16.01.2023
Evrópska öryggisstofnunin, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu hefur sett fram lista yfir öruggustu bíla sem prófaðir voru árið 2022. Athygli vekur að ekki er að finna bíl sem framleiddur er í Evrópu. Þeir bílar sem komu best út úr öryggisprófunum koma frá Asíu og Bandaríkjunum.
16.01.2023
Verð á Tesla lækkaði umtalsvert í Noregi í síðustu viku en þetta hefur verið mest seldi bíllinn í Noregi um hríð. Fyrir lækkunina kostaði Model Y tæpar 7,5 milljónir króna en kostar nú tæplega 5,8 milljónir íslenskar krónur. Model 3 lækkar töluvert minna. Kostaði fyrir lækkunina tæpar sex milljónir en er núna á 5,7 milljónir. Reyndar hefur Tesla verið að lækka víða í verði, í Evrópu og Bandaríkjunum.
11.01.2023
Meira en áratug eftir að Tesla opnaði sína fyrstu ofurhleðslustöð í því sem nú er stærsta hraðhleðslukerfi heims fyrir rafbíla hefur Mercedes-Benz ákveðið að gera eitthvað svipað. Í fyrirlestri á CES vörusýningunni í Las Vegas í síðustu viku talaði sænski forstjórinn Ola Källenius um áætlanir fyrirtækisins um að byggja upp alþjóðlegt net 10.000 hraðhleðslutækja, sem verða knúin endurnýjanlegri orku.
11.01.2023
Kia hlaut fjórar virtar viðurkenningar í samgönguflokki GOOD DESIGN-verðlaunanna 2022 fyrir Niro, EV9-hugmyndabílinn, EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið.
11.01.2023
Bílaumboðið Hekla efnir til laugardaginn 14. janúar til rafmagnaðrar vetrarsýningar að Laugavegi 174 á milli klukkan 12 og 16. Árið 2023 verður viðburðarríkt fyrir Heklu sem fagnar meðal annars 90 ára afmæli. Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og allt sem viðkemur hleðslulausnum.
10.01.2023
Í árslok var fjögur þúsundasti rafbíllinn frá BL afhentur frá því að fyrirtækið hóf sölu þeirra 2013 þegar Aron Knútsson sölumaður afhenti Rui Luís Sequeira Gomes Silva á gamlársdag nýan og glæsilegan Renault Megane E-Tech.
09.01.2023
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu daga þessa nýja árs eru alls 194. Í samanburði við fyrstu daga ársins 2022 voru þær 245 og nemur fækkunin því rúmum 20% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
06.01.2023
Neytendur á Íslandi borga nú um 60 krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni en þeir gerðu fyrir ári síðan. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur vakið athygli á þessu á heimasíðu félagsins og er þar nefnt sem dæmi að N1 hafi selt bensínlítrann á 270,90 krónur í byrjun árs 2022 og í lok árs hafi hann verið kominn yfir 327 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í segir í samtali við Morgunblaðið í dag að síðustu tvo mánuði nýliðins árs hafi álagningin verið í hæstu hæðum hjá olíufyrirtækjunum hérlendis, hvort sem litið sé til þess olíufélags sem bauð lægsta verðið eða einhverra annarra.
04.01.2023
Reykjavíkurborg hefur lagt af gjaldfrelsi visthæfra bifreiða í gjaldskyld stæði í allt að 90 mínútur. Reglurnar áttu við um raf- og vetnisbifreiðar. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti tillögu þess efnis á fundi 19. október sl. Engar upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkur um þessar breytingar. Samkvæmt heimasíðunni virðist þessi heimild vera í fullu gildi ennþá.
04.01.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 reyndist 1,6 prósenti meiri en árið áður. Ekki var þó um met að ræða því örlítið meiri umferð mældist metárið 2019. Umferðin í desembermánuði dróst saman um tvö prósent á svæðinu að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.