Fréttir

Asíu- og amerískir bílar komu best frá örggysprófunum Euro NCAP

Evrópska öryggisstofnunin, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu hefur sett fram lista yfir öruggustu bíla sem prófaðir voru árið 2022. Athygli vekur að ekki er að finna bíl sem framleiddur er í Evrópu. Þeir bílar sem komu best út úr öryggisprófunum koma frá Asíu og Bandaríkjunum.

Tesla lækkar í verði í Noregi

Verð á Tesla lækkaði umtalsvert í Noregi í síðustu viku en þetta hefur verið mest seldi bíllinn í Noregi um hríð. Fyrir lækkunina kostaði Model Y tæpar 7,5 milljónir króna en kostar nú tæplega 5,8 milljónir íslenskar krónur. Model 3 lækkar töluvert minna. Kostaði fyrir lækkunina tæpar sex milljónir en er núna á 5,7 milljónir. Reyndar hefur Tesla verið að lækka víða í verði, í Evrópu og Bandaríkjunum.

Mercedes-Benz stefnir á risa hraðhleðslukerfi

Meira en áratug eftir að Tesla opnaði sína fyrstu ofurhleðslustöð í því sem nú er stærsta hraðhleðslukerfi heims fyrir rafbíla hefur Mercedes-Benz ákveðið að gera eitthvað svipað. Í fyrirlestri á CES vörusýningunni í Las Vegas í síðustu viku talaði sænski forstjórinn Ola Källenius um áætlanir fyrirtækisins um að byggja upp alþjóðlegt net 10.000 hraðhleðslutækja, sem verða knúin endurnýjanlegri orku.

Kia hlýtur viðurkenningar

Kia hlaut fjórar virtar viðurkenningar í samgönguflokki GOOD DESIGN-verðlaunanna 2022 fyrir Niro, EV9-hugmyndabílinn, EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

Veturinn er rafmagnaður hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla efnir til laugardaginn 14. janúar til rafmagnaðrar vetrarsýningar að Laugavegi 174 á milli klukkan 12 og 16. Árið 2023 verður viðburðarríkt fyrir Heklu sem fagnar meðal annars 90 ára afmæli. Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og allt sem viðkemur hleðslulausnum.

Fjögur þúsundasti rafbíllinn frá BL afhentur

Í árslok var fjögur þúsundasti rafbíllinn frá BL afhentur frá því að fyrirtækið hóf sölu þeirra 2013 þegar Aron Knútsson sölumaður afhenti Rui Luís Sequeira Gomes Silva á gamlársdag nýan og glæsilegan Renault Megane E-Tech.

Flestar nýskráningar í dísilbílum fyrstu daga ársins

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu daga þessa nýja árs eru alls 194. Í samanburði við fyrstu daga ársins 2022 voru þær 245 og nemur fækkunin því rúmum 20% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Olíufélögin hér á landi fylgja ekki heimsmarkaðsverðinu eftir

Neytendur á Íslandi borga nú um 60 krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni en þeir gerðu fyrir ári síðan. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur vakið athygli á þessu á heimasíðu félagsins og er þar nefnt sem dæmi að N1 hafi selt bensínlítrann á 270,90 krónur í byrjun árs 2022 og í lok árs hafi hann verið kominn yfir 327 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í segir í samtali við Morgunblaðið í dag að síðustu tvo mánuði nýliðins árs hafi álagningin verið í hæstu hæðum hjá olíufyrirtækjunum hérlendis, hvort sem litið sé til þess olíufélags sem bauð lægsta verðið eða einhverra annarra.

Ekki frítt að leggja rafbíl í Reykjavík frá áramótum

Reykjavíkurborg hefur lagt af gjaldfrelsi visthæfra bifreiða í gjaldskyld stæði í allt að 90 mínútur. Reglurnar áttu við um raf- og vetnisbifreiðar. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti tillögu þess efnis á fundi 19. október sl. Engar upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkur um þessar breytingar. Samkvæmt heimasíðunni virðist þessi heimild vera í fullu gildi ennþá.

Aukning í umferð á höfuðborgarsvæðini en met ekki slegið

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 reyndist 1,6 prósenti meiri en árið áður. Ekki var þó um met að ræða því örlítið meiri umferð mældist metárið 2019. Umferðin í desembermánuði dróst saman um tvö prósent á svæðinu að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.