Fréttir

Erum að svara kallinu um orkuskipti í samgöngum

Nýjasta hlaða ON var opnuð var tekin í notkun á dögunum í Búðardal. Þrátt fyrir ausandi rigningu var Jón Markússon, rafvirki og rafbílaeigandi í Búðardal mættur til að vígja hlöðuna og ganga úr skugga um að allt virkaði eins og það á að gera.

BL innkallar Isuzu og Qashqai

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að fjaðrablöð af aftan brotni við festingar.

Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt með farsímanotkun ökumanna

Eins og kunnugt er tók ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot gildi 1. maí fyrir tæpu ári síðan. Fram að því höfðu sektir fyrir umferðarlagabrot verið óbreyttar í rúm tíu ár. Mörgum fannst þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi.

Honda-umboðið yfir til Öskju

Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Toyota innkallar 139 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar. Alls eru því 139 bifreiðar í þessari innköllun.

Álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar

Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Samkeppnin er þó orðin meiri en áður en bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á vefmiðlinum visir.is

Færri nota símann undir stýri

Ný rannsókn meðal framhaldsskólanema sýnir að 14% færri nemendur töluðu í síma án handfrjálsbúnaðar undir stýri árið 2018 en 2016. Í sömu rannsókn kemur fram að 6% færri framhaldsskólanemendur senda eða skrifa skilaboð undir stýri. Aftur á móti senda fleiri nemendur Snapchat skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu en fyrir þremur árum.

33 ökutækjatjón á dag hjá VÍS

Á hverjum degi síðasta árs bárust að meðaltali 33 tilkynningar um ökutækjatjón til VÍS, samtals rúmlega tólf þúsund tjónsatburðir. Tala sem gróflega má margfalda með þremur til að fá út heildarfjölda tjóna sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna. Febrúarmánuður var tjónaþyngstur og voru 75 tjón sem komu inn þann dag þegar tilkynningar voru flestar.

Góður gangur í innkölluninni vegna gallaðra loftpúða

Frá árinu 2008 hafa bílaframleiðendur um allan heim þurft að innkalla bíla vegna gallaðra loftpúða. Þetta er stærsta innköllun á bílum sem nokkurn tímann hefur verið gerð og tekur til tugmilljóna bíla – líka á Íslandi. Þetta kom fram í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Það þarf að skipta um 50 milljón Takata-loftpúða í 35 milljón bílum. Búið er að skipta um stóran hluta þeirra, en ekki alla.

Enginn að gera neitt þrátt fyrir alvarleika málsins

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir Procar- málið afar víðfermt og þeir eru búnir að gangast við því sjálfir að hafa að minnsta kosti átt við 110 bíla. Síðan er þessi óvissa, hversu margir bílar eru hugsanlega þarna til viðbótar. Þessir bílar voru seldir og sumir voru með einhverja tugi þúsund kílómetra minni akstur á mæli þegar þeir voru seldir heldur en raunverulega var búið að aka þeim. Þetta var þess sem meðal annars kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi.