Fréttir

Rafvæðingin fyrr á ferðinni að mati Toyota

Japanski bílaframleiðandinn Toyota er mun bjartsýnni á sölu rafmagnsbíla en upphaflegar spár fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Á ráðstefnu sem stendur yfir í Peking í Kína þessa dagana kom fram að Toyota gerir ráð fyrir að heildarsala rafmagnsbíla frá fyrirtækinu á heimsvísu verði 5,5 milljónir bíla fyrir árið 2025.

Hekla hf innkallar WV Crafter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 VW Crafter bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rúða í afturhurð gæti losnað.

Mercedes-Benz kynnir áætlun um rafvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km.

Verðskrá Isavia á langtímastæðum hækkað um allt að 300% frá 2015

Sé leigurverð á langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll sett í samhengi við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbænum í Reykjavíl. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu. Þar kemur ennfremur fram að hækkanir á verðskrá á langtímabílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015.

Indverjar styrkja innviði til rafbílaframleiðslu

Indversk stjórnvöld ætla að leggja til 4,6 milljarða dala til fyrirtækja sem vinna að rafbíla- og rafhlöðuframleiðslu. Markmiðið með stuðningi indverskra stjórnvalda er að stuðla að aukinni notkun rafknúinna ökutækja og draga þannig um leið úr notkun jarðeldsneytisbifreiða.

Nýskráningar fólksbíla 7112 það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbíla það sem af er árinu eru orðnar alls 7112 sem er um 27,3% færri skráningar miðið við sama tíma á síðasta ári. 74.5% er til almennra notkunar og 24,7% til bílaleiga.

Fyrsta sendingin af Xpeng G3 rafbílnum til Noregs

Fyrsta sendingin af kínverska rafbílnum Xpeng G3 til Noregs fór í skip í Kína í vikunni. Um tímamót var að ræða en Noregur er fyrsti markaður bílsins utan Kína. Að sögn Espen Strømme framkvæmdastjóra norska innflutningsfyrirtækisins, Zero Emission Mobility, er mikill áhugi á bílnum í Noregi.

Nokkrir bílaframleiðendur lögsækja bandarísk stjórnvöld

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína ætlar að draga dilk á eftir sér. Nú hafa stóru bílaframleiðendurnir Marcedes Benz, Volvo, Tesla og Ford stefnt bandarískum stjórnvöldum vegna 25% innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Það eru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi sem greina frá þessu og fjalla um málið.

Sundabraut hefði mun meiri áhrif á umferðarþunga

Fyrsti áfangi Borgarlínu mun sáralitlu breyta um umferðarþungan í Ártúnsbrekku líkt og gert er ráð fyrir rísi ný byggð í grennd við Keldur. Borgarlína gæti fækkað ferðum um 400 bíla á sólarhring en að óbreyttu má gera ráð fyrir að óbreyttu muni um 110.000 bílar fari þar um á sólarhring 2025 og umferðartafir verði svipaðar og 2019, Fyrsti áfangi Sunabrautar gæti aftur á móti breytt þar töluverðu.

Nýr tengiltvinnbíll á leiðinni frá MG á Evrópumarkað

Bílaframleiðandinn MG birti í Lundúnum í dag, miðvikudag, fyrstu ljósmyndina af nýrri bílgerð fyrir Evrópumarkað. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.