Fréttir

Enn nýtt met í umferð á Hringvegi

Umferðin í nýliðnum september á Hringveginum reyndist nærri fjórum prósentum meiri en í september fyrir ári síðan. Umferðin eykst mest á Suðurlandi. Búast má við að umferðin í ár aukist um sjö prósent sem er töluvert mikil aukning á einu ári að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Kílómetragjald leggst á raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla 2024

Í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að eig­end­ur raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla munu þurfa að greiða kíló­metra­gjald árið 2024. Er það um ári fyrr en eig­end­ur dísel- og bens­ín­bíla sem verða rukkaðir um gjaldið í árs­byrj­un 2025. Kíló­metra­gjaldið sé hluti af nýju kerfi, og muni það leysa af hólmi sér­stakt gjald á bens­ín og olíu sem nú sé í gildi.

Stórar innkallanir hjá Hyundai og Kia í Bandaríkjunum

Suður-kóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia hafa innkallað tæplega 3,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum vegna eldhættu. Fyrirtækin hafa hvatt eigendur bílanna að nota þá ekki fyrr en innköllunarviðgerð er lokið.

Tafir á framkvæmdum á Hafnarfjarðarvegi

Framkvæmdir vegna nýrra strætóstöðva við Hafnarfjarðaveg / Kringlumýrarbraut standa yfir. Þrengja hefur þurft veginn austan megin, á leiðinni til Reykjavíkur, til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsfólks. Vegfarendur sem þarna fara um hafa tekið eftir þvi að framkvæmdir hafa dregist á langinn og valdið töfum því samfara. En hvað veldur þessari seinkun á verklokum?

Mikillar óánægju gætir með hækkun bílastastæðagjalda í borginni

Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tóku gildi nú um mánaðamótin. Unnið var að því um helgina að breyta tæplega 300 skiltum í borginni. Tillaga þessa efnis var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í lok júní sumar.

Hlutdeild nýorkubíla 72,5% fyrstu níu mánuði ársins

Tölur sýna að nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu ársins er 5,4% meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar orðnar 13.838 en voru í fyrra 13.127 fyrstu níu mánuði ársins. Bílar til almennra notkunar eru alls 7.076 sem er um 51,1% hlutdeild. Bifreiðar til ökutækjaleiga eru 6.674 sem er um 48,2% hlutdeild að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Kynningarfundir varðandi Sundabraut

Kynningarfundir á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar verða haldnir í októberbyrjun um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar.

67% ferða í Reykjavík eru farnar á bíl

Ferðavenjur Íslendinga voru kannaðar 6. október til 30. nóvember 2022 og var Reykjavíkurskýrslan kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Síðasta ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2019.

Getur munað allt að 100 þúsund krónum á ári að velja ódýrasta bensínið

Það getur munað frá 60 upp í 100 þúsund krónum á ári ef neytendur velja ódýrasta eldsneytið sem stendur þeim til boða. Verð á bensínlítri hefur hækkað um 4-6 krónur í september. Yfir 50 króna munur er ódýrasta og dýrasta lítranum. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á Rás 2 í morgun.

Bíða þurfi með framkvæmdir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist þeirrar skoðunar að bíða þurfi með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða króna a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu úr samgöngusáttmálanum. Nýtt kostnaðarmat upp á 300 milljarða kr. í stað 160 milljarða kr. geri þetta að verkum. Þá telur hann nær lagi að horfa til skemmri tíma, t.a.m þriggja ára í senn.