Fréttir

Umferðin eykst mikið en er samt minni en fyrir tveimur árum

Umferðin á Hringveginum í júní jókst um rúm sex prósent frá því í sama mánuði í fyrra að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Umferðin er eigi að síður ríflega þremur prósentum minni en hún var árið 2019 í þeim sama mánuði. Útilit er fyrir að umferðin í ár aukist um átt til níu prósent sem myndi samt ekki duga til að jafna umferðina árið 2019.

Suzuki innkallar 329 Jimny jeppa

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum hf. um að innkalla þurfi 329 Suzuki Jimny bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur hönnunargalli í raflögnum í hurðum að framan.

52 þúsund ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044

Samkvæmt spá verkfræðistofunnar Mannvits þá munu um 52.000 ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044. Þetta þýðir um 165% aukningu frá því sem nú er. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu er aukinn fjöldi ferðamanna og flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.

Nýskráningar 40% fleiri en á sama tíma í fyrra

Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar eru það sem af er árinu orðnar 6.603. Það er aukning um rúm 40% þegar sölutölur yfir sama tímabil á síðasta ári eru skoðaðar. Nýskráningum til almennra notkunar nema tæplega 60% og til bílaleiga 40% af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Evrópusambandið sektar Volkswagen og BMW

Þýsku bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen hefur verið gert að greiða um 875 milljónir evra fyrir samráð fyrirtækjanna um þróun á mengunarbúnaði í dísilbílum. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins komst að þessari niðurstöðu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem framkvæmdastjórn sambandsins beitir samkeppnislögum ESB á viðræður keppinauta um tæknilegt samráð.

Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík undirrituðu í gær yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ríki og borg sammælast um það í yfirlýsingunni að Sundabraut verði lögð alla leið í Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnunarsamkeppni verði haldin um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Full­gerður Arnarnesvegur mun hafa já­kvæð áhrif á flæði um­ferðar

Fyr­ir­hugaðar stofn­vega­fram­kvæmd­ir sam­göngusátt­mál­ans á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu árum voru til umræðu á kynn­ing­ar­fundi Betri sam­gangna og Vega­gerðar­inn­ar sem haldinn var í morgun.

Hellisheiðin lokuð á miðvikudag

Vegna fram­kvæmda verður Hell­is­heiði lokað á morg­un frá klukk­an átta um morg­un­inn til miðnætt­is. Um­ferð verður beint um hjá­leið um Þrengsli á meðan lok­un stend­ur. Þeir sem eiga er­indi í Hell­is­heiðar­virkj­un verður þó hleypt í gegn.

Unnið að hönnun Fjarðarheiðarganga

Vegagerðin vinnur nú að hönnun Fjarðarheiðarganga, bæði jarðganga og aðkomuvega. Sú vinna er á áætlun og miðað er við að henni verði lokið vorið 2022. Samhliða er unnið að mati á umhverfisáhrifum og er stefnan að henni ljúki í febrúar 2022.

Mercedes-Benz kynnir nýjan eActros rafmagnaðan flutningabíl

Mercedes-Benz hefur kynnt nýjan eActros flutningabíl sem er hreinn rafbíll. Drægni eActros er allt að 400 km en rafhlöðupakkar bílsins skila honum 420 kW að afli. Við hönnun á bílnum hefur verið lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri og stafrænar lausnir.