07.02.2025
Kína hefur skipað sér í fremstu röð rafbílaframleiðslu á heimsvísu og er nú leiðandi afl í greininni. Með öflugri tækniþróun, ríkisstuðningi og stórum innlendum markaði hefur kínversk rafbílaframleiðsla skapað mikla samkeppni fyrir evrópska, bandaríska, japanska og kóreska bílaframleiðendur, sem sumir hafa verið ráðandi á markaðnum í meira en heila öld
05.02.2025
Mjög vont veður gengur yfir landið í dag og á morgun. Spáð er stormi og ofsaveðri á landinu öllu. Búast má við miklum samgöngutruflunum, vatnselg og hætta á foktjóni allmikil. FÍB hvetur landsmenn til að gæta að eigum sínum og vera ekki á ferðinni fyrr en veðrið er gengið yfir.
03.02.2025
Úrskurðurinn hefur víðtækar afleiðingar fyrir bílaiðnaðinn í Evrópu, þar sem mörg sjálfstæð verkstæði hafa lengi barist fyrir auknum aðgangi að bílgögnum. Evrópusambandið hefur ítrekað þrýst á bílaframleiðendur að veita jafnan aðgang að þessum upplýsingum, en margir framleiðendur hafa fundið leiðir til að takmarka aðgang með tæknilegum hindrunum.
31.01.2025
Nýskipaður samgönguráðherra Bandaríkjanna, Sean Duffy, hefur fyrirskipað tafarlausa endurskoðun á reglum um eldsneytissparnað ökutækja, í samræmi við orkustefnu Trump stjórnarinnar.
31.01.2025
Sala rafbíla fer yfir 20 milljónir árið 2025. Heildarsala á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum mun aukast um að minnsta kosti 17% á þessu ári og fara yfir 20 milljónir bíla, með hjálp framlengdra bílaskiptastyrkja í Kína. Þetta kemur fram í spá rannsóknarfyrirtækisins Rho Motion.
30.01.2025
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af ljósum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu.
30.01.2025
Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og er hún lokuð í átt til Reykjavíkur.Nú þegar hafa tvö ökutæki runnið útaf en það var blessunarlega án meiðsla að því er fram kemur í upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.
29.01.2025
Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.
29.01.2025
Brot 214 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 24. janúar til mánudagsins 27. janúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.
27.01.2025
Innkallanir hafa verið gerðar á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum.Gólfvírar undir framsæti farþegamegin geta skemmst og komið í veg fyrir að loftpúðar og öryggisbelti virki eins og til er ætlast.