Fréttir

Rúmlega 65% nýskráðra bíla eru gráir eða hvítir

Litagleði í bifreiðakaupum er enn af skornum skammti þegar kemur að ákvörðunartöku á lit á bílnum. Gráir og hvítir bílar eru enn í miklum meirihluta nýskráðra bíla.

Mikil vakning í mengunarmálum í Evrópu

Til að stemma stigu við aukna mengun í mörgum stórborgum Evrópa hefur verið gripið til margs konar ráða. Ein þeirra er að útiloka gamlar bifreiðar sem menga meira en eðlilegt getur talist frá svæðum í og við miðborgir. Borgaryfirvöld í París, London og Stokkhólmi tóku ákvörðun um þetta fyrir tveimur árum og er árangurinn þegar farinn að koma í ljós. Nú hafa borgaryfirvöld í Madríd ákveðið að grípa til sömu aðgerða til að sporna við aukinni mengun sem er töluverð nú þegar.

22% ökumanna kjósa að fara um Víkurskarðið

Umferðin á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals er mun meiri í ár en eldri umferðarspár Vegagerðarinnar gerðu ráð fyrir, jafnvel í háspánni frá 2012, en hinsvegar fara fleiri um Víkurskarð en sömu spár gerðu ráð fyrir. Þær voru gerðar löngu áður en vitað var um verðlagningu á því að fara um Vaðlaheiðargöng. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Allar bílgerðir Jaguar Land Rover verða með rafmótor

Í samræmi við stefnu sína um að bjóða alla bílgerðir Jaguar Land Rover með rafmótor frá og með 2020 hefur verksmiðja fyrirtækisins í Castle Bromwich í Bretlandi nú verið undirbúin fyrir breytingarnar því 2021 kemur flaggskip Jaguar, stóri lúxusbíllinn XJ, á markað sem 100% rafbíll, en framleiðslu sama bíls með núverandi drifrás hefur verið hætt.

Umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg

Í kvöld og nótt verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina og hraði tekin niður í gengum framkvæmdasvæðið, en búast má við einhverjum töfum meðan á þessu stendur.

Óánægju gætir með stuttan greiðslufrest í Vaðlaheiðargöngum

Talsverðrar óánægju gætir á meðal vegfarenda sem fara um Vaðlaheiðargöng hversu stuttur tími er gefinn til greiðslu fyrir staka ferð í gegnum göngin. Frá því að gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöngum 2. janúar sl. hefur vegfarendum staðið til boða að kaupa staka ferð í gegnum göngin á kr. 1.500 á veggjald.is eða tunnel.is eða með símaappi allt að þremur tímum áður eða þremur tímum eftir að ekið er í gegnum göngin. Að öðrum kosti hefur veggjaldið verið innheimt af umráðamanni ökutækis að viðbættu 1.000 kr. álagi.

Ný umferðarlög fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Lögin er afrakstur margra ára undirbúnings og heildarendurskoðunar á löggjöfinni í víðtæku samráði við almenning og hagsmunaaðila. Nýju lögin nr. 77/2019 taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.

Brimborg innkallar 165 Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga.

Vegmerkingum víða ábótavant

Á Íslandi má finna víða dæmi um óviðunandi vegmerkingar. Það virðist eiga bæði við um skilti og yfirborðsmerkingar vanti, þær séu ónákvæmar eða orðnar óskýrar. Stundum virðist sem ekki sé hreinlega vandað nægilega til verka eða vegmerkingar látnar mæta afgangi. Þetta kemur fram í umfjöllun bílablaðs Morgunblaðsins þar sem fjallað er um vegmerkingar hér á landi

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní töluvert undir væntingum

Umferðin um Vaðlaheiðargöng í júní var töluvert undir væntingum og eru tekjur það sem af er sumrinu um 35% minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áætlunum var gert ráð fyrir að um 90% af umferðinni myndu nota göngin en staðreyndin er sú að hlutfallið er um 70%.