Fréttir

Afar ósáttur við hugmyndir um veggjöld

Hinn landsþekkti tónlistarmaður og ljóðskáld, Bubbi Morthens, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar, kynnti á dögunum sem snúa m.a. að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn og út úr höfuðborginni.

FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, óttast að innheimtukerfi veggjalda verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta sem þegar eru teknir renna til vegagerðar. Allar kostnaðartölur vanti og FÍB hefur að því áhyggjur að þarna sé verið að búa til nýja skatta ofan á þá 80 milljarða skatta sem lagðir eru árlega á bíleigendur.

Bensín hækkar um áramót vegna skattahækkana

Um næstu áramót mun bensínverð hér á landi hækka um 3,30 krónur á lítra og kemur það til vegna skattahækkana. Þá mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,1 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Veggjöld aukin skattheimta á fjölskyldurnar í landinu

Það er langur vegur að halda að umræðunni um fyrirhuguð veggjöld sé lokið. Hér er á ferð stórmál með aukinni skattheimtu sem skiptir alla landsmenn máli. Skattar á bifreiðar eru nú þegar miklir og er því um verulega aukna skattheimtu að ræða nái samgönguáætlun stjórnvalda fram að ganga sem inniheldur m.a. að lögð verða veggjöld á allar leiðir inn og út úr höfuðborginni sem og víðar um landið einkum tengt umferð um jarðgöng.

Árgjald FÍB 2019

Á stjórnarfundi í FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda nýlega, var samþykkt að árgjald félagsins árið 2019 verði kr. 8.220 til að mæta verðlagsþróun á árinu. Árgjaldið milli ára hækkar þannig um 240 kr. frá gjaldinu eins og það var 2018. Hækkunin er minni en hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Þrátt fyrir hækkunina, sem tekur gildi frá og með 1. janúar, er gjaldið samt sem áður áfram umtalsvert lægra en meðalárgjald sl. 20 ára.

Hægir á umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember jókst um 4,4 prósent um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar. Umferðin í ár hefur aukist um 3 prósent sem er þrisvar sinnum minni aukning en í fyrra á sama tíma. Þannig hægir verulega á aukningunni í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hlaðan á Flúðum sú 47. í röðinni

Það ríkti mikil tilhlökkun í vikunni þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair Hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.

Ólögleg notkun á farsímum undir stýri minnkar

Ólögleg notkun á farsímum undir stýri minnkar á milli ára en notkun á handfrjálsum búnaði eykst. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR á farsímanotkun landsmanna undir stýri sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember 2018.

Afgreiðslu samgönguáætlunar frestað

Ákvörðun þess efnis að fresta afgreiðslu samgönguáætlunar til 1. febrúar á næsta ári hefur verið samþykkt af formönnum allra flokka á Alþingi. Ljóst var að tíminn fram að jólum var allt of knappur til að afgreiða jafn stórt mál sem samgönguáætlunin er. Upphaflega var stefnt að því að afgreiða áætlunina og hún yrði samþykkt fyrir áramót. Áætlunina þarf að ræða betur ofan í kjölinn og á þá sættust formenn þingflokka á Alþingi í gærkvöldi.

Óboðleg hraðferð vegtolla gegnum Alþingi

FÍB mótmælir yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi. Þessum nýju sköttum á bíla og umferð á bersýnilega að þröngva í gegn á sem stystum tíma til að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu. Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg.