17.12.2024
Viðsnúningur varð í nóvember í nýskráningum bíla innan Evrópusambandsins. Aukningin nam 1,1% að meðtali innan sambandslandanna. Spánn leiddi þróunina með 7,2% vöxt, á meðan Þýskaland náði 6% aukningu eftir þriggja mánaða samdrátt. Samdráttur var hins vegar í Frakklandi (-11,1%) og Ítalíu (-9,1%).
16.12.2024
Fjögur tilboð bárust í landfyllingar og sjóvarnir vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Tilboð voru opnuð í vikunni, nánar tiltekið 10. desember. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínunnar og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Því skal að fullu lokið 1. nóvember 2026.
13.12.2024
Samkvæmt nýrri skýrslu Bloomberg fréttastofunnar hefur verð á rafbílarafhlöðum áfram farið verulega lækkandi það sem af er þessu ári. Bílaframleiðendur í Evrópu hafa þó ekki notið þessara lækkunar til fulls vegna samkeppni frá Kína.
11.12.2024
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla seldi 21.900 rafbílum í Kína á fyrstu viku desember, sem er hæsta vikulega sala á fjórða ársfjórðungi 2024, samkvæmt tilkynningu sem Tesla í Kína sendi frá sér.
11.12.2024
Reykjavíkurborg og ON hafa gengið frá samningi um uppsetningu og rekstur hverfahleðslustöðva við 94 götustæði víðs vegar um borgina. Markmiðið er að styðja við orkuskipti í samgöngum með aðgengilegum og notendavænum hleðslulausnum í hverfum borgarinnar.
08.12.2024
Í septembermánuði sl. kom upp eldur í Mercedes Benz rafbíl í borginni Incheon vestan við höfuðborgina Seúl í S-Kóreu. Bílnum, sem hafði verið lagt í bílakjallara fjölbýlishúss, gjöreyðilagðist í eldinum sem olli að auki skemmdum á yfir 40 öðrum bílum. Það tók slökkviliðið um átta klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins í fjölbýlishúsinu. Margar fjölskyldur urðu heimilislausar um tíma en byggingin varð ennfremur fyrir skemmdum.
04.12.2024
Brot 140 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík frá föstudeginum 29. nóvember til mánudagsins 2. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut í vesturátt, á gatnamótum við Langholtsveg.
04.12.2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.
04.12.2024
Norsk könnun leidddi í ljós að 3,4 prósent bifreiða sem komu til tjónauppgjörs hjá tryggingafélaginu IF í janúar og febrúar á þessu ári voru á sumardekkjum.Tölurnar byggjast á tjónauppgjöri yfir 8.000 If-tryggðra bíla á þessum tveimur mánuðum síðasta vetur.
28.11.2024
Í aðdraganda alþingiskosninga sem verða laugardaginn 30. nóvember spyr FÍB flokkana sem sem bjóða fram í öllum kjördæmum á landsvísu um afstöðu þeirra til tekjuöflunar af bílum og umferð. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og ljóst að þessi málaflokkur mun verða í brennidepli fyrir kosningarnar. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og má sjá svö þeirra hér fyrir neðan. Ekki bárust svör frá Lýðræðisflokknum. FÍB kann flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð.