Fréttir

Moli um ökuhraða í vistgötum

Þann 11. maí s.l. tóku gildi lög um breytingu á umferðarlögum. Með breytingunni eru 15 greinar laganna lagfærðar ef svo má segja. Ein af þessum lagfæringum snýr að vistgötum. Í tíð eldri umferðarlaga var ákveðið að hámarkshraði í vistgötu skyldi vera 15 km/klst. Það þótti gefast ágætlega og olli ekki teljandi vandræðum.

Innkallanir hjá Brimborg og Öskju

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Galaxy / X-Max bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er á að skipta um bolta í hjólaspyrnu að aftan.

Rafskútur og umferðaröryggi

Skýrslan „Rafskútur og umferðaröryggi“  var gefin út á dögunum en um er að ræða afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafi á umferðaröryggi og hvaða þættir það eru sem helst ógna öryggi rafskútunotenda sem og annara vegfarenda í umferðinni.

Ábending til neytenda vegna bílakaupa frá útlöndum í gegnum þriðja aðila

Tvenns konar fyrirkomulag er að mestu viðhaft hér á landi þegar þriðji aðili, bílasali eða þjónustusali, býður bíla til kaups erlendis frá.

Max Mosley fyrrverandi forseti FIA látinn

Max Mosley, fyrrverandi forseti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins,FiA, er látinn 81 árs að aldri. Hans er minnst fyrir mikið og óeigingjart starf innan hreyfingarinnar í mörgum mikilvægum málum.

Vetnisbílar hafa ekki eins greiðan aðgang að orku og aðrir bílar

Í maímánuði 2019 breyttist bensínstöð Orkunnar norðan Miklubrautar í fyrstu fjölorkustöð landsins þar sem ökumenn og aðrir notendur gátu keypt nær alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru til samgangna hér á landi auk hefðbundis jarðefnaeldsneytis. Um sögulegan atburð var að ræða í orkusölu landsins því að þetta var í fyrsta skipti sem slíkt er gert á sömu áfyllingarstöðinni. Miklar vonir voru bundnar við opnun þessarar stöðvar og þótti hún marka ákveðið upphaf og framfaraspor að margra mati.

Norðmenn fremstir í rafbílavæðingunni – Ísland í öðru sæti

Tæplega þrír af hverjum fjórum Norðmönnum sem keyptu sér nýjan bíl á síðasta ári völdu nýorkubíl. Þetta kemur fram í könnun sem Trading Platforms vann þar sem fram kemur sala á endurhlaðanlegum bílum um heim allan.

Borgarsmábíll með allt að 150 km drægni

BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum.

Ökumenn fari varlega á Kjalarnesi

Vegagerðin vinnur að fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar (1) um Kjalarnes milli Varmhóla og Vallár. Verkið gengur vel og að jafnaði eru þrjátu starfsmenn við vinnu í mikilli nálægð við þunga umferð. Stór ökutæki þurfa að þvera Hringveginn vegna framkvæmdanna sem skapar hættu bæði fyrir starfsmenn og aðra vegfarendur.

Gjaldskylda hafin á bílastæðum við eldgosið

Gjaldtaka var tekin upp á bílastæðum nú í vikunni við eldgosið í Fagradalsfjalli. Landeigendur hafa ákveðið að hefja gjaldtöku vegna bílastæða á gossvæðinu en mikil kostnaður er framundan við uppbyggingu á svæðinu.