16.09.2024
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að með innleiðingu kílómetragjalds fyrir bensín- og dísilbíla á næsta ári munu bætast við samtals 233.000 ökutæki sem greiða þarf gjaldið af. Þar segir að þetta sé síðara skref við innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara gjaldtökukerfis af ökutækjum og eldsneyti.
13.09.2024
Skráning á umferðarþing Samgöngustofu er nú í fullum gangi. Þingið verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
12.09.2024
Framleiðsla ökuritakorta fer fram erlendis og mun flytjast á milli landa hinn 19. september. Af þeim sökum mun ekki verða hægt að framleiða kort í 4-6 vikur.
10.09.2024
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun kemur fram að ein stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
09.09.2024
Fyrirhuguðum vegatollum er ætlað að þvinga bíleigendur til að draga úr ferðum á annatímum milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Ferðavenjur eiga að breytast, fólki er ætlað að fresta eða sleppa því að fara ákveðnar leiðir á tilteknum tímum.
09.09.2024
Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.
05.09.2024
Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.
04.09.2024
Vegna umfjöllunar á vefsíðu FÍB um muninn á afkastagetu strætó og fólksbíla í umferðinni, þykir okkur hjá félaginu rétt að taka eftirfarandi fram:
04.09.2024
Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu eru hafnar á ný. Stutt hlé var gert vegna veiðitímabilsins í Elliðaám en áætlað er að viðgerðum ljúki fyrir lok október.
03.09.2024
Fyrr í dag fullyrtum við að á 40 km hraða gætu 450 bílar keyrt á 40 km hraða á tveimur akreinum á einni mínútu.
Þetta er reiknivilla, hið rétta er að talan er 150 bílar.