Fréttir

Rafbílarnir skilja eftir sig grynnsta vistsporið

Ný viðamikil rannsókn á vistferilsspori og útlosun ökutækja -rafbílar mun umhverfismildari en bensín- og dísilbílar. Í nýrri skýrslu frá bandarísku samtökunum International Council on Clean Transportation (ICCT) kemur fram að aðeins hreinir rafbílar og vetnisknúnir bílar draga nægjanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hitaaukningu í heiminum vel undir 2 gráðum.

BL ehf innkalla 86 Subaru VX bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.

Óstöðvandi okurfélög

Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.

Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu 143 milljónum króna árið 2020

Samþykktar end­ur­kröf­ur á tjón­valda í um­ferðinni námu alls tæp­um 143 millj­ón­um króna árið 2020 og tæp­um 96 millj­ón­um árið 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá endurkröfunefnd.

Er þeim sjálfrátt?

Skilti sett upp sérstaklega fyrir þá sem í heimildarleysi aka móti einstefnu?

Botninn loks tryggður

Tryggingafélögin eru nú að uppfæra kaskótryggingar bifreiða þannig að þær nái framvegis einnig til tjóna á undirvagni bíla. Breytingarnar taka yfirleitt gildi við næstu endurnýjun bifreiðatrygginganna.

Tesla Motors Iceland innkallar 24 Model 3 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland um að innkalla þurfi 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.

Rafbílasala í miklum vexti víða um heim

Góð rafbílasala á flestum mörkuðum í ár. Einn af fimm nýjum bílum í Evrópu í júní var raftengjanlegur og þar af var helmingurinn hreinir rafbílar.Tesla Model 3 er vinsælasti rafbíllinn.

Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út skýrslu um stöðu barna og ungmenna í samgöngum. Í gildandi samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 er lögð áhersla á að taka betur mið af þörfum barna og ungmenna við stefnumörkun og uppbyggingu í samgöngum. Skýrslan er unnin í samvinnu við Vegagerðina, Samgöngustofu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í henni eru sett fram þrjú lykilviðfangsefni um aukið samráð, fræðslu og öryggisaðgerðir.

Hættulegt og refsivert að skilja dýr eftir í heitum bílum

Nokkuð hefur borið á því í Svíþjóð í sumar að hundaeigendur skilji hunda sína eftir eina í bílum sínum þegar heitt er í veðri. Að skilja hund eða kött eftir í bíl á heitum degi er hættulegt fyrir dýrið - jafnvel þó það sé aðeins skilið eftir þar í stuttan tíma. Það er brot á lögum um dýraníð og getur varðað fangelsi. Þrátt fyrir þetta hefur sænsku lögreglunni undanfarnar vikur borist tilkynningar frá vegfarendum sem hafa séð hunda lokaða í bílum að því fram kemur hjá sænsku fréttastofunni TT.