Fréttir

Stilling og Liqui Moly gefa 25 milljónir til bílaleiga á Íslandi.

Stilling hf í samstarfi við þýska olíu-og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly hafa ákveðið að styðja við íslenskar bílaleigur sem leggja þurfa stórum bílaflota sínum í sumar í kjölfar COVID-19. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem drepur bakteríur í dísilolíu og kemur í veg fyrir myndun þeirra, ásamt að verja eldsneytiskerfið fyrir tæringu og ryðmyndun.

Áhrifin af Covid vara ennþá

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í viku 23 reyndist fimm prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin minnkar því aftur en í viku 22 var hún nánast sú sama og fyrir ári. Áhrifin af Covid-19 og samdrætti í efnahagslífinu er þannig greinileg enn þá en Vegagerðin hefur bent á sambandið á milli hagvaxtar og umferðar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Tesla söluhæsti bíllinn það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða frá áramótum og til 6. júní eru nú orðnar 3.491 og nemur samdrátturinn um 45% miðað við sama tímabil í fyrra. Tesla er söluhæsta merkið en alls hafa selst 463 bifreiðar af þeirri tegund. Toyota er í öðru sæti með 450 bíla og Kia í þriðja sæti með 274. Þar á eftir koma Hyundai og Volkswagen.

Hægt að hlaða þrisvar sinnum hraðar

ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð af hraðhleðslustöðvum með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við höfuðstöðvar ON við Bæjarháls. Nú geta rafbílaeigendur hlaðið þrisvar sinnum hraðar en áður með nýjum hraðhleðslustöðvum ON þar sem afl þeirra mun aukast þrefalt, úr 50 kW í 150kW.

Mikill samdráttur á höfuðborgarsvæðinu en minni en í maí

Umferðin í maí á höfuðborgarsvæðinu reyndist 9,5 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan, þetta er mjög mikill samdráttur en mun minni en í apríl mánuði þegar samdrátturinn reyndist 28 prósent. Umferðin í síðustu viku reyndist einnig nánasta sú sama of í sömu viku fyrir ári, þannig að áhrifin af Covid-19 virðast vera að hverfa að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin í maí á Mýrdalssandi dróst saman um 70%

Umferðin á Hringveginum í maí dróst saman um ríflega 10 prósent sem er gríðarlegur samdráttur. Enn meiri samdráttur er frá áramótum en umferðin fyrstu fimm mánuði ársins er 15,5 prósentum minni en í sömu mánuðum í fyrra og hefur aldrei áður mælst jafn mikill samdráttur á þessum árstíma. Samdrátturinn er mestur á Austurlandi og á ferðamannaleiðum en á Mýrdalssandi dróst umferðin saman um nærri 70 prósent í maí. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Vegagerð fjárfesta 33% dýrari en hjá ríkissjóði

Samkvæmt útreikningum FÍB er 33% dýrara að fela fjárfestum að sjá um vegaframkvæmdir heldur en ríkinu. Munurinn felst í hærri fjármagnskostnaði einkafjárfesta og kostnaði við innheimtu vegtolla.

Hleðslustöðvum í Þýskalandi fjölgað til muna

Þýsk stjórnvöld hafa áform um að skylda allar bensínstöðvar að þær bjóði ennfremur upp á rafknúna bílhleðslu. Þessi óform eru til komin vegna aukinnar eftirspurnar á rafbílum þar í landi á komandi árum. Framkvæmd þessi ef af verður hefði mikinn kostnað í för með sér en þýska ríkið er tilbúið að borga hana að hluta.

Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum á Austurlandi

Þótt komið sé inn í fyrstu viku júnímánaðar er ökumönnum bent á að akstursskilyrði geta verið varhugaverð í vissum landshlutum í dag .Það er hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi og þar er gul viðvörun í gildi. Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum.

Renault fær neyðarlán frá franska ríkinu

Franski bílaframleiðandinn Renault gekk í dag frá 5 milljarða evra neyðarláni við frönsk stjórnvöld en fyrirtækið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda vegna kórónuveirurnar. Margar af stærstu lánastofnunum Frakkland koma einnig að láninu með franska ríkinu sem á 15% hlut í Renault.