Fréttir

Göngu­brú yfir Sæbraut að rísa

Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöður nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut stendur yfir. Einnig er unnið að samsetningu á brúnni sjálfri, en hún verður síðan hífð upp og sett í heilu lagi á sinn stað. Áætlað er að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí, þ.e. ef veðuraðstæður leyfa.

Ráðist í endurgerð hraðahindrana í borginni í sumar

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ráðast í endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er áætlað að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Förum varlega í umferðinni

Þrír hafa látist í umferðarslysum á síðustu dögum og hafa fjórir látist í banaslysum í umferðinni það sem af er þessu ári. Það er afar mikilvægt að við högum akstri eftir aðstæðum hverju sinni.

Byltingarkennd uppgötvun vísindamanna  - salt jarðar í hleðslurafhlöður

Princeton háskóli hefur kynnt stóran áfanga í þróun natríumjóna rafhlaðna með nýju bakskautsefni (katóðu). Um er að ræða ódýrari og umhverfisvænni valkost samanborið við hefðbundnar litíumjónarafhlöður. Þessi nýjung gæti verið mikil framþróun í geymslu á raforku og dregið úr eftirspurn eftir sjaldgæfum og dýrum hráefnum eins og litíum og kóbalti.

Markaðshlutdeild nýorkubíla í Noregi 95%

Nýskráningar fólksbifreiða í Noregi í febrúar voru 8.949 sem er 35,9% aukning samanborið við slakan febrúar á síðasta ári. Því er spáð að nýskráningar í Noregi verði 135 þúsund á þessu ári.

Einungis á Reykjanesbraut mældist aukning í umferð

Samkvæmt gögnum frá þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu var umferð um stofnvegi svæðisins nánast óbreytt milli febrúarmánaða 2024 og 2025. Aðeins mældist örlítil aukning upp á 0,1% milli ára.

Porsche stendur frammi fyrir niðurskurði

Talsmaður þýska bílaframleiðandans Porsche tilkynnti í vikunni að fyrirtækið þurfi að fækka starfsmönnum um 1.900 á næstu fjórum árum, til ársins 2029. Þýski bílaframleiðandinn þarf að fækka störfum um 15% á sínum helstu framleiðslustöðvum í Stuttgart-Zuffenhausen og Weissach fyrir árið 2029.

Stærsti bílaframleiðandi Kína í miklum vexti

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD tilkynnti í vikunni að hann hefði safnað 5,59 milljörðum Bandaríkjadala í frumútboði hlutafjár, sem var aukið að stærð og er stærsta útboð síðustu fjögurra ára í Hong Kong.

Bílasala fer vel af stað í Svíþjóð á þessu ári - sala á Tesla dregist saman um 42%

Bílasala fer víðast hvar vel af stað á þessu ári í Evrópu. Nýskráningar fólksbifreiða hér á landi eru líka mun fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Í Svíþjóð svo dæmi sé tekið er fjölgun nýskráninga á fólksbílum, þróun sem virðist ætla að halda áfram.

Meiri tíma þurfi til að koma svona grundvallarbreytingum á

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir að enn sé stefnt að því að innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni. Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi um helgina.