Fréttir

Nissan fær hressilega á baukinn frá flúna forstjóranum; Carlos Ghosn

Þrjú ár eru nú liðin síðan Carlos Ghosn, þáverandi forstjóri Renault-Nissan-Mitsubishi bílasamsteypunnar var handtekinn í Japan, sakaður um að hafa dregið sér risafjárhæðir. En rétt áður en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast og Ghosn gekk laus gegn tryggingu, tókst honum að flýja og komast undan réttarhöldunum.

7,7 milljón færri bílar í ár vegna skorts á hálfleiðurum

Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki sem heitir Alixpartners telur í uppfærðri spá sinni að á þessu ári verði framleiddir bílar í heiminum 7,7 milljónur færri en þeir voru á sl. ári. Það þýði að heildartap bílaiðnaðarins verði þegar árið verður liðið, 210 milljarðar dollara. Í fyrri spá fyrirtækisins sem birtist í lok maí var spáð 100 milljarða dollara tekjusamdrætti.

Mercedes-Benz þriðjungshluthafi í átta nýjum rafgeymaverksmiðjum

Það er markmið Mercedes-Benz að framleiða eingöngu rafknúna bíla þegar næsti áratugur aldarinnar rennur upp. Það þýðir að allir þeir MB-bílar sem þá verða framleiddir árlega þurfa að hafa samanlagt orkurými á geymasamstæðunum sem nemur um 200 gígaWattstundum. Til að mæta því er ætlunin að reisa átta rafgeymaverksmiðjur víðsvegar um veröldina, þar af verða fjórar í Evrópu.

Mikil arðsemi af lagningu Sundabrautar samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu

Mikil arðsemi er af lagningu Sundabrautar samkvæmt drögum að niðurstöðu óháðrar félagshagfræðilegrar greiningar. Mestur ábati felst hvort tveggja í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttingu leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði komið fram að kostnaður vegna þverunar Kleppsvíkur er metinn talsvert lægri með byggingu Sundabrúar en með jarðgöngum.

Stjórnmálaflokkarnir og samgöngumál

Alþingiskosningar verða haldnar 25. september og munu samgöngumál vafalaust verða í brennidepli sem endranær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá þeim framboðum sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Flokkarnir brugðust misvel við óskum FÍB og svöruðu fimm flokkar af þeim tíu sem bjóða fram í öllum kjördæmum. FÍB kann flokkunum bestu þakkir fyrir svörin.

Tékkar ókyrrast vegna fyrirhugaðs banns við sölu brunahreyfilsbíla frá 2035

Þingkosningar standa fyrir dyrum í Tékklandi og kosningabaráttan stendur sem hæst. Helsta kosningamál sitjandi forsætisráðherra landsins, Andrej Babiš og flokks hans, ANO, er andstaða við þá fyrirætlan að lögbinda bann við sölu nýrra brunahreyfilsbíla í ES-ríkjunum frá og með 2035. Kosningaloforð Babiš er að krefjast verulegra breytinga á bannfrumvarpinu sem bíður afgreiðslu í Evrópuráðinu.

Ekki fullhlaða – ekki láta geymana tæmast

Rafbíllinn Chevrolet Bolt sem heitir Opel Ampera-e í Evrópu hefur um langt skeið verið höfuðverkur framleiðandans General Motors vegna vandræða með rafhlöðurnar sem er frá kóreska rafhlöðuframleiðandanum LG Chem. Rafhlöðurnar er nefnilega ,,óstöðugar.“ Með því er átt við að ef ekki er gætt ítrustu varúðar í umgengni við þær, getur komið upp eldur í þeim.

Reykjandi skemmtiferðaskip

Gangandi vegfarandi á leið til vinnu í gærmorgun (21. sept.) tók eftir því að töluverðan reyk lagði upp úr reykháfum skipsins Hanseatic Nature við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn móts við Hafnarhúsið og Tollhúsið við Tryggvagötu.

Iðgjöld bílatrygginga gætu lækkað um 7 milljarða á ári

FÍB hefur reiknað út að tryggingafélögin gætu lækkað iðgjöld bílatrygginga hér á landi um 7 milljarða króna á ári en samt væri afkoma félaganna af viðskiptunum ágæt. Eftir sem áður væru íslenskir neytendur að borga hæstu iðgjöld bílatrygginga á Norðurlöndunum.

Samið um meðalhraðaeftirlit til að auka umferðaröryggi

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum. Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.