Fréttir

Vinnuvélar í umferð eru nú skráningarskyldar

Vinnunnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð, það er að segja á opinberum vegum, þurfa nú að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar. Skráning þessara vinnuvéla hófst, 1. nóvember, og þarf að hafa farið fram fyrir 31. desember næstkomandi. Eftir þann tíma má eiga von á sektum.

Hrun í Norðfjarðargöngum

Hrun varð úr lofti Norðfjarðarganga upp úr hádegi í gær. Um var að ræða sprautusteypu í loftinu en einnig nokkuð af lausu berglagi úr loftinu. Göngunum var lokuð um leið og þetta gerðist en ljóst er að einhvern tíma mun taka að losa laust efni í lofti til að tryggja aðstæður áður en hægt verður að opna fyrir umferð.

Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi

Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.

Bílabúð Benna setur upp öflugustu bílahleðslustöð landsins

Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði helðslustöðina fyrir helgina.

Bílasala í Japan dregst saman um þriðjung

Bílasala í Japan dróst saman um 31,3% í októbermánuði. Síðustu mánuði hefur bílasala í landinu dregist verulega saman og er það meira um minna rakið til heimsfaraldursins. Aukin framleiðsluskerðing veldur auk þess að mikill skortur er á bílum og afhendingartíminn hefur lengst um marga mánuði.

Við sjáum ekki svona verðmun í nágrannalöndunum

Eldsneytisverð hefur ekki verið eins hátt hér á landi síðan 2012. Heimsmarkaðsverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og hafa íslenskir neytendur ekki farið varhluta að því. Um þessar mundir kostar bensínlítrinn á flestum bensínstöðvum rúmar 270 krónur. Á bensínstöðvum í nálægð við Costco í Garðabæ er verðið aftur á móti í kringum 230 krónur. Þess má geta að í maí í fyrra kostaði bensínlítrinn 194 krónur.

Dregur aðeins úr nýskráningum

Dregið hefur úr nýskráningum fólksbifreiða en það sem af er októbermánuði eru þær 568 þegar ein vika er eftir af mánuðinum. Í september voru þær alls 1168. Vera kann að skortur á íhlutum til bílaframleiðslu sé eins af ástæðunum en það sem af er á árinu eru nýskráningar 10.348 en á sama tíma í fyrra voru þær 7.845. Aukningin nemur tæpum 32%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hleðslustöðvum Tesla fjölgar jafnt og þétt í Evrópu

Bílaframleiðandinn Tesla heldur áfram að fjölgja hleðslustöðvum sínum í Evrópu. Í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að búið væri að koma yfir 700 hleðslustöðvum. Hver stöð hefur að meðaltali meira en tíu hleðslustaði. Þess má geta að í Svíþjóð eru nú 51 stöð með samtals 590 hleðslutæki.

Stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs

Það hefur ekki farið framhjá bíleigendum að verð á eldsneyti hefur hækkað mikið á síðustu vikum á heimsmarkaði. Það er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Drífu Snædal, forseta ASÍ, að stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Hraðaljósmyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut á Akureyri

Tvær hraða- og rauðljósamyndavélar hafa verið teknar í notkun við Hörgárbraut á Akureyri. Myndavélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt. Uppsetning og rekstur myndavélanna er samstarfsverkefni Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Markmiðið er að draga úr ökuhraða og fækka brotum vegna aksturs gegn rauðu ljósi á þjóðveginum.