02.10.2024
Yfir þriðjungur Dana getur ekki hlaðið rafbíl við heimili sitt. FDM stingur upp á "hleðslurétti" að norskri fyrirmynd, sem tryggir rafbílaeigendum rétt til að setja upp eigin eða sameiginlegar hleðslustöðvar heima.
01.10.2024
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur aukið markaðshlutdeild sína í Svíþjóð á þessu ári þrátt fyrir vinnudeilur sem hafa beinst að fyrirtækinu í næstum heilt ár, samkvæmt gögnum um bílasölu frá Norðurlöndunum sem birtust í upphafi vikunnar.
01.10.2024
Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða settar upp í haust.
30.09.2024
Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur tilkynnt um innköllun á næstum 97.000 rafbílum vegna framleiðslugalla í stýrisstjórnbúnaði sem gæti valdið eldhættu. Innköllunin nær til Dolphin og Yuan Plus rafbíla sem voru framleiddir í Kína á tímabilinu nóvember 2022 til desember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu (SAMR) sem var birt var um helgina.
30.09.2024
Það sem af er árinu hafa 13 látið lífið í umferðarslysum sem er það mesta um sjö ára skeið. Síðasta banaslysið átti sér stað um helgina þegar ekið var á gangandi vegfaranda nærri gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar.
26.09.2024
Bílaumboðið Una, sem hefur umboð fyrir XPENG hér á landi, opnaði sýningarsal sinn á Vínlandsleið 6-8 um síðustu helgi. Til sýnis verða þrír XPENG rafmagnsbílar en það eru P7, G9 og G6. Bílaumboðið Una er systurfélag Öskju en bæði bílaumboðin eru í eigu Vekru.
20.09.2024
Á meira en 30 áfangastöðum ferðamanna víða um land eru að jafnaði rukkaðar 1.000 kr. fyrir að leggja bíl. Ef ekki er gengið frá greiðslu samdægurs fær bíleigandinn senda kröfu um 4.500 kr. vangreiðslugjald til viðbótar. Á flestum þessara staða er nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði sem áður voru gjaldfrjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem útskýrir eða réttlætir gjaldtökuna.
18.09.2024
Umferðin á höfuborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp þrjú prósent sem er u.þ.b. meðaltalsaukning. Umferðin það sem af er ári hefur aukist minna en á sama tíma og í fyrra. Nú lítur út fyrir að umferðin á svæðinu í ár aukist um 3,3, en heldur dregur úr umferðaraukningu frá því í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
18.09.2024
Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Reykjavík, RIFF, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu. Matarvagnar, popp og gos verður á staðnum til að gera bíóupplifunina enn eftirminnilegri.
18.09.2024
Í fyrsta sinn eru fleiri rafbílar en hreinir bensínbílar í norska bílaflotanum, segir í fréttatilkynningu frá norska umferðaráðinu (OFV). Fjöldi rafbíla í norska fólksbílaflotanum hefur tekið framúr bensínbílum. Á sama tíma eru innan við ein milljón dísilbíla á norskum vegum í fyrsta skipti síðan 2011.