Fréttir

Slitlag á síðasta kafla Grafningsvegar

Framkvæmdir eru hafnar við verkið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss – Grafningsvegur neðri. Þetta er síðasti malarkaflinn á Grafningsvegi sem nú verður allur með bundnu slitlagi. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Hraðahindranir og þrengingar til að bæta öryggi á Akureyri

Settar hafa verið upp hraðahindranir og þrengingar á Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og bæta umferðaröryggi í hverfinu.

MG sýnir framtíðina á Goodwood

MG mun frumsýna fjóra spennandi rafbíla á Goodwood Festival of Speed 2025 á Englandi sem fer fram 10.–13. júlí næstkomandi.

Hring­vegur­inn stytt­ist um 12 km

Framkvæmdum við nýjan Hringveg (1) um Hornafjörð lýkur fyrir áramót. Þar með styttist Hringvegurinn um tólf kílómetra. Aron Örn Karlsson, staðarstjóri Ístaks, segir verkið hafa gengið vel og er á áætlun að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Starfshópur skilar drögum að stefnu um virka ferðamáta og smáfarartæki

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fékk fyrr í vikunni afhenta skýrslu starfshóps með tillögum að heildstæðri stefnu stjórnvalda og aðgerðaáætlun um virka ferðamáta og smáfarartæki. Starfshópurinn byggir tillögur sínar á greiningu á stöðu og þörfum, alþjóðlegum fyrirmyndum og víðtæku samráði við hagaðila. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Öryggisatriði að fjarlægja hjartalaga umferðarljós

Vegagerðin hefur óskað eftir því við Akureyrarbæ að hjartalaga umferðarljós í bænum verði tekin niður. Í erindi Vegagerðarinnar segir að kvartanir hafi borist vegna ljósanna. Þá standist þau ekki kröfur um umferðarmerki eða umferðaröryggi.

Fram­kvæmd­ir við Arnar­nesveg á áætl­un

Framkvæmdir við 3. áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, hafa gengið vel í vor. Verkið hófst í september 2023 og er framkvæmdatími nú rúmlega hálfnaður. Stefnt er að verklokum í nóvember 2026 að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Toyota kynnir til leiks Land Cruiser 250 tvinnbíl

Toyota Land Cruiser hefur lengi verið konungur jeppana hér á landi. Nýjasti 250 bíllinn kom til landsins í fyrra og hefur slegið í gegn síðan þá. Hægt er að fá bílinn í mismunandi týpum eins og þær klassísku GX, VX og Luxury.

Nýr Nissan Leaf á leiðinni

Nýr Nissan Leaf var frumsýndur í síðustu viku. Þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla rafbíls sem verður allt öðruvísi en fyrri kynslóðir. Nýja kynslóðin er raunar hönnuð og smíðuð frá grunni.

Foreldrar með unga sína rölta yfir umferðargötu

Nú fer sá tími í hönd þegar foreldrar með unga sína hika lítið eða ekkert við að rölta yfir umferðargötur og þá skipta gangbrautir og gangbrautarljós engu máli.