Fréttir

Bílasala að rétta úr kútnum

Nýskráningum í fólksbílum hefur á síðustu vikum verið að fara upp á við. Enn er þó töluvert í land að bílasalan verði með svipuðum hætti og á sama tíma á síðasta ári. Fjöldi nýskráninga eru orðnar 2.171 en voru á sama tíma í fyrra 4.296 samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Fjögur þúsund Tesla Cy­bertruck-pall­bíl­ar innkallaðir

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Um helgina tilkynnti fyrirtækið um uppsagnir á 14 þúsund starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Í gær þurfti svo Tesla að innkalla 4.000 Tesla Cybertruck pallbílana sem komu á markað í fyrrahaust.

Neytendastofa fellst á kröfu FÍB að skoða gjaldtöku á bílastæðum

Eins og fram hefur komið óskaði Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands og græðigisvæðingu við gjaldtöku á bílastæðum. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stofnunin hefði fallist á kröfu FÍB að skoða málið.

Tesla á undir högg að sækja

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á undir högg að sækja um þessar mundir. Um helgina tilkynnti Tesla um verðlækkun á bílum sínum víða um heim. Það er gert til að bregðast við dvínandi sölu og samkeppni í rafbílaiðnaði sem hefur valdið Tesla vandræðum.

Kostnaður við örorkumat bílslysa 3 milljarðar króna á ári

Í umfjöllun FÍB blaðsins um endurskoðun skaðabótalaga kemur fram að kostnaður tryggingafélaganna við að meta örorku af völdum bílslysa er um 3 milljarðar króna á ári.

Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar

Jarðtækni­bor­an­ir eru hafn­ar í veg­stæði Sunda­braut­ar. Þær hafa staðið yfir með hlé­um frá því í byrj­un janú­ar. Það er Vegagerðin sem sér um bor­an­irn­ar, bæði á landi og sjó. Borað hef­ur verið á nokkr­um stöðum á Kjal­ar­nesi og í Geld­inga­nesi en ekki eru hafn­ar bor­an­ir í Gufu­nesi. Þess má geta að rann­sókn­ir á hafs­botni hófust fyrir nokkrum vikum.

Hvers vegna lenda tekjulausir helst í bílslysum?

Í nýútkomnu FÍB blaði er fjallað um þá sérkennilegu staðreynd að 80% af þeim sem fá örorkugreiningu á bilinu 1-15% eftir bílslys hafa ekki verið með tekjur samfleytt síðustu þrjú ár fyrir óhappið.

Mest af bótagreiðslum í bílslysum eru vegna minni áverka

Um 80% af bótagreiðslum í ökutækjatryggingum eru vegna áverka þar sem örorka er metin á bilinu 1-15%. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu sem er nýkomið út. Einnig er hægt að nálgast blaðið rafrænt á heimasíðu FÍB.

Malbikað fyrir rúman milljarð á árinu

Malbikað verður fyrir alls um 842 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

FÍB hvetur Neytendastofu til að taka á ófremdarástandi á bílastæðum

FÍB hefur óskað eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands við gjaldtöku á bílastæðum.