Fréttir

Nýskráningar fólksbifreiða yfir tíu þúsund

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða eru komnar yfir tíu þúsund það sem af er þessu ári. Þær eru alls orðnar 10.004 en voru á sama tímabili í fyrra 7.325 þannig að aukningin nemur um 36,6%. Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýtt met slegið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í september á höfuðborgarsvæðinu reyndist sex prósentum meiri en í fyrra. Aldrei áður hefur jafnmikil umferð mælst í september og er þetta mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um níu próestn sem er verulega mikið en dugri þó ekki til að umferðin verði meiri en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Rafræn eigendaskipti stórnotenda

Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti.

Gríðarleg aukning í umferðinni á Hringvegi

Gríðalega mikil aukning varð í umferðinni í september miðað við árið áður, en umferðin á Hringvegi jókst um tæp 18 prósent að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Mest jókst hún á Austurlandi, eða um 256 prósent í Hvalsnesi í Lóni og um 212 prósent á Mýrdalssandi. Umferðin náði eigi að síður ekki því sem hún var í september 2019.

Umferðarljósastýringar til að greiða fyrir umferð á álagstíma

Í undirbúningi er þróunarverkefni sem snýr að stýringu á tilteknum umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð á álagstíma. Fyrr á þessu ári var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs.

Nýskráningar nálgast 10 þúsund það sem af er árinu

Þegar bílasalan er tekin saman fyrstu níu mánuði ársins eru nýskráningar orðnar 9.817. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 7.161 og nemur aukningin 37.1%. Langflestar nýskráningar eru í Toyota og Hyundai.

FÍB svarar rangfærslum Sjóvár

FÍB gerir eftirfarandi athugasemdir við fullyrðingar Sjóvár 29. september 2021 Sú fullyrðing Sjóvár að félagið tapi stöðugt á bílatryggingum er vægast sagt villandi. Eins og FÍB hefur margsinnis bent á, þá felst hið meinta „tap“ í því að tryggingafélagið ofmetur tjón vegna umferðarslysa. Endanlegar tjónabætur eru lægri og mismuninn setur félagið í bótasjóð (tjónaskuld). Árið 2020 bætti Sjóvá 900 milljónum króna í bótasjóðinn og árið 2019 fór 1,2 milljarður króna í hann. Heildar bótasjóður Sjóvá nam 21 milljörðum króna í lok 2020.

Sjóvá skili 2,5 milljörðunum til tryggingataka

Sjóvá hefur kynnt áform um að greiða hluthöfum 2,5 milljarða króna í tengslum við hlutafjárlækkun félagsins. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar við 2,65 milljarða króna arðgreiðslu ársins. Samtals ætlar Sjóvá því að greiða hluthöfum rúmlega 5 milljarða króna.

Nissan fær hressilega á baukinn frá flúna forstjóranum; Carlos Ghosn

Þrjú ár eru nú liðin síðan Carlos Ghosn, þáverandi forstjóri Renault-Nissan-Mitsubishi bílasamsteypunnar var handtekinn í Japan, sakaður um að hafa dregið sér risafjárhæðir. En rétt áður en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast og Ghosn gekk laus gegn tryggingu, tókst honum að flýja og komast undan réttarhöldunum.

7,7 milljón færri bílar í ár vegna skorts á hálfleiðurum

Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki sem heitir Alixpartners telur í uppfærðri spá sinni að á þessu ári verði framleiddir bílar í heiminum 7,7 milljónur færri en þeir voru á sl. ári. Það þýði að heildartap bílaiðnaðarins verði þegar árið verður liðið, 210 milljarðar dollara. Í fyrri spá fyrirtækisins sem birtist í lok maí var spáð 100 milljarða dollara tekjusamdrætti.