29.04.2025
Þá er veturinn formlega að baki og sumarið hefur tekið við! Af því tilefni vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja ökumenn, sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.
30.04.2025
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur (120/2022) sem tóku gildi 1. apríl 2023. Í frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar í ljósi reynslu af lögunum og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur.
30.04.2025
Vegagerðin boðar til málþings um samvinnuverkefni í samgönguframkvæmdum 7. maí 2025 á Fosshótel Reykjavík klukkan 13:00 til 16:00.
28.04.2025
Kínverskir bílaframleiðendur hafa sýnt að þeir framleiða marga af öruggustu bílunum sem framleiddir eru í dag Í nýjum Euro NCAP-prófunum sýna þeir aftur mjög hátt almennt öryggi og má þar nefna bílana Xpeng, BYD, Hongqi og Geely. Fjöldi nýrra kínverskra bílamerkja hefur verið að koma inn á markaðinn á síðustu misserum.
27.04.2025
Áhrif veikingar bandaríkjadollara og lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki skilað sér út í verðlag á bensíni og dísilolíu hér á landi. Eldsneytisverð er, eins og verið hefur, hærra á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í hádegisfréttum á RÚV í dag.
26.04.2025
Ljóst er að róttækar breytingar Donalds Trump á alþjóðaviðskiptum valda bílaframleiðendum miklu tjóni. Gott dæmi um það er Audi Q5 sem er mest selda ökutæki þýska framleiðandans í Bandaríkjunum.Miklar tollahækkanir forsetans gera jeppann nær óseljanlegann og það sama má reyndar segja um margar aðrar bílategundir.
23.04.2025
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg vinnur að undirbúningi umferðaröryggisúrbóta á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Einnig verður öryggi bætt á strætóstöðvum og gönguþverun á Njarðargötu við Sturlugötu. Hringbraut og Njarðargata eru í veghaldi Vegagerðarinnar.
16.04.2025
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum. Forsópun hófst í síðustu viku og götuþvotturinn fer að hefjast.
15.04.2025
Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (The Insurance Institute for Highway Safety) verðlaunaði nýlega kóresku fyrirtækjasamsteypuna Hyundai Motor Group (HMG) þegar fyrirtækið veitti viðtöku tíu leiðandi öryggisverðlaunum fyrir framúrskarandi öryggisbúnað í fimm gerðum nýjustu bíla frá Hyundai og fimm bíla frá Genesis sem er lúxusmerki Hyundai.
14.04.2025
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað 15 stóra bílaframleiðendur og Samtök evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) um samtals 458 milljónir evra fyrir þátttöku í langvarandi samráði varðandi endurvinnslu úreldra ökutækja (ELV).