Fréttir

Bygging Ölfusárbrúar verður ekki alfarið svokallað samvinnuverkefni

Ríkissjóður þarf að borga 18 milljarða króna þegar ÞG-verk afhendir nýju Ölfusárbrúna tilbúna til notkunar árið 2028. Ekkert verður því úr að bygging brúarinnar verði alfarið svokallað samvinnuverkefni þar sem verktakinn byggir og innheimtir svo sjálfur brúartolla næstu áratugi til að fá borgað.

Hvað mun kosta að fara yfir nýju Ölfusárbrúna?

Verður brúartollurinn svipaður og kókflaska kostar í Bónus eða eins og hún kostar í bensínsjoppu? Þar á er ekki lítill verðmunur.

Innkallanir á Jeep Wrangler vegna íkveikjuhættu – 298 bílar hér á landi

Innkallanir víða um heim hafa verið gerðar á Jeep Wrangler bifreiðum. Innköllunin er til komin vegna þess að einangrun í rafhlöðunum getur rofnað og leitt til íkveikju. Jeep Wrangler bifreiðarnar sem þessi innköllun nær til voru framleiddar á tímabilinu 1. júlí 2020 til 16. nóvember 2023. Fjöldi bíla á heimsvísu er 191.786.

Tesla innkallar nánast flesta Cybertrucks í Bandaríkjunum

Í tilkynningu frá bandaríska bílaframleiðandanum Tesla segir að fyrirtækið væri að innkalla nánast alla Cybertrucks í Bandaríkjunum til að laga svokallaða ytri plötu sem gæti losnað við akstur. Innköllunin nær til rúmlega 46.000 ökutækja sem framleidd voru frá nóvember 2023 til 27. febrúar á þessu ári.

Malbikað fyrir 1,2 milljarða í sumar

Malbikað verður fyrir milljarð króna í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður er því um 1,2 milljarðar króna.

Audi þarf að verða hraðvirkara, sveigjanlegra og skilvirkara

Fyrr á þessu ári tilkynnti þýski bílaframleiðandinn Porsche, sem er hluti af Volkswagen samstæðunni, að þeir hygðust fækka störfum. Nú er komið að Audien fram til ársins 2029 mun fyrirtækið skera niður 7.500 störf í Þýskalandi, meðal annars í stjórnsýslu og þróun.

BYD íhugar að reisa þriðju verksmiðjuna í Evrópu í Þýskaland

Kínverski rafbílarisinn BYD lítur til Þýskaland fyrir mögulega þriðju samsetningarverksmiðju í Evrópu af því er heimildir herma. BYD er að íhuga þriðju aðstöðu til að þjóna evrópskum markaði á næstu árum, til viðbótar við þær tvær sem fyrirtækið er að byggja í Ungverjalandi og Tyrklandi.

Áætlanir gera ráð fyrir því að Sundabraut opni árið 2031

Starfshópur um fjármögnun Sundabrautar hefur tekið til starfa. Hópurinn hefur það hlutverk að vera verkefnisstjórn Sundabrautar til ráðgjafar t.a.m. varðandi undirbúning viðskiptaáætlunar, fjármögnunar og útboðsferlis að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Kallar eftir þjóðarátaki í upp­bygg­ingu vega

Umræða um ástand vega í land­inu hef­ur verið há­vær und­an­farið. Runólfur Ólafsson, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­anda, FÍB, seg­ir fjölda til­kynn­inga hafa borist á borð fé­lags­ins. Veg­irn­ir séu hættu­leg­ir og staðan sé al­var­leg. Þetta kom fram í viðtali við Runólf á mbl.is. Af þessu tilefni slóst hann í för mbl.is um götur á höfuðborgarsvæðinu og kannaði málið.

Northvolt lýst gjaldþrota

Nokkur þúsund manns misstu vinnuna í Skellefteå í Norður-Svíþjóð þegar rafhlöðuverksmiðjan Northvolt varð lýst gjaldþrota í gær. Northvolt átti að verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum, risastórt fyrirtæki sem framleiddi rafhlöður fyrir bíla.