Fréttir

Jarðgöng talin æskilegri kostur

Jarðgöng eru nú metin æskilegri kostur fyrir Miklubraut en stokkur sem lengi hefur aðallega verið í umræðunni. Fjórar útfærslur eru til skoðunar fyrir framkvæmdir á Miklabraut, tvær fyrir stokk og tvær fyrir jarðgöng. Að mati þekkingafyrirtækisins EFLU, sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina, ætti að fara með jarðgöng á næsta hönnunarstig.

Lokanir tryggja öryggi gangandi vegfarenda

Nú standa yfir framkvæmdir og lagfæringar á gatnakerfinu víða á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar hafa borist um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og eins um framkvæmdir beggja vegan Kringlumýrarbrautar í Fossvogi svo eitthvað sé nefnt. Vegfarendur sem þar fara um velta því fyrir sér af hverju sé ekki gengið frá vinnusvæðum eftir vinnudag? Alltaf sömu tafirnir viðvarandi þó vinnudegi sé lokið.

Dísilbílar ódýrastir í ferðalaginu – önnur gerð bíla er hagkvæmari hversdagslega

Þrátt fyrir lækkað verð á rafmagni er gamli góði dísilbíllinn samt enn ódýrasti valkosturinn til lengri ferðalaga eins og suður á bóginn. Bensínbíllinn er dýrastur eins og vænta mátti en þar er komið fram nýtt ráð sem getur hjálpað þér við að spara eldsneytið. Þetta kom fram m.a. í könnun sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, gerði nýverið og birti á dögunum.

Sértakar reglur um smáfarartæki í umferðarlögum hafa tekið gildi

Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti um helgina frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi. Markmiðið er að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta.

Bílastæði fyllast hratt yfir sumartímann á Keflavíkurflugvelli

Bílastæði við Keflavíkurflugvöll (KEF) verða vel nýtt í sumar. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Því fyrr sem stæðið er bókað því betri kjör fást.

Í skoðun að banna nýskráningu bensín og dísel bíla árið 2028

Í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er í skoðun að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti 2028.

Bikblæðingar í kjölfar hlýinda

Talsvert er um bikblæðingar á vegum nú þegar hlýnað hefur í veðri. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát. Vegagerðin hefur látið sanda vegi þar sem mikið er um bikblæðingar til að reyna að draga úr þeim. Varað er við ástandinu með skiltum og víða hefur hraði verið lækkaður að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Blæðir helst úr ársgömlu eða tveggja ára gömlum klæðingum

Rann­sókn á slys­inu í Öxnadal sl. föstudag er um­fangs­mik­il og stend­ur enn yfir. Rúta með 22 erlenda ferðamenn valt á heiðinni. Nokkrir farþegar fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi á Akureyri og enn aðrir voru fluttir til Reykjavíkur.

Bílasala dregst saman víða á Norðurlöndum

Það sem af er árinu eru nýskrániningar fólksbifreiða hér á landi 5.736. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 8.749 sem er 34,4% samdráttur. Sala í nýorkubílum dregst mikið saman á milli ára. Sala í jarðefnaeldssneytisbílum eykst hins vegar á sama tíma.

Aukið aðgengi að hleðslustöðvum

Nú geta hótel, gisti- og veitingastaðir hringinn í kringum landið fengið hleðslustöðvar í áskrift frá Orku náttúrunnar.