Fréttir

Verðmerkingar í lagi hjá 18 af 33 dekkjaverkstæðum

Könnun sem Neytendastofa gerði daganna 1.-5. apríl leiddi í ljós að 18 af 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu voru með verðskrá sýnilega á staðnum. Fjögur verkstæði voru með verðskrá en hún var ekki sýnileg og 11 voru ekki með verðskrá til staðar. Af þeim 17 vefsíðum sem skoðaðar var verðskrá á 9 síðum.

Jón Trausti endurkjörinn formaður BGS

Á aðalfundi Bílagreinasambandsins sem haldinn var sl. fimmtudag var sérstaklega fjallað um stöðu menntamála í iðngreinum og um bíla- og bílaleigumarkaðinn, auk þess sem Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka hélt gestaerindi um stöðu efnahagsmála. Góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar umræður meðal félagsmanna sem voru ánægðir með fundinn.

Fyrrverandi forstjóri VW ákærður

Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílaframleiðandans, Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hinu fræga útblásturssvindli sem upplýst varð árið 2015. Það var embætti saksóknara í borginni Braunschweig sem komst að niðurstöðunni.

Munur á hæsta og lægsta verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti 69 – 160%

Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69%-160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. Þetta kemur fram í verðkönnum sem unnin var af Alþýðusambandi Íslands og birt var í dag.

Procar svindlið og aðgerðarleysi stjórnvalda

Procar-svikin, sem ljóstrað var upp um í fréttaskýringaþættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu 12. febrúar sl., kalla á viðbrögð og aðgerðir af hálfu stjórnvalda og markaðarins til að auka öryggi og neytendavernd í bílaviðskiptum og endurheimta traust á markaði með notuð ökutæki. Það þarf að vinna að úrbótum til framtíðar og halda opinbera skrá um þau ökutæki sem átt hefur verið við með sviksamlegum hætti. Með þessum orðum hefst pistill Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðeigenda, sem birtist í FÍB-blaðinu sem var að koma út.

Nýir bílar teknir í notkun hjá Vöku

Vaka hefur tekið í notkun nýjan dráttarbíl af gerðinni Dodge Ram en bíllinn var sérsmíðaður í Bandaríkjunum. Dráttarbíllinn hefur reynst mjög vel í alla staði og er kærkominn viðbót í endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins. Vaka og FÍB hafa átt samstarf á annan áratug en Vaka veitir félagsmönnum í FÍB þjónustu þegar eftir því er óskað allan sólarhringinn.

Sala á rafbílum vex jafnt og þétt í Danmörku

Sala á rafbílum í Danmörku vex jafnt og þétt en sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði segja að Danir líta á rafbílinn sem álitlegri kost en áður. Sala á rafbílum í Danmörku hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum marsmánuði. Þá seldust hátt í sex hundruð bílar og helmingur þeirra var af gerðinni Tesla Model 3.

Nissan dregur saman seglin í Sunderland

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að framleiðsla á Nissan X-Trail muni flytjast frá bresku borginni Sunderland aftur til heimalandsins. Þessi ákvörðun er að mestu rakin til óvissunnar við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Metsala í sölu rafbíla í Noregi í mars

Bílasala í Evrópu virðist vera að rétta úr kútnum eftir að salan dróst saman á seinni helmingi síðasta árs. Það sem vekur hvað mesta athygli er að í Noregi hafa nýskráningar þar í landi aldrei verið fleiri en í mars. Bara í þessum eina mánuði voru skráðir um 11.500 nýir rafbílar sem er um tvöfalt fleiri bílar en í mánuðunum þar á undan. Í tölum sem nú liggja fyrir kemur fram að 57% nýskráðra bíla í mars í Noregi voru rafbílar.

Verkefnum fjölgar með auknum ferðamannastraumi

Stálkrókur á Selfossi hefur umsjón með FÍB aðstoð á svæði þar sem fer um ein mesta umferð á landinu. Stálkrókur hefur annast þessa aðstoð í tæplega 20 ár og segir Axel Gíslason framkvæmdastjóri fyrirtækisins að ýmislegt hafi breyst á þessum tíma. Umferðin hafi aukist gífurlega og bílarnir hafi tekið miklum breytingum og þá sérstaklega hvað öryggi þeirra varðar.