18.10.2021
Bílaframleiðendur víða um heim glíma við mikinn skort á flögum og öðrum íhlutum til framleiðslunnar. Þetta ástand hefur leitt til þess að framleiðendur hafa þurft að takamarka framleiðsluna og fyrir vikið verður seinkun á afhendingu á bílum til nýrra kaupenda. Dæmi eru um nokkurra mánaða seinkun og er áhrifa farin að gæta meðal annars hér á landi.
13.10.2021
,,Verlagning á bensíni stefnir í methæðir en aðrar eins upphæðir hafa ekki sést á landinu í áratug. Við erum að skríða inn í tímabil sem er að nálgast þessi metár 2011 og 2012. Þetta eru miklar hækkanir sem að koma illa við neytendur. Því miður höfum við sem eyja út í Norður-Atlantshafi kannski lítil áhrif því hérna erum við að sjá sömu þróun og um alla veröld,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda meðal annars í samtali við mbl.is.
12.10.2021
Nýskráningar nýrra fólksbifreiða eru komnar yfir tíu þúsund það sem af er þessu ári. Þær eru alls orðnar 10.004 en voru á sama tímabili í fyrra 7.325 þannig að aukningin nemur um 36,6%. Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
11.10.2021
Umferðin í september á höfuðborgarsvæðinu reyndist sex prósentum meiri en í fyrra. Aldrei áður hefur jafnmikil umferð mælst í september og er þetta mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um níu próestn sem er verulega mikið en dugri þó ekki til að umferðin verði meiri en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
06.10.2021
Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti.
05.10.2021
Gríðalega mikil aukning varð í umferðinni í september miðað við árið áður, en umferðin á Hringvegi jókst um tæp 18 prósent að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Mest jókst hún á Austurlandi, eða um 256 prósent í Hvalsnesi í Lóni og um 212 prósent á Mýrdalssandi. Umferðin náði eigi að síður ekki því sem hún var í september 2019.
04.10.2021
Í undirbúningi er þróunarverkefni sem snýr að stýringu á tilteknum umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð á álagstíma. Fyrr á þessu ári var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs.
04.10.2021
Þegar bílasalan er tekin saman fyrstu níu mánuði ársins eru nýskráningar orðnar 9.817. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 7.161 og nemur aukningin 37.1%. Langflestar nýskráningar eru í Toyota og Hyundai.
30.09.2021
FÍB gerir eftirfarandi athugasemdir við fullyrðingar Sjóvár 29. september 2021
Sú fullyrðing Sjóvár að félagið tapi stöðugt á bílatryggingum er vægast sagt villandi. Eins og FÍB hefur margsinnis bent á, þá felst hið meinta „tap“ í því að tryggingafélagið ofmetur tjón vegna umferðarslysa. Endanlegar tjónabætur eru lægri og mismuninn setur félagið í bótasjóð (tjónaskuld). Árið 2020 bætti Sjóvá 900 milljónum króna í bótasjóðinn og árið 2019 fór 1,2 milljarður króna í hann. Heildar bótasjóður Sjóvá nam 21 milljörðum króna í lok 2020.
29.09.2021
Sjóvá hefur kynnt áform um að greiða hluthöfum 2,5 milljarða króna í tengslum við hlutafjárlækkun félagsins. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar við 2,65 milljarða króna arðgreiðslu ársins. Samtals ætlar Sjóvá því að greiða hluthöfum rúmlega 5 milljarða króna.