Fréttir

Rannsókn Procar-málsins að ljúka

Rannsókn Héraðssaksóknara á Procar-málinu er á lokastigi. Það er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sem fær málið til afgreiðslu.

Microlino – of smár fyrir ES-kaupastyrk

Hér á FÍB-fréttum hefur verið fylgst með Microlino allt frá því að fyrstu frumgerðir þessa rafknúna örbíls komu fram 2016 hjá svissnesku sprotafyrirtæki. Loks nú er hann orðinn að veruleika.

Hekla innkallar 105 Audi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.

Samkeppniseftirlitið sendir erindi á Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)

Framkvæmdastjóri SFF krafinn skýringa og gagna fyrir að tala máli tryggingafélaganna gegn FÍB

SFF í vörn fyrir samhæfða verðstefnu tryggingafélaganna

Líkt og fram kemur í frétt hér á undan hefur FÍB sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga á vátryggingamarkaði.

FÍB sendir kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu SFF

Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) fyrir hönd vátryggingafélaganna. FÍB vakti athygli á því í grein á dögunum að tryggingafélögin, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, stæðu fyrir óeðilega háum á bílatryggingum.

Reiðhjólin áberandi á bílasýningunni

Reiðhjól voru merkilega áberandi á IAA bílasýningunni í Munchen sem lauk um nýliðna helgi og það svo mjög að ekki var laust við að færi um harðsnúnustu bílakalla.

Hámarkshraðamörk á þýsku hraðbrautunum 130 km/klst?

77 prósent akandi aka ekki hraðar en 130. Einungis innan við tvö prósent aka hraðar en 160 km á klst.

Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir níu þúsund það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 9.105 talsins það sem af er þessu ári af því kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 6.536 og nemur fjölgunin tæplega 40%. Þegar rýnt er í tölur voru flestar nýskráningar í júní, alls 1833 og næstflestar í júlí, 1730.

Meðalgildi CO2-losunar frá bílum lækkar áfram

Í nýrri skýrslu EEA European Environment Agency) kemur fram að meðalútblástur CO2 frá nýjum fólksbílum heldur áfram að minnka. Árið 2020 var hann að meðaltali 108 grömm á ekinn kílómetra og hafði þá minnkað um 14 grömm miðað við árið á undan.