Fréttir

Hekla innkallar 105 Audi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.

Samkeppniseftirlitið sendir erindi á Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)

Framkvæmdastjóri SFF krafinn skýringa og gagna fyrir að tala máli tryggingafélaganna gegn FÍB

SFF í vörn fyrir samhæfða verðstefnu tryggingafélaganna

Líkt og fram kemur í frétt hér á undan hefur FÍB sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga á vátryggingamarkaði.

FÍB sendir kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu SFF

Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) fyrir hönd vátryggingafélaganna. FÍB vakti athygli á því í grein á dögunum að tryggingafélögin, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, stæðu fyrir óeðilega háum á bílatryggingum.

Reiðhjólin áberandi á bílasýningunni

Reiðhjól voru merkilega áberandi á IAA bílasýningunni í Munchen sem lauk um nýliðna helgi og það svo mjög að ekki var laust við að færi um harðsnúnustu bílakalla.

Hámarkshraðamörk á þýsku hraðbrautunum 130 km/klst?

77 prósent akandi aka ekki hraðar en 130. Einungis innan við tvö prósent aka hraðar en 160 km á klst.

Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir níu þúsund það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 9.105 talsins það sem af er þessu ári af því kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 6.536 og nemur fjölgunin tæplega 40%. Þegar rýnt er í tölur voru flestar nýskráningar í júní, alls 1833 og næstflestar í júlí, 1730.

Meðalgildi CO2-losunar frá bílum lækkar áfram

Í nýrri skýrslu EEA European Environment Agency) kemur fram að meðalútblástur CO2 frá nýjum fólksbílum heldur áfram að minnka. Árið 2020 var hann að meðaltali 108 grömm á ekinn kílómetra og hafði þá minnkað um 14 grömm miðað við árið á undan.

Fjórar nýjar brýr sunnan Vatnajökuls leysa einbreiðar brýr af hólmi

Fjórar nýar brýr á Hringveginum sunnan Vantajökuls voru opnaður með formlegum hætti fyrir helgina. Þetta eru brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná en með tilkomu þeirra leggjast af fjórar einbreiðar brýr á Hringveginum og fækkar úr 36 brúm í 32. Bygging brúanna var boðin út árið 2019 en framkvæmdum lauk í ár.

Toyota innkallar 284 Toyota bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 284 Toyota bifreiðar af ýmsum gerðum af árgerð 2020 til 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að DCM kerfið virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.