Fréttir

Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frumvarpsdrög um kílómetragjald á ökutæki í stað vörugjalda á eldsneyti. Miðað er við að lög um gjaldið taki gildi um næstu áramót. Fram kemur í tilkynningu að innleiðing nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu hófst árið 2023.

Mesta umferð í einum mánuði frá upphafi mælinga

Umferðin jókst um 1,7% milli september mánaða árin 2023 og 2024. Mest jókst umferðin í mælisniði á Reykjanesbraut, eða um 2%, en minnst um mælisnið á Vesturlandsvegi eða um 1,4%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Tesla á svörtum lista í Svþjóð

Sænsk stjórnvöld vinna að því að tryggja réttindi bíleigenda og neytenda sem stuðlar að því að bílaiðnaðurinn fylgi þeim lögum og reglum sem samkomulag hefur náðst um. Fyrirbyggjandi starf með ráðgjöf og hagsmunabaráttu neytendum til handa er sérstaklega mikilvægt þegar stórir aðilar kjósa að fylgja ekki reglum og skilmálum.

Dómurinn hefur áhrif á rekstur bílastæða í landinu

Brimborg ehf, sem rekur bílaleigu, þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs stöðugjöld leigutaka sinna í bílastæðahúsinu við Hafnartorg samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn er athyglisverður fyrir margar sakir en nú geta bílaleigur gert leigutökum kleift að komast hjá greiðslu gjalda sem aðrir þurfi að greiða.Þetta er meðal þess sem kemur fram á visir.is og dv.is í umfjöllun um málið.

Hætta að sekta fyrir notkun nagla­dekkja

Lögreglan á Suðurlandi vill taka fram að hún er ekkiI að sekta ökumenn bifreiða, sem eru komnar á nagladekk, þótt slík dekk séu almennt aðeins leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl.

Umferðin eykst á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi jókst um 4,5 prósent í nýliðnum september mánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Slegið var nýtt met i mánuðinum en þessi aukning er nokkuð yfir meðaltalsaukningu síðustu ára. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár á Hringveginum aukist um 3,2 prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Aukning í bílaþjófnuðum í Þýskalandi

Tölur sem þýska tryggingasambandið (GDV) birti sýna að 14.585 ökutæki með altryggingu voru teknir ófrjálsri hendi árið 2023, sem er næstum 20 prósenta aukning frá fyrra ári. Félags þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, prófaði um 700 bíla og aðeins undir 10% stóðust próf gegn sviðsettum innbrotum. Félagið mælir með virkjun öryggiskerfa.

Mestur stuðningurinn við Borgarlínu er meðal íbúa höfuðborgarinnar

Maskína hefur frá ársbyrjun 2018 kannað hug landsmanna til Borgarlínu. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við verkefnið frá upphafi mælinga en samkvæmt nýjustu Maskínukönnun nú í september eru 37% landsmanna hlynnt Borgarlínu og um þriðjungur andvígur.

Bygging nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi

Bygging nýrrar Ölfusárbrúar hefur verið í umræðunni að undanförnu og virðist sem svo að bygging hennar sé í uppnámi. Ein ástæðan er sú að illa gengur að mæta því skilyrði Alþings að veggjöld standi undir kostnaði.

Lítilsháttar aukning í sölu hjá Volvo þrátt fyrir óvissu á markaði

Sala á Volvo Cars jókst um 1% milli ára í september og nam 62.458 bílum, sagði sænski bílaframleiðandinn á miðvikudag á sveiflukenndum og óvissutímum á markaði.