hraðahindrun á Hverfisgötu móts við Þjóðmenningarhúsið. Viðar ók eftir Hverfisgötunni í átt að Hlemmi þegar bifreið hans tók hastarlega niðri og brotnaði olíupannan undir vélinni og olían flæddi út. Byrjað var að skyggja, votviðri var og skyggni ekki sérlega gott og talsverð umferð bíla um götuna sem og gangandi vegfarenda. Engin leið var því að sjá holurnar og engar merkingar voru við þær né fjölda annarra sem eru á þessum kafla Hverfisgötunnar. Borgin og tryggingafélag hennar hafna því að bæta tjónið.

Rússnesk snilldarhönnun

Nú stendur bílasýningin í Genf sem hæst – sú sýning sem er helsti vettvangur evrópskra bílaframleiðenda til að viðra nýjungar og framtíðarhugmyndir. Eina athyglisverðastu hugmynd að nýjum borgarbíl sem fram hefur komið mjög lengi er þó ekki að finna á sýningunni í Genf. Það er rússneski hugmyndarbíllinn eða frumgerðin Mirrow Provocator.

Vélarhitarinn – gleymdi umhverfisverndarinn

Fram að þessu hefur það verið viðtekin skoðun að bíll með vélarhitara sem hefur hitað upp bílinn fyrir gangsetningu, mengi 50% minna fyrstu 20 notkunarmínúturnar en bíll með óupphitaða vél. En nú alveg nýlega hefur finnska tæknirannsóknastofnunin VTT rannsakað málið og er niðurstaðan sú að mengunin er allt að 71% minni. Munurinn á forhituðum bíl og óupphituðum er sem sé ekkert smáræði.