Fréttir

Vandaðri útfærslu þarf í inn­leiðingu kíló­metra­gjalds fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að með inn­leiðingu kíló­metra­gjalds fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla á næsta ári munu bæt­ast við sam­tals 233.000 öku­tæki sem greiða þarf gjaldið af. Þar seg­ir að þetta sé síðara skref við inn­leiðingu nýs, ein­fald­ara og sann­gjarn­ara gjald­töku­kerf­is af öku­tækj­um og eldsneyti.

Umferðaþing Samgöngustofu

Skráning á umferðarþing Samgöngustofu er nú í fullum gangi. Þingið verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.

Tímabundin stöðvun á framleiðslu ökuritakorta

Framleiðsla ökuritakorta fer fram erlendis og mun flytjast á milli landa hinn 19. september. Af þeim sökum mun ekki verða hægt að framleiða kort í 4-6 vikur.

Kílómetragjald lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun kemur fram að ein stærsta skatt­kerf­is­breyt­ing árs­ins felst í kerf­is­breyt­ingu á gjald­töku af öku­tækj­um og eldsneyti. Í byrj­un árs­ins verður kíló­metra­gjald einnig lagt á bif­reiðar sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Vegatollar geta valdið verulegri röskun á höfuðborgarsvæðinu

Fyrirhuguðum vegatollum er ætlað að þvinga bíleigendur til að draga úr ferðum á annatímum milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Ferðavenjur eiga að breytast, fólki er ætlað að fresta eða sleppa því að fara ákveðnar leiðir á tilteknum tímum.

Tesla opnar nýjan hleðslugarð í Keflavík

Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.

Dregur úr aukn­ingu umferðar á Hring­veg

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.

Vegna umfjöllunar FÍB um strætó og einkabílinn

Vegna umfjöllunar á vefsíðu FÍB um muninn á afkastagetu strætó og fólksbíla í umferðinni, þykir okkur hjá félaginu rétt að taka eftirfarandi fram:

Brúar­viðgerð­ir hafnar á ný

Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu eru hafnar á ný. Stutt hlé var gert vegna veiðitímabilsins í Elliðaám en áætlað er að viðgerðum ljúki fyrir lok október.

Leiðrétting á tölum um afkastagetu einkabíla í umferðinni

Fyrr í dag fullyrtum við að á 40 km hraða gætu 450 bílar keyrt á 40 km hraða á tveimur akreinum á einni mínútu. Þetta er reiknivilla, hið rétta er að talan er 150 bílar.