Fréttir

Samstöðufundur við hús Vegagerðarinnar

Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar, efna í dag til samstöðufundar við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni. Samstöðufundurinn er haldinn vegna banaslyss á Kjalarnesi sl sunnudag þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls biðu bana í árekstri við húsbíl.

Leggja þarf malbik að nýju á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Leggja þarf malbik að nýju á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Staðirnir sem um ræðir eru á Bústaðaveg, Reykjanesbraut við Vífilsstaði og á Gullinbrú í Grafarvogi.

Vegurinn mun hálli en kröfur er gerðar um – fleiri vegkaflar skoðaðir

Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga um leið og aðstæður leyfa, á þeim kafla þar sem nýlögn stenst ekki staðla og útboðsskilmála varðandi viðnám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Yfirlögn á malbiki uppfyllti ekki skilyrði að mati Vegagerðarinnar

Að mati Vegagerðarinnar uppfyllti yfirlögn á vegakafla á Kjalarnesi ekki skilyrði þar sem tveir létu lífið þegar bifhjól og húsbíll skullu saman í gær. Vegagerðin lítur málið alvarlegum augum og hefur tíminn verið nýtur frá slysinu til að fá heildarmynd á þessa framkvæmd eftir því sem fram kemur á mbl.is.

Efna til mótmæla vegna slyss sem verða þögul og sterk

Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar, hafa boðað til mót­mæla við hús­næði Vega­gerðar­inn­ar í Borg­ar­túni í kjöl­far um­ferðarslyss á Kjal­ar­nes­vegi í gær þar sem tveir lét­ust. Ökumaður og farþegi voru á bif­hjól­inu. Ökumaður annars vélhjóls lenti utan vegar og slasaðist nokkuð.

Formúlu 1 tímabilið hefst 2. júlí

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 2.–5 júlí.

Vesturlandsvegur lokaður vegna framhaldsrannsóknar

Hluta Vesturlandsvegar verður lokað kl. 13 í dag, mánudaginn 29. júní, í þágu framhaldsrannsóknar vegna banaslyss, sem varð norðan Grundarhverfis í gær, en áætlað er að rannsóknin taki 1-2 klukkustundir.

Rafbílar seljast best í niðursveiflunni

Bílasala almennt hrundi um allan heim í kórónuveirufaraldrinum og ekki sér fyrir endanum. Algjört frost er sum staðar og dæmi eru um í nokkrum löndum að bílasala hafi farið niður um 90%.

Rafhleðslustöðvum fjölgar jafnt og þétt

Áframhaldandi uppbygging á innviðum til þess að mæta aukinni þörf rafhleðslu heldur áfram. Nú er svo komið að á hringveginum má finna fjölda stöðva frá ýmsum aðilum. Orka Náttúrunnar og Ísorka eru með flestar stöðvar hringinn í kringum landið. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2020.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur er áþekk umferðinni í sömu vikum fyrir ári síðan. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að sveiflur eru í umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar nokkra rullu þar sem góð spá getur leitt til þess að fleiri haldi út á land af höfuðborgarsvæðinu. Umferðin virðist sem sagt vera búin að jafna sig á samdrættinum vegna Covid 19.