Fréttir

Volkswagen í Bandaríkjunum býður ID.4 kaupendum fría rafhleðlsu í 3 ár

Bílaframleiðendur um allan heim ætla á næstu árum að leggja höfuðáherslu á framleiðslu rafbíla. Volkswagen hefur ákveðið að allir kaupendur að ID.4 bílnum fá ótakmarkaða hleðslu á bílana sína fyrstu þrjú árin eftir kaup.

Kínverjar ætla að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum en gert hefur verið fram til þessa. Innleiða á nýja stefna sem hefur það að markmiði að hvetja neytendur til kaupa á þessum bílum.

Bensínsprengja Altlantsolíu á Akureyri

Tímamót urðu í sölu á eldsneyti á Akureyri í dag þegar Atlantsolía lækkaði verð á lítranum við sölustöð sína við Baldurnes til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika í Hafnarfirði og á Sprengisandi í Reykjavík. Félagið býður nú upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi.

Unnið að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum

Unnið er að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum frá klukkan tíu á kvöldin til hálf sjö á morgnana. Þó nokkur umferð er um göngin á næturna en allt of oft vill brenna við að ökumenn sýni ekki nægilega aðgát í kringum vinnusvæðin. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi meðan á verkinu stendur eins og fram kemur í tilkynningu.

Innköllun á 578 Hyundai Santa Fe

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar og valdið íkveikju.

Ekki þarf að virkja sérstaklega til að rafmagnsvæða samgöngur

Á næstu tíu árum þarf hvorki að virkja sérstaklega á Íslandi til að rafmagnsvæða samgöngur né þurfi að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, í Silfrinu á RÚV sl. sunnudag.

Fimm milljóna framlag til að endurnýja búnað til bíltæknirannsókna

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í morgun samning um fimm milljóna króna framlag til að endurnýja mikilvægan búnað í Bíltæknimiðstöðinni, rannsóknarsetri vegna alvarlegra umferðarslysa á Selfossi.

BL innkallar Renault Espace

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Renault Espace V bifreiðar af árgerð 2017 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf spoiler á afturhlera á umræddum bifreiðum.

Hyundai hefur mikla trú á vetnisbílum

Suður-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai ætlar ekki að láta deigan síga í framleiðslu á vetnisbílum á næstu árum ef marka má markmið fyrirtækisins.

Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi

Nú er farið að hausta og eru eigendur þeirra hjólhýsa, fellhýsa, tjaldvagna og húsbíla sem eftir á að færa til skoðunar, að frá og með 1. október nk. leggst á 15.000 kr. vanrækslugjald sbr. 7 gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári.